Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 23
SAMTIÐIN 19 slóðir. Sú list virðist vera næsta tor- lærð, að gæta þar liófs. Hættan vof- ir tvens konar yfir, annars vegar stirðnað og danðasljótt afturhald, liins vegar rótlaust og stefnulaust fálm, sem ekki veit fótum sínum forráð. Þá reynir á eðli vort, upp- eldið og þá fræðslu, sem vér höfum lilotið, Iivort vér leiidum í hópi hinna hóflausu, eða hvort vér ná- uiri því jafnvægi, sem veitir þrek í karlmannlegri og drengilegri menningar- og athafnabaráttu. Frá því á morgni mannkynsins hafa mennirnir glímt við þetta tor- velda viðfangsefni, sjálfrátt og ó- sjálfrátt. Árangur þeirrar baráttu er menning þjóðanna. Þrár og draumar mannanna, um fullkomn- ara og farsælla mannlíf, benda til takmarksins, en leiðin til þess ligg- ur i gegnum mannlegar þjáningar, vonbrigða og ósigra. Ávinningurinn er reynsla og þekking, en einn á- vöxtur þess er nútimaþekking og vísindi i sálfræði og uppeldi. Feg- ursti og frumlegasti þáttur mann- legs eðlis, foreldraástin, liefir fætt af sér þessa þekkingu, ekki til þess að bún skuli vera háleit s]ieki nokk- urra sérfræðinga, heldur að hún verði hin háleita og einfalda viska, sem gangi í þjónustu mannlífsins i vitund allra foreldra og uppalenda. Hlutverk foreldra í uppeldi og fræðslu, sem lífið hefir lagt þeim á herðar, verður aldrei leyst til fullnustu af öðrum en þeim. Upp- eldisfræðingar og kennarar veita þar til aðstoð sína. Hún getur verið dýrmæt og ómetanleg, ef samvinna og samúð ræður starfi. Öll opinber íhlutun um uppeldi og fræðslu mið- ar aj því, að jafna aðstöðu heim- ilanna, að gegna þeiiVi skyldi.m sem best, aðstoða þau og sjá um, að ekki sé vanrækt neitt það, sem einstakl- ingum og þjóðinni í heild er fyrir hestu til menningarlegs þroska. Heimilin og skólárnir í landinu standa undir þessum vanda. Þessir aðilar verða að taka höndum sam- an, vinna saman, stefna i sömu átt, fram á leið, og rikið að veita til allan stuðning, er það má. Samfará mikilli viðleitni til umbóta i atvinnuháttum, þarf að fara fram sem nákvæmust athugun á, hvern- ig uppeldis- og fræðslustarf heim- ila og skóla geti borið bestan ár- angur. Framh. Smlöh ðílað uáuklcmcLcL BÓNIÐ FlNA ER BÆJARINS BESTA BÓN

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.