Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN ur í flutningskostnað fyrir hvern bílfarm af honum, en sandinn fékk ég ókeypis. — Ætlaðirðu þér í fyrstu að reka liér kúabú eingöngu? — Kúa- og hænsnahú jöfnum höndum. Þá var stórkostleg eggja- þurð hér á landi, svo að árið 1928 voru samkvæmt hagskýrslum flutt inn 60.330 kg. af eggjum fyrir 145.- 740 krónur. Hér var því ærið verk- efni. Þá var leyfilegt að selja mjólk héðan beint til neytenda í Revkja- vík, og verðið var 36—40 aurar pr. lítra. Nú fæ ég þetta 25—27 aura fyrir hvern mjólkurlítra hjá Mjólk- ursamsölunni. Slíkt er mjög mikill verðmunur, eins og allir hljóta að sjá, og hefði mig órað fvrir þvi, að mjólkursalan mundi komast í núverandi horf, hefði ég tvimæla- Iaust farið liægara i sakirnar með ræktun og kúabúskap. Annars álít ég, að mjólkurneysla landsmanna verði allra hluta vegna að aukast að miklum mun. En til þess, að slíkt megi ske, þarf að selja neyt- endum hana ódýrara en nú er gert. Hins vegar tel ég, að söluverð bænda þyrfti að hækka nokkuð, en slepp- um þvi. — Hve stói’t er búið hér? — Við höfum eins og stendur 30 nautgripi, enda er heyfengur af ræktuðu landi orðinn um 1100 hest- ar. Auk þess höfum við 75 ær, 6 brúkunarhesta, fáein stóðhross og um 1000 hænsni. — Eru refa- og minkabúin hér ný? — Ég hyrjaði refarækt með silf- urrefi árið 1931. Þá keypti ég tvær kvnbótalæður frá Noregi og auk þess fjögur dýr frá Emil Rokstad á Bjarmalandi. Nú eru liér milli 40 og 50 undaneldisdýr, og hlómgast þessi búskapur prýðilega. Þá lief ég nýlega komið hér upp minka- búi í smáum stíl. — Hvert er álit þitt á loðdýra- rækt hér á landi? — Það hefur nú verið ærið mis- jafnlega fyrir henni spáð, en ég er þeirrar skoðunar, að loðdýr ættu að vera hér ekki einungis i hverj- um kaupstað og sjóþorpi, heldur einnig á hverju einasta sveitaheim- ili. Bændur ættu að hefja loðdýra- rækt í smáum stíl á hverjum bæ, ]>vi að þar tilfellst svo mikið af alls konar ágætis refafóðri, svo sem mjólk, kjöti, eggjum og grænmeti. Fiskimjöl þyrftu menn að kaupa að þar, sem ekki næst í nýjan fisk. Ég vil hcldur eiga eina góða ref- hcðu en hestu kúna hér í fjósinu, segir Gunnar og leggur áherslu á orðin. — Refaskinn eru útflutnings- vara, sem gætu skapað Islendingum erlendan gjaldeyri, svo a'ð mörgum miljónum króna skiptir. Þegar menn eru komnir á lagið með loð- dýraræktina, á æxlun dýranna að vera örugg. — Stendur þér nokkur stuggur af minkum? — Siður en svo! Ég tel það hand- vömm eina, að minkar skuli hafa sloppið úr búrum. Öruggar minka- girðingar eru tiltölulega ódýrar. Fjölgun hjá minkum er mikil. Ég hef fengið 4—6 minkaunga undan hverri læðu til jafnaðar, og 30—40 kr. fyrir hvert skinn. Tvær læður

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.