Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 12
8 SAMTIWN Leland Stowe : Svo mælti Adolf Hitler fy ANN 26. SEPT. 1938 stóð Adolf Hitler í Iþróttahöllinni í Berlín og gaf heiminum eftirfar- andi yfirlýsingu: „£údetalaudið er síðasla land- svæði í Evrópu, sem ég mun gera kröfu til að ná yfirráðum yfir.“ Hér skulu enn fremur tilfærð nokkur ummæli Hitlers frá síðustu árum: 1 ágúst 1933 sagði hann: „Meðan ég er ríkiskanslari, skal ekkert stríð verða, nema á okkur verði ráðist af öðrum þjóðum.“ Þann 30. janúar 193k sagði liann: „Þýska stjórnin er fús til og stað- ráðin í að hlíta að öllu leyti Loear- no-sáttmálanum.“ / maí 1935 sagði hann (í viðlali við Edward Price Bell, er Bell hafði spurt, hvort Þjóðverjar mundu fara í stríð vegna tilkalls til nokkurra landa): „Nei. Við höfum hátíðlega liafn- að öllum slíkum áformum. Þýska- land þjóðernis-jafnaðarstefnunnar mun aldrei óvirða sjálft sig og svikja mannkynið með því að rjúfa samning, sem það liefir undirskrif- að af fúsum vilja.“ En 7. mars 1936 sendi Hitler þýsk- ar hersveitir inn í Rínarhéruðin og rauf þannig gersamlega Locarno- sáttmálann. Þann 21. maí 1935 sagði Hitler: „Þýskaland óskar hvorki né hef- ur i hyggju að blanda sér í innan- ríkismálaefni Austurrikis né inn- lima það Þýskalandi.“ Þann 12. febrúar 1938 sagði Hit- ler (við Schusclmigg, kanslara Austurríkis, i viðræðu, sem þeir átlu i Berclitesgaden): „Hvað á alt þetta málæði um sjálfstæði ykkar að þýða? Hér er ekki um það að ræða, hvort Austur- ríki eigi að halda sjálfstæði sínu eða ekki. Það er aðeins eilt, sem komið getur til umræðu: Óskið þér, að innlimun lands yðar fari fram með blóðsúthellingum eða án þeirra? Takið hvorn kostinn, sem vður líkar hetur.“ Þann 7. mars 1936 sagði hann: „Tékkóslóvakía hefir altaf farið að dæmi Póllands og fylgt þeirri venju, að fara sjálf með málefni sin. Þýskaland óskar ekki eftir að ráðast á þessi ríki. — — -—- Eftir þriggja ára starf, álít ég, að ég geti í dag litið svo á, að baráttunni fyr- ir jafnrétti Þýskalands sé lokið. Við óskum ekki eftir neinum landvinn- ingum i Evrópu.“ (Úr New York Herald Tribune). Á þeim örðugu tímum, sem nú fara í hönd, er Samtíðinni mikil þörf á því, að allir áskrifendur hennar reynist henni tryggir og skilvísir. Einnig eru það nú eindregin tilmæli vor, að vin- ir ritsins reyni að safna því nýjum skil- vísum áskrifendum. Munið, að Samtíðin flytur árlega 320 bls. af völdu efni úr bestu erlendum blöðum og tímaritum, og að áskriftargjaldið e>- aðeins 5 k r ó n u r. Vér þökkum fyrirfram þá velvild, sem vér erum sannfærðir um, að ritinu verð- ur sýnd.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.