Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 64
36 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR
„Þegar ég var um tvítugt sá ég svil-
konu mína sauma altarisklæði eftir
fornri fyrirmynd og fékk áhuga á út-
saumi sem hefur enst mér síðan,“ segir
Guðrún Guðmundsdóttir. „Ég saumaði
fyrsta stóra veggteppið þegar ég var
milli tvítugs og þrítugs og teiknaði upp
mynstrin eftir litlum myndum í Flat-
eyjarbók. Þá strax var ég orðin veik
fyrir þessu gamla. Ég vildi gera eitt-
hvað sem væri hluti af okkar arfi.“
Guðrún verður áttræð á þessu ári og
á fleiri handgerð saumspor að baki en
gerist og gengur. Tuttugu stór vegg-
teppi eru á sýningu sem opnuð verð-
ur í dag í Bogasal Þjóðminjasafnsins
og ber yfirskriftina Ævispor. Einnig
kemur út bók með sama nafni.
Þó búið sé að flytja 20 verk í Bogasal-
inn eru enn flestir veggir fullir heima
hjá Guðrúnu. Stólar heimilisins eru
einnig þaktir útsaumi, svo og skamm-
el og púðar. „Mín lífsfylling felst í að
vera innan um eitthvað fallegt sem ég
get horft á. Ég er eiginlega safngrip-
ur,“ segir hún og bætir við hlæjandi:
„Ætli ég verði ekki sett á Þjóðminja-
safnið?“
Verk Guðrúnar eru tilkomumikil
og full af táknum, flest saumuð með
krosssaumi og andlit og annað fínlegt
með perluspori. Hún hefur sett saman
mynstrin úr handritum, fornum klæð-
um og fyrirmyndum úr ýmsum áttum
en Teiknibókin íslenska úr Árnasafni
hefur reynst henni drjúg uppspretta.
Þar eru myndir ólitaðar en hún hefur
stækkað mynstrin upp og teiknað það
sem á hefur vantað, breytt ýmsu og
raðað saman litum. Textar eru saum-
aðir í sum teppin, svo sem erindi úr
Sólarljóðum Eddukvæða og Lilju Ey-
steins.
Guðrún ólst upp suður með sjó, nánar
tiltekið í Garðinum. Foreldrarnir voru
Guðmundur F. Eiríksson, útvegsbóndi
í Garðhúsum, og Jenný K. Júlíusdótt-
ir húsfreyja. „Kennarinn minn í Garð-
inum áttaði sig á að ég hefði áhuga á
handmennt, hann sótti um fyrir mig í
Handíða-og myndlistarskólanum þegar
ég var sautján ára en ég komst ekki að
nema í kvöldtíma. Svo lærði ég líka að
taka mál og sníða föt í prívatkennslu,“
segir hún og telur þá kunnáttu hafa
nýst sér vel þegar hún fór að sauma á
börnin. Þau urðu fjögur en faðir þeirra,
Guðmundur K. Elísson stórkaupmaður
í Þórði Sveinssyni & Co., féll frá 1963.
„Börnin voru lítil þá en ég var svo láns-
söm að geta hugsað um þau sjálf enda
er ég nísk á börn. Síðar hafa barna-
börnin verið hjá mér í pössun.“
Ættfræðin er annað áhugamál Guð-
rúnar og hún elskar að grúska í göml-
um kirkjubókum. „Fólk er spennt yfir
krossgátum en að leita uppi fólk sem
hefur lifað og verið til tekur flestu
öðru fram,“ segir hún brosandi. Hún
hefur saumað ættrakningar í sumar
veggmyndirnar en hvað hyggst hún
gera við öll þessi listaverk? „Það hef
ég ekki hugmynd um. Ég hélt sýningu
í tilefni af 100 ára afmæli Garðs 2008.
Annars hef ég aldrei tranað mér fram
nema stundum látið gera jólakort eftir
nýjasta teppinu og sent til ættingja og
vina.“ gun@frettabladid.is
Hitler var útnefndur kanslari
Þýskalands þennan dag árið
1933. Sá sem það gerði var
Hindenburg, forseti Þýskalands.
Hann dó ári síðar og eftir fráfall
hans tók Hitler sér titil kansl-
ara og foringja og var í reynd
orðinn einræðisherra í Þýska-
landi. Honum tókst að koma
sér í pólitíska dýrðlingatölu hjá
þjóð sinni á undra skömm-
um tíma og þar sem Þjóðverjar
áttu harma að hefna eftir fyrri
heimsstyrjöldina náði Hitler að
æsa upp múginn gegn öðrum
þjóðum í kringum sig. Á valda-
tíma sínum leiddi hann því
Þýskaland út í stríð við flesta
nágranna sína og fékk umheim-
inn til að skjálfa á beinunum
af ótta. Allar tilfinningar Hitl-
ers beindust að einu takmarki:
„Þýskaland öllum ofar.“
Með innrás Þjóðverja í Pól-
land 1939 hófst seinni heims-
styrjöldin en henni lauk með
ósigri þeirra sex árum síðar.
ÞETTA GERÐIST: 30. JANÚAR 1933
Hitler kemst til valda
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR: OPNAR ÚTSAUMSSÝNINGUNA ÆVISPOR
Ég er eiginlega safngripur
LISTAKONA Guðrún við útsaumsmynd af Maríu mey sem breiðir úr skikkju fyrirgefningar yfir Ragnheiði Brynjólfsdóttur og Daða Halldórsson. Í
skikkjunni eru erindi úr ljóði eftir Daða. Meðfram er mynstur úr stólu Jóns Arasonar Hólabiskups. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BJÖRG C. ÞORLÁKSSON VAR
FÆDD ÞENNAN DAG.
„Um eilífð varir ekkert
hret.“
Björg (1874-1934) var fræði-
maður, rithöfundur, ljóðskáld,
þýðandi og fyrsta íslenska
konan til að ljúka doktors-
prófi. Hún fékk ekki að læra
til stúdentsprófs í Lærða skól-
anum en nam öll sín fræði er-
lendis.
timamot@frettabladid.is
Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu
minningu föður okkar,
Gunnlaugs Finnssonar
Hvilft í Önundarfirði,
og sýndu okkur samhug og hlýju við fráfall hans.
Aðstandendur.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Elskulegur frændi okkar,
Ólafur Jón Jónsson
fyrrverandi verslunarmaður,
áður Eskihlíð 18a,
andaðist 23. janúar sl. á deild A-7 á Landspítalanum í
Fossvogi. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.00.
Jón Kristinn Jónsson og fjölskylda
Ari Jónsson og fjölskylda
Elsku hjartans kona mín, móðir okkar,
dóttir, systir og tengdadóttir,
Erla Magnúsdóttir
Lækjarseli 11, 109 Reykjavík,
lést miðvikudaginn 27. janúar. Útför auglýst síðar.
Stefán Benediktsson
Inga Lára Stefánsdóttir
Ásta Margrét Stefánsdóttir
Benedikt Stefánsson
Birta Stefánsdóttir
Sandra Líf Stefánsdóttir
Magnús Theodórsson Ástríður Ingadóttir
Gunnar Magnússon Salóme Huld Garðarsdóttir
Benedikt Stefánsson Margrét Árnmarsdóttir
Fósturmóðir mín og móðursystir okkar,
Ingibjörg Ingólfsdóttir
frá Fjósatungu í Fnjóskadal, síðast til
heimilis á Hrafnistu Reykjavík,
andaðist miðvikudaginn 27. janúar. Jarðarförin fer
fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. febrúar
klukkan 15.00.
Agnar Erlendsson
Karl Kristjánsson
Karítas Kristjánsdóttir
Guðbjörg Kristjánsdóttir.
Ástkær systir, mágkona og frænka,
Dagný Valgeirsdóttir
kennari, Lönguhlíð 19, Reykjavík,
andaðist á Landakotsspítala föstudaginn 22. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 1. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru
afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent
á Barnaspítalasjóð Hringsins. Bestu þakkir til starfs-
fólks deildar K-2 á Landakoti fyrir mjög góða
umönnun.
Björg Valgeirsdóttir Skúli H. Norðdahl
Björn Th. Valgeirsson Stefanía Stefánsdóttir
Valgeir Hallvarðsson Aðalbjörg Kristinsdóttir
Eva Hallvarðsdóttir Ásgeir Valdimarsson
Herdís Hallvarðsdóttir Gísli Helgason
Rannveig Hallvarðsdóttir Jóhannes Karl Jia
Tryggvi Hallvarðsson Þuríður Vilhjálmsdóttir
Hildur Björnsdóttir Ásgeir Bragason
Dagný Björnsdóttir Skúli Gunnarsson
Valgerður Helga Björnsdóttir Jón Hafberg Björnsson
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.