Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 21
SAMTlÐIN 17 Aðalsteinn Eiríksson skólastjóri: Um uppeldi [Hinn þjóðkunni skólamaður, Aðalsteinn Eiríksson, skólastjóri að Reykjanesi við ísafjarðardjúp, hefir nýlega samið mikla ritgerð um uppeldismál. Ritgerð þessi hef- ir verið fjölrituð og send nokkrum mönn- um. Samtíðin lítur þannig á, að allur þorri lesenda sinna muni hafa gaman af að lesa ýmislegt í ritgerð Aðalsteins, og verða þvi í ])essu hefti og þrem næstu heftum birtir þeir kaflar úr ritgerðinni, sem einkum eru almenns eðlis. Hefir höf. góð- fúslega leyft Samtíðinni að birta það úr ritgerð þessari, er vér óskuðum, og kunn- um vér honum bestu þakkir fyrir þá greiðvikni. Þess skal getið, að vér höfum felf nokkuð úr inngangi þeim, er birtist í þessu hefti. Aðrir kaflarnir verða tekn- ir upp orðréttir. — Ritstj.] Inngangur. Árið 1932 voru fræðslumál sveit- anna alloft til umræðu í skólaráði landsins. Féll það einkum í minn hlut að taka þessi mál til athugun- ar. Árangurinn af því voru tillögur þær, sem koniu fram í ritgerð, sem hirtist í hlaði ungmennafélaganna, „Skinfaxa“, það ár, og hlaði kenn- arastéttarinnar, „Mentamálum“, ár- ið 1933. Tillögur þessar voru lagð- ar fyrir skólaráðið og fræðslumála- stjórnina. Var þeim tekið af mikl- um velvilja. En það var sýnt, að mál þetta var umfangsmeira en svo, að það yrði leyst af starfandi kenn- ara í Reykjavík sem skrifstofustarf, í fyrsta lagi vegna þess, að starfs- skilyrði eru þar alt önnur en úti og fræðsln Aðalsteinn Eiríksson um sveitir landsins, og í öðru lagi vegna þess, að það, sem mest er um vert, að skipulag, sem á að leiða til farsældar, verður að myndast við þróun samfara íhygli og starfi, en ekki sem hugsmíð eingöngu. Það varð því að ráði, að eg fékk til um- ráða fé úr ríkissjóði, til byggingar eins heimavistarskóla, á þeim stað, sem skilyrði væru sæmileg og aðr- ar aðstæður ekki lakari en i meðal- lagi. Reykjanes við ísafjarðardjúp varð fyrir valinu. Árið 1934 var þar bygður skóli fyrir tvo hreppa. Um haustið það ár tók skólinn til starfa. Siðan hefir verið leitast við að starfa hér samkvæmt áðurnefndum tillög- um mínum og því erindisbréfi, sem

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.