Fréttablaðið - 30.12.2009, Page 60
36 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
Andi Rúnars Júlíussonar mun
svífa yfir vötnum á Akranesi í
kvöld þegar hið árlega blúskvöld
verður haldið. „Forsagan er sú að
Rúnar og Tryggvi Hübner voru
að spila á Hótel Akranesi fyrir
langa löngu. Ég hitti þá í pásunni
og stakk upp á að þeir fyndu sér
tvo menn og gerðu þetta að árleg-
um viðburði. Það gekk eftir,“
segir Tómas R. Andrésson, aðal-
hvatamaður tónleikanna. Rúnar
og Tryggvi bættu við Birgi Bald-
urssyni trommara og Eðvarð
Lárussyni gítarleikara og band-
ið var kallað Blúsboltarnir. Það
blúsaði svo tuttugu sinnum í röð
með Rúnar innanborðs, alltaf 30.
desember ár hvert. Haldið var
áfram að blúsa í fyrra þótt Rúnar
væri fjarverandi og enn blúsa
Blúsboltarnir í kvöld.
„Í fyrra var Andrea Gylfa
með strákunum en nú kemur
Pálmi Gunnarsson inn svo það
má búast við að efni honum
tengt heyrist, til að mynda blúsað
efni Mannakorna og eitthvað með
Friðryki,“ segir Tómas spenntur.
Tónleikarnir fara fram í Kaup-
félaginu (áður Barbro) og upp-
hitun verður í höndum ungra
tónlistarmanna frá Skagan-
um, að mestu úr hljómsveit-
inni Ferlegheit. „Það kostar
þúsund kall inn eins og er
búið að gera í öll hin skiptin,“
segir Tómas. „Rúnar var vanur
að segja að við tækjum ekki þátt í
verðbólgunni.“ - drg
Pálmi með Blúsboltum uppá Skaga
BOLTARNIR BLÚSA Í 22.
SKIPTI Í KVÖLD Pálmi
Gunnarsson verður í stað
Rúna Júl.
Mamma Gógó er fyrsta leikna kvik-
mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar í
sex ár. Hún fer í almennar sýningar
á nýársdag og fjallar um Gógó,
fullorðna konu sem greinist með
Alzheimer-sjúkdóminn.
„Það er lukka yfir þessum degi,“ segir leik-
stjórinn Friðrik Þór Friðriksson um frum-
sýningardaginn. Síðasta mynd hans sem var
frumsýnd á nýársdag, Englar alheimsins,
náði gríðarlegum vinsældum og vonast hann
að sjálfsögðu til að sagan endurtaki sig á
nýju ári.
Mamma Gógó fjallar á grátbroslegan
hátt um fullorðna konu sem greinist með
Alzheimer-sjúkdóminn og fer Kristbjörg
Kjeld með hlutverk hennar. Á sama tíma og
Gógó berst við sjúkdóminn er sonur hennar,
sem Hilmir Snær Guðnason leikur, í fjárhags-
kröggum vegna nýjustu kvikmyndar sinnar,
Börn náttúrunnar, sem fær mjög dræma
aðsókn.
Mamma Gógó er að einhverju leyti byggð
á ævi Friðriks Þórs, sem á sjálfur 95 ára
móður sem hefur verið með Alzheimer í
mörg ár. „Ég læt myndina gerast á óræðum
tíma. Hún hefst á frumsýningu á Börnum
náttúrunnar eins og hún sé að gerast í dag,“
segir Friðrik. „Ég blanda saman ýmsum
málum úr íslensku samfélagi, peningasjóð-
um og svona dóti, og set þetta allt í einn
hrærigraut. Ég vona bara að fólk hafi gaman
af þessari mynd. Það er ekkert gaman að
gera myndir sem fólk hefur ekki gaman af,“
segir hann og hlær.
Friðrik hóf undirbúning myndarinnar
fyrir tveimur árum en tökur hófust í
febrúar á þessu ári. Valinkunnt fólk kom að
gerð hennar, þar á meðal kvikmyndatöku-
maðurinn Ari Kristinsson sem síðast vann
með Friðriki við Djöflaeyjuna. „Það er alveg
rosalega falleg vinna sem hann skilar frá
sér eins og reyndar allir. Þetta er fallegasta
kvikmyndin sem hefur verið sýnd lengi
hérna á Íslandi,“ staðhæfir Friðrik.
Gunnar Eyjólfsson leikur stórt hlutverk í
myndinni og segist Friðrik vera mjög ánægður
með samstarfið við hann og Kristbjörgu. „Það
var alveg sérstaklega ljúft að vinna með þeim.
Þau eru bæði toppleikarar og svo er þetta svo
skemmtilegt fólk sem hefur góða nærveru.“
Mamma Gógó kostaði um tvö hundruð
milljónir króna í framleiðslu. Helmingur
þeirrar upphæðar var fenginn að utan og telur
Friðrik það sýna svart á hvítu hversu óheppi-
leg ákvörðun það sé hjá íslenskum stjórn-
völdum að skera niður í kvikmyndagerð. „Þú
færð hundrað milljónir inn í landið og það er
ekki byrjað að selja myndina. Ég er viss um
að þessari mynd á eftir að ganga vel erlendis.
Hún fer líklega í sömu fótspor og eldri mynd-
irnar mínar og verður eflaust sýnd í þrjátíu til
fjörutíu löndum. Stjórnvöld eru bara að skjóta
sig í fótinn. Það koma bara hundrað atvinnu-
lausir kvikmyndagerðarmenn á markaðinn og
túrisminn verður minni.“ En jafnast Mamma
Gógó á við bestu myndir Friðriks? „Hún er á
meðal minna bestu. Ég held ég geti hiklaust
fullyrt það.“ freyr@frettabladid.is
Fallegasta kvikmyndin í langan tíma
Mamma Gógó (2010)
Niceland (2004)
Fálkar (2002)
Englar alheimsins (2000)
Djöflaeyjan (1996)
Cold Fever (1995)
Bíódagar (1994)
Börn náttúrunnar (1991)
Skytturnar (1987)
HELSTU MYNDIR FRIÐRIKS
MEÐAL MINNA BESTU Friðriks Þór hefur mikla trú á
nýjustu myndinni sinni, Mömmu Gógó, og telur hana
hiklaust vera meðal sinna bestu verka. Er þó af nægu
að taka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ofurfyrirsætan Tyra Banks hefur
ákveðið að hætta með spjallþátt
sinn The Tyra Show og ætlar þess í
stað að snúa sér að kvikmyndaiðn-
aðinum. Fyrirsætan ætlar að eigin
sögn að einbeita sér að því að fram-
leiða kvikmyndir sem munu veita
konum innblástur. „Þetta verður
síðasta árið sem The Tyra Show er
í loftinu. Ég hef haft gaman af því
að birtast ykkur á skjánum síðustu
fimm árin. Næsta skref mitt mun
veita mér tækifæri til að ná augum
enn fleiri kvenna og stúlkna og
mun ég enn hjálpa ykkur við að
finna ykkar innri töffara.“ sagði í
tilkynningu frá fyrirsætunni.
Tyra hættir í sjónvarpi
HÆTT AÐ SPJALLA Tyra Banks ætlar að
snúa sér að kvikmyndaframleiðslu.
Leikarinn Charlie Sheen þurfti að dúsa í
fangaklefa á jóladag eftir að eiginkona
hans, Brooke Mueller, kærði hann fyrir
líkamsárás. Lögreglan mætti á heimili
þeirra hjóna eftir að Mueller hringdi í
Neyðarlínuna og tilkynnti að Sheen hefði
hótað henni lífláti og otað að henni hnífi.
Hjónin voru bæði drukkin þegar atvikið
átti sér stað.
Heimildir herma að Sheen hafi ráðist
á konu sína eftir að hún hótaði honum
skilnaði. „Brooke sagði Charlie að hún
vildi skilnað. Hún sagðist ætla að fara
frá honum fyrir fullt og allt,“ var haft
eftir heimildarmanni.
Eiginkonan
vildi skilnað
Leikarinn Hugh Grant vill sér frí
frá glysinu í Hollywood og gefa
út skáldsögu. „Ég hef alltaf sagt
það við sjálfan mig að um leið og
þú hefur leikið í nokkrum ágæt-
um myndum og þénað dálítinn
pening geturðu loksins gefið út
skáldsöguna þína,“ sagði Grant
í viðtali við þýska blaðið Bild.
Grant, sem verður fimmtugur á
næsta ári, er hálfnaður með sög-
una en hefur ekkert samið undan-
farið ár. „Ég veit ekki hvort það
er vegna leti eða af ótta við mis-
tök.“ Hann segir að togstreita
myndist þegar hann fær gott
handrit í hendurnar. „Ég spyr
mig hvort ég ætti ekki frekar að
leika í mynd, þéna pening eða
vinna með fallegum konum.“
Vill gefa út
skáldsögu
HUGH GRANT Leikarinn Hugh Grant er
hálfnaður með sína fyrstu skáldsögu.
NORDICPHOTOS/GETTY
HÓTAÐI KONU SINNI
Charlie Sheen hótaði
eiginkonu sinni á jóladag.
> BÆTIR ÍMYNDINA
Rapparinn Kanye West hefur átt
stormasamt ár og beið ímynd
hans nokkurn hnekki í
kjölfarið. Hann hefur því
ákveðið að lappa upp á
ímyndina og hann og
kærasta hans, Amber
Rose, eyddu jólunum
í súpueldhúsi í Los
Angeles þar sem þau
unnu sjálfboðavinnu.
44 réttur
33 cl
psí dós
alltaf í leiðinni!
ÓDÝRT
ALLA DAGA!
19
og
PePepsídós fylgir
frítt m
eð
33 cl