Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 31
SAMTlÐIN 27 ERKIBISKUPINN af Canterbury sagði nýlega í efri málsstofu enska þingsins: — Enda þótt vígbúnaður vor og stríðsæsingar byggist á hatramleg- um bugsunarbætti, og slíkt sé fá- ránlegt, eftir þær ógnir, sem heims- styrjöldin opinberaði oss, þá verð- um vér nauðug viljug að taka þátl í hinum æðisgengna djöfladansi stórveldanna, af því að oss er Ijóst, að friður er ekki helgastur af öllu. Friður er í sjálfu sér ekki neitt eftirsóknarvert ástand, ef hann byggist á óheilbrigðum forsendum. Hann verður að byggjast á réttlæti og frelsi. Annars er hann eins og eyðimörk, sem fólkið hefir verið gint út á ófyrirsynju, þar sem ekki vottar fyrir neinum þeim gróður- blettum, sem vér í daglegu lali nefnum göfugar liugsjónir. Velferð vor krefst þess, að vér verjum frelsi vort og sjálfstæði til þess ýtrasta, jafuvel þótt vér verðum að grípa til vopna í þeirri vörn. SIR SAMUEL HOARE, liinn nafnkunni breski ráðherra, sem talinn er eitt bið mesta göfugmenni, er komið befir nálægt stjórnmál- um í heiminum á þessari öld, hefir nýlega gert eftirfarandi játningu: — Aldrei líður mér betur en þeg- ar ég' er staddur á einhverjum leik- vangi og mér tekst að ganga leikn- um á hönd af heilum hug. Mig gild- ir einu, livort eg er að leika tennis á eggsléttri grund, eða ég læt kylf- una ríða á golfknöttinn, svo að hann þýtur af stað eins og vængjuð vera. Lágmarkssöluverð á kartöflum lil verslana er ákveðið: 15. sept. til 31. okt. kr. 22.00 pr. 100 kg. Innkaupsverð Grænmetisversl- unar ríkisins má vera all að þrem- ur krónum lægra, eða kr. 19.00 liver 100 kg. Smásöluálagning (við sölu í lausri vigt) má ekki fara fram úr 10%, miðað við bið ákveðna sölu- verð til verslana. Heimilt er þó verslunum, er af einhverjum ástæðum kaupa kart- öflur hærra verði en binu ákveðna lágmarksverði, að Iiaga smásölu- álagningu sinni þannig, að hún sé alt að 40% af innkaupsverðinu. Hið setta verðlag er miðað við góða og ógallaða vöru. Verðlagsnefnd Grænmetisversluöar ríkislns.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.