Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 Winston S. Churchill: Mens England sov. Þessi mikla bók geymir 40 ræður eftir liinn heimsfræga enska stjórnmálamann, sem nú er ný- orðinn flotamálaráðherra Breta. Bókinni e'r skipt í þrjá kafla: 1. Þýskaland afvopnað, 2. Þýskaland hervæðist á ný, 3. Þýskaland hefir Iiervæðst. Fjalla ræðumar, sem flestar liafa verið fluttar i hreslca þinginu, um utanríkispólitík og hervæðing þjóðanna á árunum 1932—38. Churcliill virðist hafa skilið hetur en flestir aðrir stjórn- málamenn ntan Þýskalands, hvert stefndi um liervæðing Þjóðverja, og er þessi hók lians afar athyglis- verð einmitt á þeim miklu örlaga- tímum, sem nú standa yfir. — 333 hls. Martin Andersen Nexö, liinn nafn- frægi danski ritliöfundur, sem náð liefir allmiklum vinsældum hér á landi fyrir skáldsögur sínar, hefir nýlega skrifað endurminningar sín- ar frá æskuárunum. Þetta er mik- ið verk í fjórum bindum, og er það hæði skemtilegt aflestrar og sér- stætt í sinni röð. Martin Andersen Nexö er fæddur í Kaupmanna- liöfn, 26. júní 1869, og er þvi ný- lega sjötugur. Ungur fluttist hann til bæjarins Nexö á Borgundar- hólmi og tók sér síðar nafn eftir honum. 1. hindi æviminninga skáldsins nefnist Et lille Kræ. Lýs- ir Nexö þar 8 fyrstu uppvaxtarár- um sínum, og gerist nokkur hluti frásagnarinnar í einu ógeðfeldasta fátækrahvel’fi Khafnar. Vér kynn- umst hér, eins og í skáldsögum Nexös, fátæklingum, er heyja vá- lega haráttu við hungur, myrk- ur og kulda. Bindinu lýkur með því, að höf. flyst til Borgundar- hólms. 201 hls. Verð d. kr. 5,75. 2. hindi þessa verks, Under aaben Himmel, segir frá ævi skáldsins frá 8 ára aldri og fram til fermingar. Iiér, á Borgundar- hólmi, opnar höf. lesandanum nýj- an heim, geysifrábrugðinn Kliafn- arlífinu, og hér opnast hugur hins verðandi skálds fyrir marghreyti- leik tilverunnar. 201 hls. Ve'rð d. kr. 5,75. 3. hindi verksins, For Lud og koldt Vand, f jallar um æskuár höf- undar meðal hænda og iðnaðar- manna á Borgundarhólmi. Lestr- arlningur liinnar ungu skáldsálar vaknar, og örlögin þrýsta höfundí nær ríthöfundarköllun lians. Hann reynir á allan hátt að afla sér mentunar, en lífskjörin eru hörð. 180 hls. Verð d. kr. 5,75. 4. og síðasta hindi þessa ve’rks, Vejs Ende, nær þangað fram, sem rithöfundarstarf Nexös hefst. — Fyrst er lýst tveim námsárum á lýðháskólanum í Askov, og bregð- ur höf. hér upp ógleymanlegri mynd af þessu vinsæla mentabóli danskrar alþýðu, sem studdi al- þýðumentun Dana einmitt vel um þær munir. 153 bls. Verð d. kr. 5,75. — Bókum þessum hefir ver- ið telcið með aðdáun og fögnuði í Danmörku, enda efru þær hæði menningarsaga og listaverk.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.