Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN eg fékk jafnhliða skólastjörastarfi minu. I erindisbréfinu segir: „Skul- uð þér gera tillögur um starfshætti og námsskrá heimavistarbarnaskóla í sveitum. . . Er til þess ætlast, að rannsókn yðar og' athugun beinist að öllu því, er snertir umbætur á barnafræðslu og uppeldi í sveita- skólum“. Áður var nokkur reynsla fengin fyrir starfrækslu heimavist- arskóla. Var starfsemin hér bygð á þeirri reynslu. Það lætur að líkum, að með því starfi, sem eg hefi haft með liönd- um hér við Reykjanesskólann, hef- ir mér reynst örðugt, tímans vegna, að ferðast um, kynna mér ástand og aðstæður í hinum ýmsu lands- hlutum. Ég fór því þá leið, að hafa bréfasamband við kennara og ýmsa •áhugamenn, um uppeldis- og fræðslumál. Hafa þeir langflestir snúist vel og drengilega við, látið mér í té ýmsar athygliverðar upp- lýsingar, sem vikið verður að síð- ar. Uppeldis- og fræðslumál eru höfuðverkefni og viðfangsefni hverrar kynslóðar. Eins og högum vor íslendinga er háttað, og reynd- ar allra menningarþjóða, þá falla þessi verkefni einkum í skaut skóla og heimila. Um árangurinn fer því fvrst og fremst eftir því, hvernig þessar tvær stofnanir eru vaxnar starfi sinu, hvernig þær samstilla krafta sína og vinna saman að úr- lausn hins sameiginlega víðfangs- efnís. Uppeldi og fræðsla. ..Fjórðungi bregður til fósturs“ er sagt, og er það vafalaust varlega á- ætlað. Auðvitað er næsta erfitt að draga skírar línur milli ])ess, livort má sin meira, uppeldi eða eðli. En uppeldi og fræðslu beitum vér, til að leiða rangsnúið eðli vort á lieil- brigðari brautir, að lyfta anda vor- um frá sérhyggju til æðri sjónar- miða, að tileinka oss menningararf feðranna, veita viðtöku og kunna að beita nýrri þekkingu og nýrri tækni, án þess að missa fótfestu í þjóðlegri menningu, sem orðið hef- ir til fyrir lífsbaráttu kynslóðanna og náið samlíf mannanna við nátt- úru ættlandsins. Hugsjónin er vaxandi siðferði- legur þroski, sem birtist í fegurra heimilislífi og hróðurlegu samstarfi i þjóðfélaginu, ásamt frjóum vexti í listum, vísindum, bókmentum og áthafnalífi. Up])eldið og' fræðslan, til ills eða góðs, byrjar svo að segja frá fæð- ingu. Það er fyrst og fremst í hönd- um foreldranna. Síðar gætir meir og meir áhrifa frá öllu heimilisfólk- inu og öðrum, sem umgangast barn- ið, þar næst tekur skólinn nokkurn hlut þess á sínar herðar, síðar er það félagslífið, eins og það birtist á hverjum tíma, bökmentir, útvarp, kvikmyndir og ýms menningarleg fyrirbrigði nútimans, nýjar stefnur i trúmálum og stjórnmálum o. s. frv., sem valda miklu um það, hvernig sá fullveðja einstaklingur er, sem þá og þá stendur frammi fyrir því að stofna heimili og verða starfandi og ábyrgur þegn í þjóðfé- laginu. Erfðavenjur og tíska togast á um einstaklinga og heilar kyn-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.