Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 22
22 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR B arnaleikritið Algjör Sveppi – Dagur í lífi stráks fer á svið Íslensku óperunnar í dag. Þar fer Sverr- ir Þór Sverrisson – Sveppi – í spor Páls Vilhjálms- sonar, stráksins sem Gísli Rúnar Jónsson gerði svo eftirminnilega plötu um árið 1976. „Þetta er karakter sem Gísli hafði leikið í Stundinni okkar með Sirrý. Þegar því lauk gerði hann þessa plötu og hún vakti gríðar- lega lukku barna og fullorðinna líka,“ segir Sveppi. „Gísli skrifaði nýtt handrit byggt á plötunni og við bjuggum svo til leikverk upp úr því. Þetta er ósköp krúttlegt leik- rit um dag í lífi stráks og það sem hann þarf að díla við. Ég leik strák- inn en við ákváðum snemma að ég myndi ekki leika Pál Vilhjálms- son, ekki reyna að tala með hans skrítnu rödd og svo framvegis. Ég er bara sami karakter og ég er í barnatímanum og var í myndinni og þess vegna með Audda á föstu- dögum líka. Ég er bara Sveppi. Við erum tveir í sýningunni. Ég er allan tímann á sviðinu en Orri Huginn Ágústsson er voða mikið á bak við að skipta um búninga því hann leikur í kringum þrjá- tíu hlutverk í sýningunni. Allt frá gauksklukku upp í langömmu. Það kemur á óvart hvað hann er orð- inn fljótur að skipta. Ég er farinn að testa hann. Læt leikritið ganga hraðar svo hann lendi í veseni. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann nær þessu öllu.“ Ekki óþekkur, bara prakkari Sveppi fæddist 1977, ári eftir að platan Algjör sveppur kom út, svo hann segist ekki muna eftir Páli Vilhjálmssyni, þó að platan hafi reyndar heyrst aðeins á hans æskuárum. „Það var ekki eins mikið barna- efni í gangi og nú, aðallega Stund- in okkar með Bryndísi Schram þegar pabbarnir nenntu að horfa með,“ segir Sveppi. „Svo mátti maður ekki missa af Húsinu á sléttunni. Ég man reyndar ekkert eftir þeim þáttum og er ekki viss um hvort þeir hafi elst vel. Maður las Tinna og Steina sterka. Svo las maður Elías þegar maður var orð- inn aðeins eldri. Þegar ég fór að búa til barnaefni hafði ég Elías alltaf á bak við eyrað. Mér finnst hann sjarmerandi karakter. Siggi Sigurjóns lék hann í einhverjum skets um sem voru í sjónvarpinu. Það var æðislegt efni. Elías var alltaf að grallarast og prakkar- ast.“ Varst þú grallari? „Já, kannski. Það er mikill munur á því að vera prakkari og að vera óþekkur. Ég vona að ég hafi verið nær því að vera prakk- ari. Maður var alltaf að grall- arast eitthvað. Gat verið með eitt lítið prik og það var bæði stafur, byssa og leyniprik. Nú eru örugg- lega einhverjir að lesa blaðið sem segja: Er hann hálfviti?! Hann var óþolandi!“ Sveppi hefur tekið þátt í eineltis- átaki og segir að það sé brýnt mál. „Ég lenti nú aldrei sjálfur í ein- elti og tók aldrei beinan þátt í ein- elti, en maður var ekkert mikið að standa með þeim sem lagður var í einelti. Þegar maður talar við fólk – kannski mæður sem eiga krakka sem verða fyrir þessu – þá verður maður bara alveg gáttaður. Þetta hefur ótrúleg áhrif á alla í fjöl- skyldunni, ekki bara þá sem verða fyrir eineltinu. Maður reynir að leggja sitt af mörkum. Það hafa foreldrar haft samband við mig út af svona málum. Ég hef fengið tölvupósta frá fólki sem spyr hvort ég geti komið og talað við bekk- inn af því þau halda að krakkarn- ir hlusti á mig. Og maður hugsar bara: Vá! Það er rosalegt að þurfa að leita til mín út af því að skólayf- irvöld gera ekkert í málinu.“ Pínu dónalegur Sveppi finnur til nokkurrar ábyrgðar sem barnastjarna sam- anber aðkomu hans að eineltismál- um. Barnastjörnustimpilinn var þó ekki það sem Sveppa langaði upp- haflega til að fá á sig. „Nei, mig langaði alltaf að vera „rebel“ í sjón- varpi. Mér finnst gaman að fíflast í fólki, vera með faldar myndavél- ar og vera pínu dónalegur. Mínar fyrirmyndir eru Steinn Ármann og Davíð Þór og Tvíhöfði. Og mér finnst gaman að Sverri Storm- sker. Mér fannst æðislegt að skrifa sketsa fyrir Svínasúpuna sem voru oft alveg á mörkunum. Svo lék ég Kalla á þakinu og þá fór boltinn að rúlla í þá áttina að ég fór meira að skemmta börnum.“ Þá hófst línudansinn á gráa svæðinu. Sveppi veit allt um hann. „Ég fæ alveg tölvupósta. Ég er kannski hlaupandi nakinn niður Laugaveginn á föstudagskvöld- um og svo smyrjandi samlokur í barnatímanum á laugardags- morgnum. Ég er oft spurður að því hvernig ég sameina þetta tvennt. Svarið er að ég er ekkert að sam- eina þetta! Ég er bara að gera bæði en ég er alltaf bara Sveppi. Ég vil meina að þótt við Auddi séum að fíflast eitthvað á brókinni þá sé það nú bara fyndið en ekki eitt- hvað skelfilegt og hræðilegt fyrir börn að horfa á.“ Þið eruð nú oft með fullorðins- legar áherslur, talið um brennivín og kvennamál og svona. „Já já, við tölum opinskátt um þessa hluti og ég hef verið gagn- rýndur fyrir það. En ég veit það ekki. Ég bara geri þetta. Þú veist, svo kannski kemur að því að það verður allt vitlaust einn daginn og þá verð ég bara að setjast niður með kaffi og pæla í hlutunum. En þangað til held ég bara ótrauður áfram að hlaupa allsber um bæinn og skemmta börnum!“ Megum við sjá herbergið þitt? Hvernig er svo að vera vinsælasta barnastjarnan á Íslandi? Er þetta ekki endalaust bögg? „Jú, það getur verið það. En ég er mjög þolinmóður og get alveg staðið og spjallað við krakka í Kringlunni. Fólk er að koma og taka mynd af mér með krökkunum þegar ég er að versla í Bónus með fjölskyldunni. Þá hendir maður henni bara frá, tekur eina mynd og heldur svo áfram að kaupa inn. Í sundi eru alltaf krakkar sem vilja fá Sveppa í körfubolta eða í vatnsrennibrautina. Maður tekur því bara. Ég er ekkert að láta þetta bögga mig eitthvað brjálæðislega. Það koma reyndar dagar þegar þetta getur verið pirrandi. Þá er þetta bara spurning um að sleppa því að fara í Bónus eða sund. En ég get sjálfum mér um kennt. Þetta er það sem ég geri. Að vera Sveppi.“ Hvað geturðu haldið því áfram lengi? „Það er nú það. Ég hef oft pælt í þessu. Maður er orðinn 32 ára að leika barn og það verður skrítn- ara með hverjum deginum sem líður. Við erum búnir að skrifa handritið að framhaldi bíómynd- arinnar og tökum það upp í sumar með það að takmarki að frumsýna í september. Fyrsta myndin gekk það vel og ekkert er því til fyrir- stöðu að halda áfram. Okkur lang- ar svo helst að gera þriðju mynd- ina líka því það er svo töff í dag að vera með þríleik. En þú segir það – hversu lengi getur maður leikið barn? Hmm … Eins lengi og maður setur í sig ljósar strípur og rakar sig þá er maður svo sem óttalega barnalegur. Það eru krakkar að koma heim til mín á laugardögum sem biðja um að fá að sjá herbergið mitt. Það banka kannski einhverj- ir þrír og spyrja: Megum við sjá inn í herbergið þitt? Þá er ég bara fúli pabbi heima að gefa krökkun- um mínum morgunmat. Þannig að krakkarnir trúa þessu og maður heldur bara áfram þangað til það er búið.“ Staldrar lítið við kvótamál Í hverju gæti Sveppi séð sig í fram- tíðinni? Væri hann góður stjórn- málamaður kannski? „Nei, það myndi fara mér afskaplega illa!“ fullyrðir Sveppi. „Það væri hægt að hanka mig á öllu því ég er svo dipló. Ég er sam- mála öllum og finnst allt snið- ugt og allir góðir. Leikhús heill- ar mig. Mér finnst gaman að vera á sviði og fá viðbrögð áhorfenda strax. Svo sé ég mig alveg fyrir mér í útvarpi spila lög og röfla þess á milli. Ég hef aldrei verið í útvarpi. Ég og Pétur Jóhann höfum talað um það að það væri gaman að vera saman með þátt einhvern tímann. Kannski reynir maður svo að fá hugmyndir að einhverju sjón- varpsefni. Það þyrfti náttúrlega allt að vera í einhverju gríni.“ Þú ert ekkert á leið í djúpspök dramahlutverk? „Ég hef farið og séð leikrit þar sem er eitthvað svona drama og mér finnst það oftast bara leiðin- legt! Ég myndi ekki nenna að leika í svoleiðis. Það er svo mikið atriði að æfingaferlið sé skemmtilegt. Þannig að ég verð ábyggilega allt- af í einhverju léttmeti.“ Ertu alltaf svona léttur gaur? Veltir þú þér aldrei upp úr Ice save eða framtíðinni? „Það góða við mig er að ég hugsa ekkert of mikið um hlutina. Ég staldra ekkert við Icesave af því ég skil það ekki. Ég staldra voða lítið við sjávarútveg og kvótamál af því ég veit ekkert hvað það er. Ég get ekki pælt of mikið í þessu því þá yrði maður ábyggilega þunglynd- ur. En jú jú, ég get alveg orðið pirr- aður og ég verð alveg dapur ef út í það er farið (Sveppi skellihlær). En oftast er ég nú bara hress og kátur. Léttur gaur!“ Verður skrýtnara með hverjum degi að leika barn Sveppi frumsýnir barnaleikrit á sviði Íslensku óperunnar í dag. Hann gaf sér nokkrar mínútur frá stífum æfingum til að spjalla við Dr. Gunna. Þá kom m.a. í ljós að Sveppi lætur barnastjörnuböggið ekki trufla sig mikið og að hann nennir ekki að kynna sér Icesave. ÓSKÖP KRÚTTLEGT LEIKRIT „Ég er bara sami karakter og ég er í barnatímanum og var í myndinni og er þess vegna með Audda á föstudögum líka. Ég er bara Sveppi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég er kannski hlaupandi nakinn niður Laugaveginn á föstudags- kvöldum og svo smyrjandi sam- lokur í barnatímanum á laugar- dagsmorgnum. Ég er oft spurður að því hvernig ég sameina þetta tvennt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.