Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 57

Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 57
11 MENNING G óðu dagarnir sundruðu sálinni, afskræmdu líkamann, þurrkuðu út mörkin milli manna og drýsla. Á leynilegri sjúkrastofnun hefst endurhæfing- in, leitin að nýrri manneskju með heilbrigða sál í hraustum líkama. En það getur verið erfitt að venja sig af gulláti og saurugum hugs- unum, og ekki er víst að alltaf búi flagð undir fögru skinni – eða öfugt.“ Svo er leikritinu Ufsagrýlum eftir Sjón lýst í tilkynningu frá Lab Loka. Það er sterk hrunsteng- ing í verkinu, segir Rúnar. „Nálg- unin er fyrst og fremst í gegnum gróteskuna og kynjaheim hryll- ings- og þjóðsagna, eins og við könnumst við úr verkum Sjóns, en engu að síður má finna þarna sterka samtímaskírskotun.“ Þetta er fyrsta leikrit Sjóns í fullri lengd og er skrifað sérstak- lega fyrir Lab Loka. Rúnar segir það hafa staðið lengi til. „Mér hefur alltaf fundist hann skemmti- legur höfundur, fyrsta sýning Lab Loka frá 1992 byggði til dæmis á textum Sjóns. Það má segja að þetta hafi ríkt gagnkvæm hrifn- ing í gegnum tíðina – hann hefur hrifist af því sem við erum að gera og við af því sem hann hefur verið að gera. Þetta hefur verið lengi á prjónunum og nú var bara kominn tími til að láta slag standa.“ Lab Loki hefur verið á góðu flugi undanfarin misseri; sýning- in Steinar í Djúpinu, sem sýnd var í Hafnafjarðarleikhúsinu síðast- liðinn vetur hlaut góðar viðtökur og vann meðal annars til þrennra Grímuverðlauna. Rúnar segir að eftir hrunið hafi frjáls leikstarf- semi blómstrað. „Ég veit svo sem ekki hvort efnahagsástandið hafi eitthvað að segja með mín verk; það hefur hvort eð er verið eilífur barningur að halda úti sjálfstæðri leiklistarstarfsemi, sérstaklega ef hún er í tilraunakenndari kantin- um eins og raunin er hjá okkur. En því er ekki að neita að eftir hrun er hlaupin gróska í sjálfstæða leik- listarstarfsemi, sem má til dæmis sjá á hátíðum eins og Art Fart og Lókal, auk þess sem ungt leikhús- fólk hefur ráðist í að setja upp verk í Batteríinu og úti á Granda. Þetta er sjálfsagt ágætt dæmi um hvernig neyðin kennir naktri konu að spinna.“ Helstu leikarar í verkinu eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson. Birna Haf- stein, Erling Jóhannesson, Hjálm- ar Hjálmarsson og Orri Huginn Ágústsson. Verkið verður frum- sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu föstudaginn 5. febrúar. JAÐARLEIKHÚS blómstrar eftir hrun Rúnar Guðbrandsson hefur verið á góðu flugi með Lab Loka undanfarin misseri, en sýningin Steinar í Djúpinu fékk góðar viðtökur í fyrra og hlaut meðal annars þrenn Grímuverðlaun. Ufsagrýlur heitir nýtt íslenskt leikrit eftir Sjón sem frumsýnt verður í uppsetn- ingu leikhópsins Lab Loka í Hafnarfjarðarleikhúsinu eftir viku. Að sögn Rúnars Guðbrandssonar leikstjóra tekur verkið á málefnum líðandi stundar með aðferð- um gróteskunnar og karnivalsins. LEIKLIST BERGSTEINN SIGURÐSSON FRÉTTA BLA Ð IÐ /VILH ELM Í tilefni áttræðisafmælis Hótels Borgar býður Silfur upp á tilboðsmatseðil með ljúffengum afmælisréttum þar sem val er milli tveggja forrétta og tveggja aðalrétta og endað á 578 2008

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.