Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN kjötinu á afvikinn stað, og því næst lagðist konan til svefns með l)arnið í örmum sér. En maðurinn settist á lieybreið- una, sem hann liafði þakið hellis- gólfið með, tók upp tvo steina, sem hann hafði fundið, og fór að slá þeim saman. Öðrum steininum liélt hann niðri við gólfið, en sló liann með hinum. Flísar hrukku úr stein- unum og jafnframt eldneistar. Sól- in lækkaði á lofti. Maðurinn sat enn álútur. Hann var liugsi og andaði þungt gegnnm víðar nasaholurnar. ALT I EINU tók hann viðhragð. Milli steinanna sást eitthvað undarlegt, sem læsti sig i skrjáf- þurt lieyið. Það var rautt á litinn. Hann þefaði af því. Það var eitt- hvað alveg nýtt, og það stakk hann i nasirnar. Hann fnæsti. í heyinu hærðist lítill, gulleitur logi, og það rauk af loganum. Hann starði skelfdur á þetta. Eldurinn læsti sig um heyið og logaði hærra en áður. Ivonan lians fann einnig sviðalyktina, vaknaði nöldrandi og þreif upp stóran, svartan stein, sem hún reiddi upp yfir liöfuð sér. Ef þau hefðu verið dýr, mundu þau hafa lagt á flótta. En maður- inn aftraði konunni frá því að flýja. Þau horfðu bæði á gular eldtung- urnar, er sleiktu heyið, og fundu, að þær voru lieitar eins og sólar- geislarnir. Maðurinn ýtti meira heyi að eld- inum með fætinum. Logarnir urðu bjartari og lieitari. Hann liorfði á eldinn og á steinana, sem höfðu skapað hann. Því næst fleygði hann nokkrum þurrum greinum á logana. Þær háluðu upp, og eldurinn snark- aði. Úti fyrir féll á svart náttmyrkr- ið, en þarna inni var hjart. Úti livein kaldur og ömurlegur nætursvalinn, en inni í hellinum var ámóta hlýtt og um hábjartan daginn. I hinum smáu augum nafnlausa mannsins ljómaði hin fyrsla gleði, upphaf meðvitundarinnar um það, að hann liefði unnið sigur. Hvað annað! Hann var fyrsti hug- vitssnillingur mannkynsins — liann liafði fundið eldinn. ATLI MÁR: ÖLKOLLAN Mín kolla er betri en keisarans skál, á keisarans skál er þó glóandi vín. Og þessari kollu hefi eg selt mína sál, eg syng henni lof, það er hamingja min. Það glymur um salina hlátur og hróp, er hvelfist ó börmunum freyðandi veig. Ég drekk þetta ævintýr, teyg fyrir teyg, i trú ó þann guð, sem að ölföngin skóp. Ég er fullur. Nú ólgar og sýður mín sál og syngjandi dansar um ómælisgeim. Ég tala með ágætum annarleg mál. Ölið er búið. Ég slangra því heim. En týnt er nú vitið, — ég treysti því heitt, ég treysti því heitt, að guð sé mér nær. (Annars trúði ég engu i gær, en ölið og heimskan svo mörgu fá breytt). Ég finn ekki liúsið. Hver fjandinn er að, hver fjandinn, — ó, guð, hvar er lykillinn minn. Einhvern veginn samt álpasl á það að opna dyrnar og lyppast inn. Ég sofnaði í fötunum, fullur og sljór og fúll inn að beini og vaknaði á ný. Þó leit ég til himins og lofaði því að líta með andstygð á þjór. (Samt langar mig núna þau óhemju ósköp í bjór!) -

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.