Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN Niðursuðuverksmiðj a S. í. F. Viötal við Þorvald Guðmundsson, forstjóra Sú var tíðin, að íslendingar stund- uðu aðeins einn atvinnuveg, land- búnað. Svo var þetta öldum sam- au. Fiskveiðar voru þá mestmegnis stundaðar af útróðramönnum úr sveitum landsins, en vitanlega einn- ig af þeim, er bjuggu við sjávar- síðuna. 1!). öldin og það, sem af er jjess- ari öld, liefir skapað gerbreytingu á l'iskveiðum landsmanna. íslend- ingar bafa nú komist á lagið með að breyta útgerð sinni i nýtísku at- vinnugrein, og árlega er sjófang, svo að nemur mörgum miljónum króna, sótt í fang Ægis. Eitt bið nýjasta framtak á sviði fiskimála vorra er stofnun hinnar myndarlegu niðursuðuverksmiðju Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda við Lindargötu í Reykja- vík. Hún tók til starfa 1. okt. 1938 og er því nákvæmlega ársgömul. Samtíðin hefur álitið rétt að biða með frásögn um þelta fyrirtæki, þangað lil nokkur reynsla væri fengin af starfrækslu þess. En al- veg nýlega skoðuðum vér verk- smiðjuna og báðum i því sambandi forstjóra hennar að segja lesendum vorum frá starfsemi hennar í stór- um dráttum. Honurn fórust þannig orð: - Þessi verksmiðja var stofnuð af S.Í.F. í þeim tilgangi að skapa meiri fjölbreytni en áður tíðkaðist Þorvaldur Guðmundsson í framleiðslu íslenskra sjávarafurða. Menn litu þannig á, að hér á landi ættu síst að vera lakaii skilyrði til slíkrar framleiðslu en í nágranna- löndum okkar, en Norðmenn liafa, sem kunnugt er, rekið fiskniðursuðu í stórum stíl um margra ára skeið, og er sú starfræksla víðkunn. Verksmiðjan hér er búin öllum nýjustu og fullkomnustu tækjum í sinni grein, Ég held, að mér sé ó- bætt að fullyrða, að vélar okkar og starfsaðferðir jafnist fullkomlega á við það, sem tiðkast í bestu sanis konar erlendum verksmiðjum, enda er tilgangslaust að ætla sér að keppa við aðrar þjóðir á jjessu sviði með lélegri tækjum og aðbúnaði en þær hafa sjálfar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.