Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 56
32 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Ath. kl. 22 Til þess að gera upp árið mun hljóm- sveitin Árstíðir halda tónleika á Kaffi Rósenberg í kvöld. Flutt verða lög af fyrstu breiðskífu sveitarinnar, sem kom út á árinu, ásamt nýju efni og tökulögum sem orðið hafa á vegi Árstíðamanna á árinu. Tónleikarn- ir hefjast kl. 22 og aðgangseyrir er þúsund krónur. Bókmenntir ★★★★ Nokkur almenn orð um kuln- un sólar Gyrðir Elíasson „Orðið lífsbarátta hefur aftur fengið merkingu“ (98) er næstsíð- asta ljóð þessarar auðmjúku en aflgæfu ljóðabókar og eins konar eftirskrift. Lífsbaráttuna heyja hér allir á grundvelli jafnréttis: menn, dýr, landvættir, náttúra, sól, himintungl, höfuðskepnur – dýraríkið, jurtaríkið, steinarík- ið – enginn er þar öðrum fremri en ábyrgðin er jafnan mannsins þegar jafnvægið raskast og bar- daginn tapast. Sem er óumflýj- anlegt. Yfirskrift baráttunnar er dauðinn – sem er meginþema bók- arinnar og leiðarstef: allstaðarná- lægur og alltumlykjandi. Lífslíkur eru táldrægur draumur og óend- anleikinn orðaleppur, jafnvel glap- sýn. Árstíð bókarinnar er haust- ið; litur hennar er svartur og grár; landálfar hennar eru vatn, tré, fugl og fiskur; hugblær hennar er einsemd, þunglyndi og þögn; geðs- lag hennar myrkur, glötun, auðn og angist. Allt þetta skyggða bakland handan við orðin hjá fólki, með allt aðra merkingu og steinþögnin sem liggur yfir Ég henti steini í svarta tjörn og steinninn dó (95). Engu að síður iðar bókin af lífi og sköpun – lífsmarki og lífsvilja skáldskaparins sem grandvar en reifur mætir fjörtjóni efnis og holds og blæs því önd í brjóst sem á samri stundu yfirstígur eiginleg- ar takmarkanir hins áþreifanlega, raunásýnd hlutanna. Þar er fólg- inn galdur þessarar hlédrægu og orðvöru bókar: hún yfirfærir lög- mál listarinnar (og þar með ódauð- leika) á eðlisþætti náttúrunnar (og „sköpunarverksins“ – bæði í heiðnum og kristnum skilningi) og kemst þannig hjá því að vega að því lífi sem hún vegsamar og ögra því náttúrulögmáli sem öll list er annars óhjákvæmilegt andóf gegn – og krækir um leið framhjá þeim óyfirstíganlega dauða sem hún er annars heltekin af: „stígur yfir pensilfarið“ (93). Ljóðin boða duft og dauða en eru sjálf vitnis- burður um hið gagnstæða: „rödd allra tíma“ (78) og klappa letur sitt á ævarandi stein. Lífið er örskot, listin er eilíf: hvort um sig er for- senda hins (og hvorugt er hégómi) eins og bókin öll er „hægt og hægt“ (5) til vitnis um og hefur þannig hausavíxl á eigin málsrökum, hró- kerar lífi og list og mátar með því dauðann sem hnígur þá í valinn. Því þótt ljóðin dragi himnaríkið ef til vill í efa „halda þau himninum uppi“ (82) – eru eins konar „líkkist- ur með gluggum“ (38) með útsýni til ódáinsakra handan eigin orða. Tvídans skálds og lesanda er lipur og öruggur í þessari dimmu en hugnæmu ljóðabók. Mælandinn gengur nærri sér og sækir óspart þraut og óyndi í myrkan veruleika (höfundar) en lýsir hann jafn- harðan upp með ljósi skáldskap- arins til yndis fyrir lesandann. Og ef grannt er gáð eru frumtákn og ljóðlist þessarar bókar „nokk- ur almenn orð“ um hlýnun þeirrar sólar sem ávallt sigrar svartnætti hugans og fellir í orði dauðann á eigin bragði þótt ef til vill sé hann ósigrandi á borði. Sigurður Hróarsson Niðurstaða: Gullvæg og gjöful ljóða- bók um lífsins stærsta leyndardóm. Handan við orðin > Ekki missa af Næstkomandi sunnudag 3. janúar lýkur sýningunum Úrvalið – Íslenskar ljósmyndir 1866-2009 og Hvar er klukk- an? verk eftir Davíð Örn Hall- dórsson. Sýningunum hefur verið vel tekið og aðsókn verið mjög góð. Nú eru síðustu for- vöð að sjá sýningarnar og opið er í Hafnarborg samkvæmt venju nema það er alltaf lokað á þriðjudögum og lokað á gamlársdag og nýársdag. Fyrsta stórsýning ársins í myndlistar- heiminum verður sýning á verðlauna- verkum Carnegie-listaverðlaunanna í Listasafni Íslands en hún verður opnuð í Listasafni Íslands hinn 9. janúar. Sýningin varðar íslenska mynd- list sérstaklega þetta árið en eins og kunnugt er var Kristján Guðmunds- son heiðraður með fyrstu verðlaun- um í fyrra og skipa verk hans því heiðurssess á sýningunni. Er hann fyrsti íslenski myndlistarmaðurinn sem hlýtur þann heiður. Sænsku listamennirnir Kristina Jansson og Felix Gmelin hlutu önnur og þriðju verðlaun og Daninn Marie Søndergaard Lolk hlaut styrk til yngri listamanns. Verðlaun- in sem eru ein þeirra stærstu í heimi veitti hennar hátign Margrét Danadrottning við athöfn í Kunsthal Charlottenborg í Kaupmannahöfn í haust. Valnefndin veitti Kristjáni verðlaunin fyrir spennandi hljóðeinangrandi málverk. Verkin eru unnin í akríl á dúk sem er felldur í málmramma og eru þau á sinn sérstæða hátt snjallt og margslungið myndrænt framhald á einstæðum rannsóknum Kristjáns á fagurfræði málverks og teikninga. Sagði í rökstuðningi: „Á 40 ára ferli hefur Kristján af einurð boðið hefðunum birginn með frumlegum rannsóknum sínum á málverkinu sem miðli og í þess- um verkum bræðir hann saman jafn gjörólíkan efnivið sem lit og þögn.“ Verðlaunin námu einni milljón sænskra króna. Verðlaunasýning Carnegie í janúar Í gær var fyrri sýning af tveimur á íslenska verk- inu Ókyrrð í Kassanum og verður hún aftur á fjölunum í kvöld. Verkið var frum- sýnt hinn 27. september síðastliðinn í Leikhúsbatt- eríinu í Reykjavík. Sýningin Ókyrrð er samin af hópn- um en hann samanstendur af þrem- ur sviðslistamönnum, Friðgeiri Einarssyni, Margréti Bjarnadóttur og Ragnari Ísleifi Bragasyni. Frið- geir og Ragnar eru báðir útskrif- aðir úr Fræðum og framkvæmd frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands, en Margrét er menntað- ur danshöfundur frá listdansskól- anum ArtEZ Dansakademie í Arn- hem. Friðgeir og Margrét komu bæði fram í sýningunni Húman- ímal sem frumsýnd var á vordög- um við góðar undirtektir, en meðal annarra verka Ragnars eru ljóða- bókin Á meðan og leikritið Bless- uð sé minning næturinnar sem flutt verður í útvarpsleikhúsinu í vetur. Í Ókyrrð er leitast við að virkja hina ýmsu þætti leikhúsmiðils- ins til að skapa heildstæða stemn- ingu sem þjónar efniviði verksins. Verkið verður nú tekið upp á ný og sýnt í Kassanum. Í sem skemmstu máli fjallar verkið um hugarangur og ofvöxt ímyndunaraflsins. Fjall- að er um óttann sem býr innra með hverjum og einum og nærist þar án sýnilegra ógna í heiminum fyrir utan. Ókyrrð fjallar þannig um tilfinningar manna og tilraun- ir þeirra til að hafa stjórn á þeim. Sýningin var sýnd á Diskurs-leik- listarhátíðinni í Giessen í Þýska- landi í október síðastliðnum við góðar undirtektir. Um verkið segja aðstandendur: „Líkamlegur ótti er mönnum eðl- islægur, rétt eins og öðrum skepn- um, og gegnir því nauðsynlega hlutverki að stýra okkur út úr aðsteðjandi hættum. Erfiðara er að úrskurða um hagnýtt gildi ýmissa hugarburða og vitrana sem herja á okkur, halda fyrir okkur vöku, en stuðla jafnframt að doða og fælni við hluti, dýr og annað fólk. Það er eitthvað sem vofir yfir en við getum ekki vitað hvað það er. Ókyrrð fjallar um tilraunir okkar til að hafa stjórn á tilfinningum, um innra líf og ofvöxt ímyndunar- aflsins.“ Leikendur og höfundar Ókyrrð- ar eru þau Ragnar Ísleifur Braga- son, Margrét Bjarnadóttir og Frið- geir Einarsson. Kínetísk ráðgjöf: Saga Sigurðardóttir. Hljóðmynd: Kristján Loðmfjörð. Leikstjórn annast Friðgeir Einarsson. Síðasta tækifærið sem áhorf- endum gefst til að sjá þessa sýn- ingu er í kvöld en endurflutn- ingur verksins er í samstarfi við Þjóðleikhúsið þar sem sýningum í haust var hætt þegar starfsemi Leikhúsbatterísins var hætt. pbb@frettabladid.is Ofvöxtur ímyndunaraflsins LEIKLIST Ókyrrð í Kassanum í kvöld. MYND AÐSTANDENDUR TÓNLIST Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikarar og Hörð- ur Áskelsson organisti leika á tónleikum í Hallgrímskirkju á gamlársdag. Skært lúðrar hljóma Síðustu tónleikar ársins hér á Íslandi verða í Hallgrímskirkju á gamlársdag, 31. desember, kl. 17. Það verður í sautjánda sinn að Listvinafélagið býður til þessa tónleika og þeir félagar, trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og orgelleikarinn Hörð- ur Áskelsson, kunna svo sann- arlega að kveðja gamla árið og fagna því nýja með viðeigandi lúðraþyt og orgelleik. Efnisskrá tónleikanna að þessu sinni er að flestu leyti hefðbundin. Fluttar verðar tvær sónatínur eftir Johann Pezel, borgarlúðraþeytara Leipzig- borgar, og Konsert fyrir tvo trompeta og orgel eftir Johann Melchior Molter en hann starf- aði mest í Suður-Þýskalandi, í Eisenach og síðar í Karlsruhe. Hið fræga Adagio eftir Giaz- otto og Albinoni þar sem tromp- etarnir leika aðalröddina er fast á efnisskrá tónleikanna og hin þekkta Tokkata og fúga í d- moll eftir J.S. Bach hefur líka heyrst oft á Hátíðarhljómum. Fyrsta verk tónleikanna er þó nýtt af nálinni. Giubilante, nýtt verk Áskels Mássonar, verð- ur frumflutt. Þetta er verk sem Áskell hefur skrifað fyrir Trompeteríuna. Samstarf Ásgeirs, Eiríks Arnar og Harðar hófst árið 1993 en auk Hátíðarhljóma við áramót hafa þeir myndað tríó- ið Trompetería sem hefur komið fram á tónleikum bæði hérlend- is og erlendis. Þá leika þeir Ásgeir og Eiríkur oft með Herði við ýmsar athafnir í kirkjunni. Þeir leika yfirraddir við uppá- haldssálmana okkar, yfirradd- ir sem oftar en ekki verða til með penna Harðar vegna tilefnisins. Félagarnir þrír eru löngu orðnir landsþekktir tónlistar- menn. Ásgeir og Eiríkur leika báðir með Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess að vera virk- ir í tónlistarlífinu almennt, meðal annars með Hljómsveit Íslensku óperunnar, Kamm- ersveit Reykjavíkur og Caput- hópnum. Þá hafa þeir leikið einleik bæði með Sinfóníuhljóm- sveitinni og Kammersveitinni. Þeir hófu báðir tónlistarnám sitt hér á Íslandi en stunduðu fram- haldsnám vestanhafs, Ásgeir í New York en Eiríkur í Boston og svo í Los Angeles. Eftir að hafa verið í fram- haldsnámi í orgelleik í Þýska- landi var Hörður árið 1982 ráðinn organisti og kantor Hall- grímskirkju þar sem hann hefur starfað síðan. Hann stjórnar Mótettukór Hallgrímskirkju og kammerkórnum Schola cant- orum og er listrænn stjórn- andi Listvinafélags Hallgríms- kirkju og Kirkjulistahátíðar. Þá er Hörður einnig söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Hörður hefur margoft hlotið viðurkenningar vegna starfa sinna; var Borg- arlistamaður Reykjavíkur árið 2002, var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu 2004 og hlaut íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2006. Forsala aðgöngumiða er í Hallgrímskirkju og er hún opin kl. 9-17. pbb@frettabladid.is MYNDLIST Kristján Guðmundsson myndlistarmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.