Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.10.1939, Blaðsíða 17
SAMTIÐIN 13 Heimsókn að Gunnarshólma FYRIR NOKKRUM ÁRUM keypti skagfirskur bóndasonur, Gunn- ar Sigurðsson, sem þá liafði um nokkurt skeið rekið verslun í Reykjavík, allmikla landspildu með- fram Hólmsá að sunnan. Land þetta er nál. 15 km. frá Reykjavík og telst til Seltjarnarneshrepps. Það takmarkast af Hólmsá að norðan, en á aðra vegu við það rennur læk- ur, svo að í raun réttri er þetta e. k. eyja. Kendi hinn nýi eigandi landið við sig og kallaði það Gunn- arsliólma. Þegar Gunnar Sigurðsson keypti ])etta land, var það rotið og grýtt hraunlendi með nokkrum valllend- isflákum meðfram Hólmsá. Nú l)Iasa þarna við ferðamönnum, sem um veginn fara, reisulegar hygging- ar: íbúðarhús, fjós, hlöður, svína- hús, hesthús, hænsnahús, loðdýra- húr í tvennu lagi, gejmisluhús og rafstöð. En öll þessi mannvirki eru umvafin víðáttumiklu, eggsléttu graslendi og stórum matjurtagörð- um. Þeir eru margir, sem árlega sjá mannvirkin í Gunnarsliólma í leift- ursýn úr bílum, því að þjóðvegur- inn austur yfir Fjall liggur um liólmann. Höfum vér engan þann mann fyrir hitt, er minst hafi á þetta landnám Gunnars Sigurðsson- ar, án þess að hjá honum hafi kent aðdáunar á bjartsýni og dugnaði landnemans, því að mörgum mun hafa þótt næsta óárennilegt að brjóta þarna land til ræktunar. Samtíðin er þeirrar skoðunar, að sú trú á land vort, er lýsir sér í aukinni ræktun, sé eitthvert liið gleðilegasta fyrirbrigði í nútið. Og í hvert skipti, sem kaupstaðarhúi gerist ræktunarmaður í sveit, legg- ur hann sinn skerf lil þess, að draga úr því gæfuleysi, er íslendingum stafar af fólksflóttanum úr sveitum landsins, flóttanum frá frelsi, við- lendi og óþrjótandi viðfangsefnum, til þröngbýlis og því miður oft at- vinnuleysis og örbirgðar. Yér litum svo á, að skylt sé að halda á lofti hverri þeirri athöfn, er miðar að því, að gera land vort byggilegra en áður og auka afrakstur þess. Því heimsóttum vér á dögunum hjón- in i Gunnarshólma, frú Margrétu Gunnarsdóttur og Gunnar Sigurðs- son, og háðum Gunnar i því sam- bandi að skýra Samtíðinni nokkuð frá tildrögum þessa landnáms og framkvæmdum sínum í Gunnars- hólma. Honum fórust þannig orð: -—■ Mig langaði til að reisa mér sumarbústað og rækta blett mér til gamans. Þetta hrjóstruga land varð fyrir valinu. Ég festi kaup á því árið 1927 og reisti íbúðarhúsið hér árið eftir. Þá var miklu ódýrara að byggja en nú. Sementstunnan kost- aði þá aðeins 9 krónur (nú kr. 14.50) og fetið í battingnum yar ekki nema 11 aurar (nú 23 aurar). Saumur og annað byggingarefni var þá að sama skapi ódýrara en það er nú. Ég sótti sandinn i steypuna upp á Sandskeið og greiddi 4 krón-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.