Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 45

Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 45
LAUGARDAGUR 30. janúar 2010 5 Fundir Húsfélög Námskeið í undirbúningi viðhaldsframkvæmda Verksýn ehf. býður forsvarsmönnum húsfélaga til námskeiðs í undirbúningi viðhaldsframkvæmda. Á námskeiðinu verður farið yfi r það ferli sem þarf að setja í gang þegar ráðist er í viðhaldsframkvæmdir á fjöl- býlishúsum. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Verksýnar ehf. að Síðumúla 1, Reykjavík. Námskeiðið er opið öllum stjórnarmönnum húsfélaga, þeim að kostnaðarlausu. Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á verksyn@verksyn.is eða með því að hringja í síma 517 6300. Verksýn ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfi r sig í viðhaldi á fasteignum. Fyrirtækið var stofnað í upphafi árs 2006 og hefur sinnt fjölda verkefna fyrir einstaklinga og húsfélög. Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar með áratugareynslu í mannvirkjagerð og viðhaldi fasteigna. Verksýn ehf. Síðumúla 1 108 Reykjavík www.verksyn.is Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010-2022 ÍBÚAFUNDUR Boðað er til almenns íbúafundar í Húnavallaskóla mán- udaginn 1. febrúar n.k. klukkan 20.00, um tillögur að aðalskipulagi Húnavatnshrepp 2010-2022. Kynnt verður tillaga að landnotkun fyrir sveitarfélagið í heild og þéttbýli á Húnavöllum og auk þess umhverfi sskýrsla aðalskipul- agsins. Megin tilgangur fundarins er að gefa íbúum og hagsmu- naaðilum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum áður en gengið verður frá aðalskipulagstillögunni til auglýsingar. Skipulagsráðgjafar frá Landmótun gera grein fyrir tillögunum og taka á móti athugasemdum. Fulltrúi Vegagerðarinnar mun kynna tillögu að nýjum stofnvegi, Húnavallaleið. Íbúar eru hvattir til að mæta og hafa þan- nig áhrif á það samfélag sem þeir búa í. Jens P Jensen sveitarstjóri Húnavatnshrepps Hvolsvöllur er í Rangárþingi eystra sem er fallegt sveitarfélag í hjarta Suðurlands þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Sveitarfélagið nær frá Eystri-Rangá í vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri og því er mikill skólaakstur við skólann. Í skólanum eru um 240 nemendur í 1. – 10. bekk úr öllu sveitarfélaginu og er öll aðstaða mjög góð. Í Hvolsskóla er framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Einstaklingurinn er í brennidepli og því er lögð mikil áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, sveigjanleika og samstarf. Einnig er lögð áhersla á gott samstarf við Leikskólann Örk og framhaldsskóla í héraði með áherslu á sveigjanleg skil skólastiga. Staða skólastjóra Hvolsskóla er laus til umsóknar frá 1. ágúst 2010 Skólastjóri ber fag- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar ste- fnu byggða á gildum Hvolsskóla. Menntunarkröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla ásamt framhaldsmenntun í stjórnun. Hæfniskröfur: • Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf og leita nýrra leiða í skólastarfi . • Hæfni í mannlegum samskiptum ásamt góðum skipulagshæfi leikum. • Reynsla af störfum á sviði stjórnunar ásamt reynslu af kennslu í grunnskóla. Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda, menntun og stjórnunar-reynslu ásamt öðru sem varpað getur ljósi á færni hans til að sinna starfi skólastjóra. Sjá nánar á heimasíðu Hvolsskóla www.hvolsskoli.is og heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í símum: 488 4200 eða í netpósti: elvar@hvolsvollur.is Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 20. febrúar 2010. Umsóknir sendist til sveitarstjóra Rangárþings eystra. Verkefnisstjóri á kennslusviði Kennslusvið auglýsir eftir verkefnisstjóra við mat á skilríkjum um nám og próf og tengd verkefni. Starfið felur m.a. í sér: skráningu og skönnun umsókna, skjalavörslu og skráningu erinda í málaskráningarkerfi Háskólans, bréfa- og tölvusamskipti við umsækjendur og stofnanir auk mats á námi. Matsskrifstofa (Recognition Office) er þjónustu- og upplýsingaskrifstofa þar sem fram fer mat á námi frá innlendum og erlendum skólum og upplýsingagjöf um mat á námi til innlendra sem erlendra aðila. Verkefnisstjórinn skal hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi, frumkvæði, metnað og lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu eða reynslu af störfum í háskólasamfélaginu og góða tungumálakunnáttu. Nánari upplýsingar veitir Gísli Fannberg deildarstjóri í síma 525 5256 eða um tölvupóst, gf@hi.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar. Sjá nánar um menntunar- og hæfniskröfur, ráðningarferlið og starfið á www.starfatorg.is og www.hi.is/is/skolinn/laus_storf Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Námskeið Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Doktorsnemi eða Kynbótafræðingur (Quantitative Geneticist) Stofnfi skur hf. auglýsir laust til umsóknar starf doktorsnema eða kynbótafræðings í fi skeldi. Þekking á fi skeldi ekki nauðsyn. Menntunar- og hæfniskröfur • Doktorspróf, Master eða BS í búfjárkynbótum, stærðfræði eða tölfræði • Í boði er doktorsverkefni við innlendan og/eða erlendan háskóla næstu 3-4 árin • Þekking á notkun tölfræðiforrita eins og SAS, R+ eða sambærilegu • Viðkomandi gæti þurft að starfa erlendis í nokkrar vikur á ári vegna erlendra verkefna • Tungumálakunnátta: enska, norðurlandamál og spænska (ekki skilyrði). • Jákvæðni, sveigjanleiki, metnaður, frumkvæði og lipurð í samskiptum Æskilegt er að viðkomandi geti hafi ð störf sem fyrst. Í boði er spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki í örum vexti sem hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólki. Skrifl egar umsóknir ásamt menntun (ritaskrá) og ferilskrá skulu berast á skrifstofu félagsins, Staðarbergi 2-4, 221 Hafnarfi rði, eða á netfangið jonas@stofnfi skur.is fyrir 13. febrúar 2010. Frekari upplýsingar gefur Jónas í síma 5646300 milli 9-16 virka daga. www.stofnfi skur.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.