Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 28

Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 28
28 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR Stórfenglegt hátískudrama Tískuvikunni í París er að ljúka en nú á síðustu dögum voru haldnar hinar frægu „haute couture“, eða hátískusýningar, þar sem engu er til sparað hjá stærstu tískuhúsunum og frægustu hönnuðunum. Flíkur eru skapaðar eins og listaverk í einni einustu útgáfu og eru gjarnan úr fínustu efnum og skrauti sem hægt er að kaupa. Anna Margrét Björnsson stiklaði á stóru hjá helstu hátískuhúsum Parísarborgar. RJÓMAKENND RÓMANTÍK Lagerfeld, líkt og Galliano síðar hér í blaðinu, sótti mikinn innblástur til fortíð- arinnar og notar hér gamaldags silki í síðkjólum. DRAUMKENND EFNI Hönnuðirnir Maria Grazia Chiuri og Pier Paolo Piccioli sveipuðu fyrirsætur í siffon-efni í litapallettu frá impressjónista-tímabilinu. GEGNSÆTT Kvöldklæðnaður hjá Givenchy var ofurtöff og minnti á sögur úr Þúsund og einni nótt í bland við rokk og ról. FRAMTÍÐARLEGT Jean-Paul Gaultier segist hafa fengið innblástur frá spænskum landnemum í anda Mont- ezuma og kvikmyndinni Avatar. INDJÁNALEGT Jean-Paul Gaultier klæðir fyrirsætu upp í suður- amerískum anda. GYÐJULEG Brúðurin hjá Chanel minnti á gríska hofgyðju, sveipuð hvítu silki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.