Samtíðin - 01.10.1939, Page 7

Samtíðin - 01.10.1939, Page 7
SAMTiÐIN Október 1939 Nr. 56 6. árg., 8. hefti VAN ZEELAND, fyrverandi forsætis- ráðherra í Belgíu, var einn af þátt- takendum hins mikla alþjóðaþings kaup- sýslumanna, sem háð var í Kaupmanna- höfn í júnímánuði s.l. og flutti þar sköru- lega ræðu: Hann mælti m. a. á þessa leið: „Ég kom á þetta þing, eins og sjálfsagt ýmsir aðrir, með ugg og von í brjósti mér. Þá daga, sem ég hefi dvalist hér, hafa tortrygnin og uggurinn smám sam- an orðið að þoka fyrir auknum vonurn. Iíaupsýslumenn eru sagðir vera raunsæis- menn. Slíkt e.r vafalaust rétt. Ef þeir væru það ekki, mundu holskeflur hinna miklu örðugleika, sem þeir eiga sífelt við að etja, vafalaust ríða þeim að fullu. Öll veröldin rambar um þessar mundir á barmi glötunarinnar. Þjóðirnar liervæð- ast með ofboðslegum ákafa. Ólgan í stjórnmálunum mun ekki dvína. Alls kon- ar ofstopamenn og skýjaglópar á því sviði steyta nú linefana hver framan í annan af hinni mestu heift. Blöðin í heiminum eru full af heiftúðugum digurmælum og ýkjum, sem á engan hátt nálgast hinn raunverulega sannleika og missa þannig marks. Það er naumast of djúpt tekið í árinni, þó að ég haldi því fram, að hin pólitísku blaðaskrif séu sprottin af hatri og ástríðuþrungnu ofstæki. — — — En einmitt á þessum ægilegu tímum gerist alþjóðafélagsskapur kaupsýslumanna svo djarfur, að safna hingað á þing fulltrú- um frá 41 Iandi. Fyrstu þingfundirnir báru vott um mikla vinsemd fulltrúanna í garð hvers annars, en þó gætti þar í upphafi nokkurrar varfærni og hlédrægni ýmsra manna. Þessir annmarkar hurfu þó von bráðar, og eftir 48 klukkustunda samvistir hafði verið tekin ákvörðun um uð samþykkja tillögur, sem að efni og formi hafa vakið undrun um heim allan. Enginn okkar, sem hér erum staddir, vill gera lítið úr þeirri hættu, sem nú vofir >’fir heiminum. Hins vegar eru það að- e>ns þeir veikgeðja, er trúa því, að tor- tíming hans sé yfirvofandi. Hinir sterku munu kappkosta til hins ýtrasta að af- stýra henni. Alþjóða-verslunarráðið hef- ir um 20 undanfarin ár sýnt mikinn dugn- að og þrautseigju, og að mínu áliti er árangurinn af starfi þess hinn pýðileg- asti. Hvernig á líka góður vilji einstakra manna að njóta sín og bera árangur á annan hátt en með alþjóðlegu samstarfi, sem unnið er af fullri vinsemd og heil- um hug? Og er slíkt samstarf, eins og nú standa sakir, hugsanlegt á öðru sviði en viðskipta og fjármála? Kaupsýslumenn skilja það öðrum fremur, að þjóðirnar v e r ð a að tengjast viðskiptalegum bönd- um, sem engin glannaleg stjórnmálatog- streita fær rofið. Þeir eru þess sífelt minnugir, að á fjárliagslegri velgengni þjóðanna byggjast allar menningarlegar framfarir þeirra fyrst og fremst. Og sag- an sannar okkur, að sú stjórnmálastefna hefir lyft menningunni hæst, sem reynir til að efla heilbrigð viðskipti og bæta þar með fjárliagslega afkomu einstaklinga og þjóðfélaga. — — — Þetta alþjóðaþing kaupsýslumanna hcfir með vinsemd þeirri, sem hér hefir ríkt, og ákvörðunum þeim, er gerðar hafa verið, orðið að eins kon- ar tákni bjartsýnis og vona í heiminum. Þingið hefir kröftuglega látið í ljós hinn forna sannleik, að styrjöld, sem nú bryt- ist út, mundi verða bæði fávísleg og öll- um til hinnar mestu óþurftar. Þetta þing mun verða til þess að marka tímamót. Nú er það ríkisstjórnanna að sjá um, að þau fræ, sem hér hafa verið gróðursett af kaupsýslumönnum frá öllum álfum heimsins, nái að bera ríkulegan ávöxt til styrktar friðinum í veröldinni,“ sagði van Zeeland að lokum. Ekki þarf að orðlengja það, að hinir gagnnienluðu og þaulreyndu fjármála- og kaupsýslumenn, er sátu þetta alþjóðaþing, komust að þeirri niðurstöðu, að hafta- og einangrunarpólitík sú, er þjóðirnar hafa að undanförnu rekið á verslunarsviðinu, sé í fylsta máta óheppilegt viðskipta- fyrirkomulag.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.