Fréttablaðið - 30.01.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 30.01.2010, Síða 18
18 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Gauti Sigþórsson skrifar um RÚV Kvikmyndagerð þarf nú að þola mestan niðurskurð í ríkisstyrkjum af öllum listgreinum. Uppnám- ið vegna niðurskurðar á rekstrarfé Ríkisút- varpsins, og fyrirætl- ana stjórnenda um að draga stór- lega úr kaupum á íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsefni frá sjálfstæðum framleiðendum kemur því ekki á óvart. Þar ofan á skapast hætta á að missa af fram- lögum til íslenskra kvikmynda úr erlendum sjóðum vegna þess að RÚV getur ekki lofað að verkefn- ið komi fyrir almannasjónir í fyll- ingu tímans. Það væri synd ef þessi umræða festist strax í deilum um tækni- lega útfærslu niðurskurðarins, því hér er tækifæri á ferðinni til að endurskoða tilgang, gildi og framtíðarsýn stofnunarinnar. RÚV er „útvarpsþjónusta í almannaþágu“ (en. „public serv- ice broadcasting“), fyrirkomulag sem tíðk- ast víða um heim. Þess- ar stofnanir eru ýmist reknar með afnotagjöld- um samkvæmt lögum (t.d. BBC og skandin- avísku ríkisfjölmiðl- arnir), beinum fram- lögum frá ríkinu, eða frjálsum framlögum og stuðningi (t.d. National Public Radio og Public Broadcasting Service í Banda- ríkjunum). Þær eru aðgreindar frá fjölmiðlum sem reknir eru í hagnaðarskyni, fjármagnaðir með auglýsingum og kostun. Ein leið til að greina á milli þessara rekstrarforma er að annars vegar er boðið upp á þjónustu við áheyr- endur, en hins vegar er boðið upp á þjónustu við auglýsendur. Með smá einföldun má segja að samkvæmt 3. grein laganna frá 2007 sé tilgangur Ríkisútvarps- ins að veita áreiðanlega, hlutlæga fréttaþjónustu, fræðslu, skemmt- un (sérstaklega barnaefni), rækta íslenska tungu, sögu og menn- ingu, sem og að vera vettvang- ur lýðræðislegrar umræðu sem tekur mið af fjölbreytni íslensks þjóðlífs. Nú er svo komið að tekjustofn- ar RÚV duga ekki til að uppfylla þessar kröfur og reka það með óbreyttum hætti. Stjórn stofnun- arinnar virðist samt ekki ætla að fara út í neinar róttækar breyting- ar á rekstri eða skipulagi, heldur dreifa niðurskurðinum yfir allar deildir. Ef fjármagnið dugar ekki til þess að uppfylla lögbundin markmið útvarpsþjónustu í almannaþágu, er kominn tími til að kanna mögu- leika á að „vinda ofan af“ rekstr- inum og endurskilgreina hann út frá því hvað RÚV gerir vel. Með öðrum orðum, RÚV þarf að beina kröftum sínum að því sem síður þrífst á almennum fjölmiðlamark- aði án þess að skattfé komi til. Fréttastofa RÚV veitir til dæmis mikilvæga almannaþjónustu. Áreiðanlegir, faglegir fréttamiðl- ar eru lýðræðislegri umræðu nauð- syn, ekki síst við skrásetningu og túlkun þessara umbrotatíma í íslensku samfélagi. Einmitt nú þegar fréttamönnum í einkageiran- um hefur verið sagt upp unnvörp- um vegna samdráttar auglýsinga- markaðarins ríður mest á að hafa slíkt fólk á opinberum vettvangi, hvort sem það eru fréttaskýring- arþættir eins og Spegillinn, menn- ingarlegur fróðleikur eins og Víð- sjá, eða umræðuþættir eins og Silfur Egils. Hljóð og myndir úr íslenskum menningarheimi verða að leika lyk- ilhlutverk í fjölmiðlun í almanna- þágu sem kostuð er með afnota- gjöldum. Stjórnendur RÚV þurfa að velja á milli þess að hverfa frá markmiðum og tilvistarréttlæt- ingum stofnunarinnar eða breyta rekstri hennar til samræmis við skertan fjárhag. Þetta kallar á endurskoðun á öllum rekstrinum. Er til dæmis ennþá þörf á tveimur útvarpsstöðv- um, sérstaklega þar sem Rás 2 virðist að miklu leyti vera í beinni samkeppni um áheyrendur og auglýsingatekjur við fjölda einka- stöðva? Væri hægt að sameina Rásir 1 og 2 undir merki almenn- ingsþjónustu, og láta einkareknu útvarpsstöðvarnar sjá um snakk og popp? Mætti hagræða í húsnæði, tækja- kosti og annarri yfirbyggingu RÚV, til dæmis með því að leigja öðrum fyrirtækjum aðstöðu og þjónustu innan veggja Útvarpshússins við Efstaleiti eða leita samstarfs við menntastofnanir? Ríkisútvarpið býr að mikilli góðvild almennings, eins og ítrek- að hefur sést á skoðanakönnunum um traust á fréttamiðlum. Ef farið verður út í gagngera endurskoð- un á rekstrinum væri það sterk- ur leikur (og ódýr) að stofna sam- ráðsvettvang útvarps og notenda, bæði á netinu og umræðufundum, svo að hugmyndir og tillögur borg- aranna um framtíð fjölmiðlunar í almannaþágu fái að leika verð- skuldað hlutverk. Það er líklegt að almenningur sem greiðir fyrir reksturinn muni hafa litla þolinmæði fyrir niður- skurði sem bitnar á íslenskri dag- skrárgerð og kvikmyndasýning- um nema aðrir kostnaðarliðir verði fyrst endurskoðaðir og opið, gagn- virkt samráð verði haft um rekst- ur útvarps allra landsmanna, ekki bara fram að næstu fjárlögum heldur til framtíðar. Höfundur er lektor í fjölmiðl- un við University of Greenwich, London. Ríkisútvarp til framtíðar GAUTI SIGÞÓRSSON UMRÆÐAN Danival S. Hjaltason og Blængur Blængsson skrifa um menntamál Með breytingum á innritunar-reglum nýnema í framhalds- skóla virðist augljóst að Mennta- málaráðuneytinu er alveg sama um hag og vilja nemenda sem eru að ljúka grunnskólaprófi. Breyt- ingarnar hafa í hnotskurn aðeins neikvæð áhrif, jafnt fyrir nemend- ur sem skólana sjálfa. Það að gera framhaldskólana aftur að hverf- isskólum er gríðarleg afturför í skólamálum á Íslandi: forgangur íbúa hverfanna að vinsælum skól- um mun auka á brottfall, hóparnir sem koma úr grunnskólunum hald- ast saman og enginn kynnist nýju fólki. Nemendum af landsbyggðinni hefur verið gert nánast ómögulegt að sækja nám fyrir sunnan. Samræmdu prófin voru kvöl og pína – en þau voru algerlega nauð- synleg. Ekkert samræmi er í dag á einkunnagjöf skólanna: Einkunnin 7 í einum skóla gæti þýtt 9 í þeim næsta. Það er óskiljanlegt hvers vegna talið var nauðsynlegt að fikta í þessu, kerfið gekk algerlega upp eins og það var. Hvaða fullorðni einstaklingur sem er ætti að sjá það að samræmi í einkunnagjöfum er nauðsynlegt. Það er ótrúlegt að hægt sé að afnema samræmdu próf- in sisvona og gefa þar með hverjum og einum grunnskóla fullkomið vald yfir framtíð nemenda sinna. Það er augljóst að skólar sem ekki hafa samræmt einkunnakerfi sín á milli og ólíka meðaleinkunn í ofanálag hafa ekki forsendur til að meta nem- endur sína inn í framhaldsskólana ef engin eru prófin á landsvísu. Samræmdu könnunarprófin sem framkvæmd voru seinasta haust voru eitt heljarinnar klúður frá upphafi til enda. Ekki er nóg með að skólarnir hafi ekki fengið nein- ar upplýsingar um hvaða atriði myndu vega mest á prófinu held- ur voru nemendur látnir taka próf- in nánast um leið og þeir komu úr sumarfríi. Algjörlega óundir- búnir. Skólarnir lögðu mismikla áherslu á að undirbúa nemend- ur fyrir könnunarprófin og nú er rætt um að nemendur geti valið um hvort þeir sýni niðurstöður sínar úr þeim til að styrkja stöðu sína. Engan veginn er loku fyrir það skotið að metnaðarfyllstu og hæfustu nemendurnir hafi stundað nám í skólum sem ekki tóku prófin jafn alvarlega og aðrir skólar – og bar enda ekki skylda til. Við vitum að tíminn er naumur – en það er mögulegt að taka upp samræmd lokapróf núna fyrir 1994 árganginn sem er að útskrif- ast. Ekki gera þessi mistök! Höfundar útskrifast úr grunnskóla í vor. Opið bréf til menntamálaráðherra UMRÆÐAN Sigrún Jónsdóttir skrifar um fjármál stjórnmálaflokka Gegnsæi og heið-arleiki er meðal þeirra gilda sem krafist er að stjórnmálaflokk- ar hafi í heiðri, ekki síst hvað varðar fjárfram- lög til flokka og frambjóðenda. Nú eru rúm þrjú ár síðan lög um fjár- mál stjórnmálasamtaka tóku gildi, en með þeim var flokkunum sett- ar leikreglur, um fjáröflun, birt- ingu upplýsinga úr ársreikning- um og skil til Ríkisendurskoðunar. Það var Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar sem fyrst flutti lagafrumvarp á Alþingi um opið bókhald stjórnmálaflokka fyrir allmörgum árum. Samfylking- in hefur undanfarin ár birt yfirlit úr ársreikningum flokksskrifstofu á vef flokksins, þar má nú sjá yfir- lit yfir árin 2001-2008. Á vefnum má einnig finna ársreikning fyrir árið 2007 fyrir flokkinn í heild þ.e. aðal- skrifstofu, félög og flokksdeildir sem voru með tekjur yfir 300 þús- und krónum. Samfylkingin hefur sent samskonar upplýsingar fyrir árið 2008 til Ríkisendurskoðunar og verða þær birtar á næstu dögum. Í ágúst í fyrra setti Alþingi, að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardótt- ur forsætisráðherra bráðabirgða- ákvæði í lög um fjármál stjórn- málasamtaka, sem fjallaði m.a. um birtingu upplýsinga um fjárfram- lög til flokka og frambjóðenda 2002- 2006. Þær upplýsingar átti Ríkisend- urskoðun að birta að ósk flokka og frambjóðenda. Samfylkingin birti nöfn lögaðila sem styrktu flokk- inn (aðalskrifstofu og félög) um 200 þúsund krónur eða meira 2002-2006 í yfirlitinu sem skilað var til Ríkis- endurskoðunar í byrjun desember og var eini flokkurinn sem skilaði á réttum tíma. Fyrir alþingiskosn- ingarnar 2009 birti Samfylkingin fyrst flokka yfirlit yfir framlög til flokksskrifstofu og í lok maí í fyrra var birt yfirlit yfir heildarstyrki árið 2006. 330 milljónir frá NN Sjálfstæðisflokkurinn birti í lok desember einungis upplýsingar um fjáröflun aðalskrifstofunnar – Val- hallar – en engar upplýsingar um fjáröflun aðildarfélaga. Ofan í kaup- in er ekki einn einasti greiðandi nafngreindur, þeir birtast allir sem NN. Það geta vart talist fullnaðar- upplýsingar þegar greiðendur fjár- framlaga eru skráðir sem NN. Ríkisendurskoðun treysti sér ekki til að birta samræmdar upplýsingar úr gögnunum frá flokkunum fyrir árin 2002-2006, sem er að mörgu leyti skiljanlegt, en skýrt var tekið fram að senda ætti yfir- lit yfir flokksskrifstofu sem og aðildarfélögin öll. Ljóst er að aðalskrif- stofa Sjálfstæðisflokks- ins – Valhöll – hefur árin 2002-2006 fengið um 330 milljónir króna í styrki frá lögaðilum, aðalskrif- stofa Samfylkingarinn- ar fékk á sama tímabili rúma 61 milljón króna í frjáls framlög og styrki. (sjá á xs.is). Samfylkingin í heild (aðalskrif- stofa og félög) fékk um 213 milljón- ir króna 2002-2006 í styrki frá rúm- lega 80 nafngreindum aðilum meðan Valhöll ein og sér fékk eins og áður segir 330 milljónir kr. frá rúmlega 140 aðilum – NN. Hver ætli upp- hæðin sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn í heild? Miðað við framlögin sem Val- höll fékk má gera ráð fyrir a.m.k. tvöfaldri ef ekki þrefaldri þeirri upphæð til flokksins í heild. Árið 2006 voru sveitarstjórnarkosning- ar og þar fór Sjálfstæðisflokkurinn t.d. í Reykjavík, Kópavogi og víðar mikinn í auglýsingabirtingum sem kostuðu sitt. Sjálfstæðisflokkurinn geri grein fyrir fjármálum sínum Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki skorast undan ábyrgð og sú krafa stendur eftir að þeir eins og aðrir geri með skýrum hætti grein fyrir fjárframlögum til alls flokksins. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn er fallinn á tíma, en krafan er vit- anlega að hann eins og aðrir flokkar geri grein fyrir fjármálum sínum. Forystufólk Sjálfstæðisflokksins hefur sagt í umræðum um fjármál flokkanna að hjá þeim væri allt uppi á borði, betur að svo væri. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis birt- ist innan tíðar og í umræðunni sem gera má ráð fyrir í kjölfar hennar verða upplýsingar um fjármál flokk- anna að liggja fyrir. Gegnsæi í fjárframlögum til flokkanna Það mikilvæga verkefni bíður okkar sem störfum í stjórnmálum að efla traust almennings á stjórnmála- flokkum á ný. Samfylkingin mun áfram vinna af einurð að því að fjármál stjórnmálahreyfinga verði gegnsæ og upplýsingar birtar af heiðarleika. Lögin frá 2006 hafa vissulega stuðlað að meira upplýs- ingaflæði til almennings um fjár- mál stjórnmálaflokka og takmark- anir verið settar á fjáröflun og er það vel. Skýrar og greinargóðar upplýs- ingar um fjárframlög til stjórn- málaflokka þar sem allt er uppi á borði er sjálfsögð krafa og því eiga allir stjórnmálaflokkar að hlíta. Höfundur er framkvæmdastýra Samfylkingarinnar. Allt upp á borðið DANIVAL S. HJALTASON BLÆNGUR BLÆNGSSON SIGRÚN JÓNSDÓTTIR Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins, stýrir fundinum. ● Starfsmenn Rannís kynna úthlutun fyrir árið 2009 og fjalla um umsóknar- og matsferli sjóðsins ● Farið verður yfir ný lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki ● Almennar umræður Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á fundinum Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar skv. lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr 75/2007. Sjóðurinn fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Tækniþróunarsjóður Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Kynningarfundur 2. febrúar kl. 8:30 Opinn kynningarfundur í húsi Samtaka atvinnulífsins, Borgartúni 35 efstu hæð í tengslum við umsóknarfrest 15. febrúar 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.