Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 1
30. janúar 2010 — 25. tölublað — 10. árgangur
Icesave fyrir
ráðvillta þjóð
SLÖNGUSPIL 24
TÍSKA 42
Katrín Jakobsdóttir um
niðurskurð hjá RÚV og
ástandið í VG
MENNTAMÁL 30
Hefðarmeyjar
hjá Dior
Fréttablaðið er með 143% meiri
lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað,
höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára.
Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009.
Allt sem þú þarft...
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
71,4%
29,3%
TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG
Sölufulltrúar
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426
Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Hefur þú áhuga á að starfa
við hjálparstörf erlendis?
Rauði kross Íslands auglýsir eftir umsóknum um þátttöku í sendifulltrúanámskeiði félagsins.Námskeiðið er tvíþætt og fer fyrri hluti þess fram á netinu en seinni hlutinn verður haldinn í Munaðarnesi 21. – 26. mars næstkomandi. Alls verða 25 umsækjendur valdir inn á námskeiðiðen þátttaka í því er forsenda þess að geta starfað sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands áalþjóðavettvangi en veitir þó ekki tryggingu fyrir slíku starfi.
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
Þátttökuskilyrði eru m.a. fagmenntun og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla í viðkomandifagi eftir nám. Mjög góðrar enskukunnáttu í töluðu og skrifuðu máli er krafist en mikill kostur er ef umsækjandi hefur góð tök á frönsku og /eða arabísku og /eða spænsku.
Rauði kross Íslands leitar sérstaklega að sérfræðingum á sviði heilbrigðis og verkfræði semgætu starfað með Alþjóða Rauða krossinum í kjölfar náttúruhamfara og/eða á átakasvæðumen einnig frönskumælandi fólki með háskólamenntun á sviði lögfræði eða mannréttinda tilað starfa að vernd almennings á átakasvæðum.
Reynsla af skýrsluskrifum, verkefna- og fjármálastjórnun er mikill kostur fyrir öll ofangreind störf sem og starfsreynsla á alþjóðavettvangi.
Umsóknir berist með tölvupósti til Kristínar Ólafsdóttur verkefnisstjóra á alþjóðasviði Rauðakross Íslands (kristinolafs@redcross.is) fyrir 10. febrúar næstkomandi.
Umsækjendur er vinsamlegast beðnir um að nota staðlað umsóknareyðublað sem er aðfinna á heimasíðu Rauða krossins www.raudikrossinn.is en þar er einnig að finna nánariupplýsingar um námskeiðið og þátttökuskilyrði. Öllum umsóknum verður svarað.
Já leitar að góðum verkefnastjóra sem á auðvelt með að koma fram í sjónvarpiog vill taka þátt í því að hjálpa til við jákvæð verkefni á næstu mánuðum.
Við leitum að bjartsýnni og jákvæðri keppnismanneskju sem vill hafa áhrif og hjálpa öðrum.
Við leitum að aðila sem er hamingjusamur, skemmtilegur og áreiðanlegur.
Verkefnastjórinn þarf að búa yfir almennri þekkingu
á þjónustu Já og kunna að nota Símaskrána, Já 118 og Já.is.
Er ég
að leita að
þér?
Umsóknarfrestur rennur út 8. febrúar 2010.
Umsækjendur eru beðnir um að senda inn umsókn ásamt ferilskrá á netfangið gunnarth@ja.is.
Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar Thorberg Sigurðsson í síma 864 4123.
menning
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ]
janúar 2010
Fyrir nokkrum árum tók einn reyndasti
kvikmyndagerðarmaður landsins, Ari
Kristinsson, ákvörðun um að taka undir
sig heljarinnar stafrænt stökk eða deyja
ella með fi lmunni. Síðan hefur hann
verið í fararbroddi kvikmyndatöku-
manna sem nýta sér nýjustu tækni til að
skapa nýja heima fyrir áhorfendur að
hverfa inn í. Ari segir hljóðláta byltingu
hafa átt sér stað í kvikmyndagerð.
KVIKMYNDIR HÓLMFRÍÐUR HELGA SIGURÐAR-
DÓTTIR
Þ
essa dagana situr Ari Kristinsson yfir eftir-
vinnslu á nýrri kvikmynd eftir Grím
Hákonarson, Sumarlandið. Fyrir nokkrum
árum hefði sú vinna farið fram einhvers
staðar í útlöndum. Þar hefði Ari setið
dögum og jafnvel mánuðum saman í herbergi með
ókunnugum manni og borið litaspjöld saman við film-
ur á ljósaborði. Nú er filman horfin af sjónarsviðinu
og stafræna tæknin tekin yfir. Þetta er bylting, segir
Ari. „Núna eru kvikmyndir að hluta til búnar til eftir
á. Þar af leiðandi tekur maður myndirnar með allt
öðru hugarfari. Á meðan þetta var allt á filmu varðstu
að klára þetta allt á tökustað. Nú þarftu að sjá til þess
að grunnatriði séu í lagi. Mörg smáatriði og auka-
atriði geturðu lagað seinna. Það hefur orðið bylting í
kvikmyndabransanum sem ég held að fólk almennt
geri sér enga grein fyrir. Ég er svo sem ekki hissa á
því, enda áttar stór hluti þeirra sem er að gera
kvikmyndir sig ekki á henni heldur.“
Hann játar að það geti verið skrýtið fyrir mann
sem hefur notað filmu mestallt sitt líf að sumt líti
beinlínis illa út á tökustað. „Jú, það getur verið dálítið
óþægilegt. En þegar ég efast verð ég að trúa á mínar
fyrri tilraunir. Það sparar heilmikinn tíma í mynda-
töku að vinna þetta svona. Atriði í heild er kannski
tekið upp á mörgum mismunandi og jafnvel mjög
ólíkum dögum til dæmis við misjöfn birtuskilyrði.
Semur tónlist
fyrir Íslenska
dansflokkinn
Ólafur Arnalds og
Alan Oyen vinna verk
um endalok ástarinnar.
SÍÐA 2
Íslendingar sýna
í Berlín
Björk Viggósdóttir með
hljóðverk í spennandi lista-
miðstöð í Mitte-hverfinu.
SÍÐA 2
BYLTING ÍSLENSKRAR
KVIKMYNDAGERÐAR
Ari Kristinsson kvikmyndagerðarmaður
MENNING FYLGIR Í DAG
ÞAÐ VERÐUR
SKRÍTNARA MEÐ
HVERJUM DEGI
AÐ LEIKA BARN
LEIKLIST 22
GULLHÓPURINN FRÁ GRUNDARFIRÐI Fyrrum skipverjar á bátnum Þorvarði Lárussyni frá Grundarfirði hafa mikla trú á velgengni strákanna í landsliðinu enda keyptu þeir sér
miða á undanúrslitaleiki og úrslitaleiki EM þegar í nóvember og kalla sig Gullhópinn. Þeir stilltu sér upp í sérhönnuðum búningum frá Henson sem hafa vakið athygli á pöll-
unum í Vín ásamt Hrönn Vilhjálmsdóttur sem einnig var mætt til Vínarborgar til að styðja við bakið á landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR
HANDBOLTI Íslenska landsliðið í
handbolta mætir heims- og Ólymp-
íumeisturum Frakka í undanúr-
slitaleik EM í Austurríki klukkan
13 í dag. Almennt er franska liðið
talið það besta í heiminum og var
Frökkum spáð Evrópumeistaratitl-
inum fyrir mótið.
Íslenska liðið á harma að hefna
gegn franska liðinu sem lagði það
íslenska í úrslitaleik Ólympíuleik-
anna í Peking í Kína árið 2008.
„Auðvitað skiptir það máli hverj-
um við mætum og við þurfum
að undirbúa okkur rétt fyrir alla
leiki. En fyrst og fremst þurfum
við að hugsa um okkur og að spila
vel úr því sem við höfum,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson lands-
liðsþjálfari í gærdag.
„Ég hef trú á að strákarnir nái
mjög góðum leik. Þeir hafa sýnt
frábæran leik og þetta er algjört
hörkulið,“ segir Jón Hjaltalín
Magnússon, fyrrum formaður HSÍ.
„Þetta er eitt allra besta landslið
sem við höfum átt. Góð blanda af
leikmönnum með mikla reynslu og
ungum leikmönnum sem hafa sýnt
sig og sannað,“ segir Jón.
Tæplega 200 manns fóru utan
í morgun með ferðaskrifstofunni
Vita. Þeir bætast í hóp um 50
Íslendinga sem hafa stutt okkar
menn í milliriðlinum.
Meginþorri þjóðarinnar mun þó
fylgjast með leiknum í sjónvarpi
undir lýsingu Adolfs Inga Erlings-
sonar, fréttamanns Ríkisútvarps-
ins. Adolf var bjartsýnn í gærkvöld
og bjóst við skemmtilegum leik.
Landsliðstreyjurnar seldust upp
í sportvöruverslunum eftir fræk-
inn sigur liðsins gegn Norðmönn-
um. Vertar í Reykjavík eru við
öllu búnir enda hefur stemningin
í kringum leikina verið gríðarlega
góð. - esá, hbg, sbt / sjá síður 44,50 og 52
Spennan magnast
fyrir Frakkaleikinn
Íslendingar mæta Frökkum í undanúrslitum EM í handbolta í dag. Um þrjú
hundruð Íslendingar munu hvetja strákana á handboltahöllinni í Vínarborg.
HANDBOLTI Íslenska landsliðið spil-
ar líklega í rauðum búningum í
dag. Tölfræðin sýnir að Íslending-
um vegnar betur í rauðum bún-
ingum en bláum. Á EM hafa þeir
gert tvö jafntefli í bláu búningun-
um en unnið þrjá og gert eitt jafn-
tefli í þeim rauðu. - esá / sjá síðu 52
Liturinn skiptir máli:
Betri í rauðu
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
HELGARÚTGÁFA