Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 13
SAMTIÐIN 9 FRÆGIR SAMTÍÐARMENN Daladier Hinn niikli harmleikur, sem nú fer fram i Evrópu, beinir hugum allra að mönnum þeim, sem hér eru birtar myndir af. Édouard Daladier, forsætisráðherra Frakka, er fæddur 1884. Hann var upphaflega kennari. Árið 1919 komst hann á þing sem fulltrúi róttæka flokksins. Hann var nýlendumálaráðh. 1924— 25, hermálaráðh. í okt. 1925 og kenslumálaráðh. 1925—26. Frá des. 1930— jan. 1931 var Daladier ráðh. opinberra framkvæmda. 1932 varð hann hermálaráðh. í ráðuneyti Paul Boncours og for- sætisráðh. 1. jan. 1933, en ráðuneyti hans fór frá i okt. sama ár. Hermáíáráðh. í ráðuneyt- um þeirra Sarrauts og Chautemps, forsætis- ráðh. 31. jan.—8. febr. 1934, hermálaráðh. 1936 og í mars 1938, forsætisráðh. síðan í apríl 1938 og nú auk þess hermála- og utanríkisráðherra. Adolf Hitler, leiðtogi (Fúh- rer) og ríkis- kanslariÞýska- lands, er fædd- ur i Braunau í Austurríki árið 1889.HitIer var upphafl. iðnað- arm. Fór 1912 til Múnchen og Chamberlain gerðist þar aug- lýsingateiknari o. fl. Sjálfboðaliði í her Þjóð- verja i stríðinu 1914—18. Var H. þá gerður undirforingi. Ár- ið 1919 varð hann 7. meðlimur þýska vérkamannaflokksins og síðar form. hans. 9. nóv. 1923 mistókst þeim félögum uppreisn í Múnchen, og lenti H. þá í fangelsi. Beit hann þá bók sína, „Mein Kampf“. Flokk sinn end- Hitler urreisti hann 24. febr. 1925. H. varð þýskur ríkisborgari 1932. Ríkiskanslari Þýskalands varð liann 30. jan. 1933, en rikisleiðtogi við lát Hindenburgs, 2. ág. 1934, samkv. lögum, er sameinuðu rikis- kanslara- og forsetaembættið. Ignacy Moscicki, forseti Póllands, er fæddur 1867. Hann er efnafræðingur að mentun. Árið 1897 varð hann aðstoðarm. við rafmagnsfræði- deild háskólans í F’’ribourg, en árið 1912 próf. i rafmagnsfr. við háskólann í Lemberg. M. hef- ur gert ýmsar merkilegar uppfyndingar og veitt Moscicki verksmiðjum forstöðu. Hann var kosinn for- seti Póllands 1. júní 1926 og endurkosinn 1933 fyrir árabilið 1933—40. Við andlát Pilsudskis og með nýrri stjórnarskrá 1935 öðlaðist Moscicki verulega aukin völd. Molotov, forsætis- og utanrikisráðherra Sovét-Rússlands, er fæddur 1890. Hann hefur lært hagfræði. Æviferill hans var mjög byltingakendur, þar til hann öðlaðist valdaaðstöðu. Síðan 1926 hefur M. verið meðl. í framkv.ráði alþjóðasambands komniún- ista. Hann undirritaði af hálfu Rússa liinn fræga vináttusamn- ing við Þjóðverja, skömmu áður en Evrópu-styrjöldin skall á. Hafa fáar undirskriftir vakið aðra eins furðu á þessari öld. Molotov Neville Chamberlain, forsætisráðherra Breta, er fæddur árið 1869. Á árunum 1890—97 var hann búsettur á Bahamaeyjunum, en gerðist þvi næst kaupmaður í Birmingham og var borgarstjóri þar á árunum 1915—16. I heims- styrjöldinni, sem hófst 1914, var hann um skeið forstjóri hins borgaralega herskyldu- ráðs. Kosinn þingm. í Birming- ham 1918, póstmálaráðh. í ráðu- neyti Bonar Law’s 1922—23, heilbrigðismálaráðh. nokkurn hluta árs 1923, póstmálaráðh. í fyrra ráðuneyti Stanley Bald- win’s (1923—24), en síðan fjár- málaráðli. f öðru ráðun. Bald- win’s var Chamberlain heil- brigðismálaráðh. (1924—29). Fjármálaráðh. varð hann í ráðun.MacDon- ald’s 1931 og áfram í ráðun. Baldwins. For- sætisrúðherra Breta hefir Ne- ville Chamber- lain verið frá því í maí árið 1937.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.