Samtíðin - 01.10.1939, Side 19

Samtíðin - 01.10.1939, Side 19
SAMTlÐIN 15 og karldýr hafa gefið af sér 8—12 unga, og fóður lianda þessum dýr- um nemur um 100 kr. á ári, ef fisk- æti handa þeim-er keypt við sann- gjörnu verði. Það er því bersýnilegt, að minkar gefa góðan arð, ef alt er með feldu. — Hvert er álit þitt á íslenskum landbúnaði? Telur þú ekki, að æsk- an ætti að leita sér verkefna i sveit- um landsins í ríkara mæli en hún gerir nú? — Ég hef bjargfasta trú á ís- lenskum landbúnaði, sé liann rek- inn i smáum stíl. Mér finst mikið djúp staðfest milli þess, að búa i sveit og að fá að ráða sér sjálfur, og hins, að lifa á vinnusnöpum á evrinni við sjóinn, vera þar oft at- vinnulaus eða í einhverri svonefndri atvinnubótavinnu öðru hverju. Ég álít, segir Gunnar Sigurðsson að lokum, — að æskan eigi að nema sveitirnar á ný og brjóta þar land til ræktunar. Landið okkar hefir svo undurmargt að bjóða áhuga- sömu fólki. Fólksstraumurinn iir sveitunum er hörmulegt böl, sem stemma verður stigu fyrir, ef hér á ekki alt að fara i kalda kol. Og hver ætti fremur að berjast gegn eyðingu sveitanna en æskan, sem á að erfa landið? Ég álit, að hér beri að taka upp þegnskylduvinnu, þar sem æskufólk læri að vinna gagn- leg störf i þágu alþjóðar, læri að bera lotningu fyrir hvers konar hollri og sjálfsagðri vinnu og fái ímugust á iðjuleysi og vingulshætti. \Ð ER BÆÐI skemtilegt og lærdómsríkt, að skoða hinn myndarlega húskap í Gunnarshólma og hlíta í því efni leiðsögu þeirra hjóna, sem eru samvalin um ráð- deild og dugnað. — Mér þótti vænt um, þegar blessuð rafmagnsljósin lýstu okkur hér í fyrsta sinn árið 1933, sagði frú Margrét, þegar við vorum að skoða rafveituna við Hólmsá, skamt frá bænum. Vegna jafnlendis hefur orðið að skapa vatninu lialla með liárri stíflu í ánni. Túnið í Gunarshólma er orðið um 50 dagsláttur að stærð. Við ræktun þess hafa komið upp mörg þúsund vagnhlöss af grjóti. Ilefir nokkru af ]>ví verið ekið í veginn, dálítið Iiefir verið notað til húsagerðar, en mikið af grjótinu liefur verið notað til lagfæringar á árbakkanum, til varnar Iandbroti. Heyfengsins af hinu mikla túni er'áður getið, en úr görðunum fást nú um 100 tunn- nr af gulrófum, til skepnufóðurs, en auk þess nokkuð af kartöflum og ýmis konar grænmeti. Á þessu stórbúi starfa að vetrar- lagi sex karlmenn og ein stúlka, en tólf manns á sumrin, auk þeirra bjóna og barna þeirra. Það, sem oss virðist einkum einkenna bii- skapinn í Gunnarshólma, er hin á- kveðna verkaskipting, sem þar rik- ir að sjálfsögðu, og myndarbragur í öllum greinum. Hér hefur bersýni- lega ekkert verið til sparað, hvorki fé né fyrirhöfn. Búskapurinn minn- ir mjög á erlent stórbú. En þeir, sem muna gretta hraunflákann, sem var fvrir nokkrum árum þar, sem nú er iðjagrænn og eggsléttur töðuvöll- ur, hugsa ef til vill sumir hverjir

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.