Fréttablaðið - 30.12.2009, Síða 61
MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009
Veiðistangir á hálfvirði
Veiðihjól á hálfvirði
Vöðlur á hálfvirði
Veiðijakkar á hálfvirði
Línur á hálfvirði
Byssur á hálfvirði
Útivistarfatnaður á hálfvirði
Kayakar á hálfvirði
Ótrúlega útsalan
Bara í dag og bara í gær
Þetta er eina sanna útsalan
sem allir eru alltaf að tala um
Ætlar þú að missa af henni aftur?
Opið 10 til 18 í dag
Sportbúðin
Krókhálsi 5
Engin málamiðlun í gæðum
Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni.
Rannsóknir staðfesta árangur - www.celsus.is
Eykur styrk og þol vöðva
Betri árangur!
Vöðvabólga og stirðleiki
Byltingarkennt andoxunarefni !!
Lagar fljótt vöðvabólgu, stirðleika, eymsli, harðsperrur
og sinaskeiðabólgu. Gefur aukna mýkt og vellíðan.
Eykur styrk og þol vöðva. Greinilegur árangur við
líkamsrækt, álagsvinnu og ferðalög.
Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar mæla með AstaZan
AstaZan styrkir einnig húðina sem verður
fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk.
1 hylk
i á dag
.
Virkar
strax!
Tónlist ★★★
Tregagás
Ragnheiður Gröndal
Nýir fletir fundnir
Á nýjustu geislaplötu sinni
leitar Ragnheiður Gröndal
fanga í hinu stórmerkilega
þjóðlagasafni séra Bjarna
Þorsteinssonar sem fyrst
kom út upp úr aldamótunum
1900. Söngkonan hefur fengið
þungavigtarmenn í lið með sér,
þá Hauk Gröndal, Guðmund
Pétursson, Birgi Baldursson
og Matthías M.D. Hemstock,
og saman hefur þetta öfluga
kombó útsett lög og stuðst
við lagastúfa úr bók Bjarna en
aðlagað hljóma, hryn og fleira
að sínum hugmyndum, eins og
segir í upplýsingatexta.
Hugmyndin er ágæt og útkoman skemmtileg. Ragnheiður, sem hefur
fyrir löngu sannað sig sem ein af allra bestu söngkonum landsins, sýnir
hér flestar sínar bestu hliðar og kemur líka á óvart á köflum. Til að mynda
minnir sterk raddbeiting hennar í upphafslaginu Ei er andvakan góð lítt á
nokkuð sem áður hefur heyrst frá Ragnheiði á opinberum vettvangi. Raunar
verða þau tilvik þar sem tilfinningunni er gefinn laus taumurinn og gefið
í hljóðfæraleikinn að teljast eftirminnilegust, eins og lögin Að bíða þess
sem búið er og hið skemmtilega stigvaxandi Öll náttúran enn fer að deyja
(eitt best heppnaða lag plötunnar) eru góð dæmi um. Á einstaka stað ber
kappið fegurðina ofurliði og hentar rödd Ragnheiðar tæpast nægilega vel,
sérstaklega í syrpunni Ég að öllum háska hlæ – Stundum þungbær þögnin
er – Húmar að mitt hinsta kvöld. Slíkt er þó sjaldgæft.
Aðrar útsetningar kalla á að söngkonan beri á borð sína ljúfu og auð-
þekkjanlegu rödd og gerir hún það oftast nánast óaðfinnanlega, eins og
heyra má í hinum fallegu Sofðu ætíð sætan dúr, Og þótt enginn gráti og
Verndi þig englar. Nú glæðast lífsins gæði er ærslafullt og fínt, en Tvenn er
tíðin daga og nátta öllu nær því að vera svæfandi. Í lokin tæklar Ragnheiður
Vísur Vatnsenda-Rósu í þriðja sinn og megnar enn að finna nýja fleti á
snilldinni.
Téðar útsetningar leiða hlustandann í huganum vítt og breitt um álfuna
og allur hljóðfæraleikur er fagmannlegur og flottur. Í heildina er því um gott
framtak að ræða og afraksturinn eins áheyrilegur og Ragnheiður á vanda
til. Forvitnilegt verður að sjá hvort þjóðlagaarfurinn fylgir söngkonunni inn í
næstu plötu með frumsömdu efni, en þá er næsta víst að von er á góðu.
Kjartan Guðmundsson
Niðurstaða: Söngkonan hæfileikaríka leikur sér skemmtilega að þjóðlaga-
arfinum. Vel heppnuð plata.