Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 70
42 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Snillingurinn John Galliano fékk gesti á tískuvikunni í París til að
grípa andann á lofti yfir stórfenglegri „haute couture“-sýningu
sinni í vikunni. Fyrirsætur voru klæddar í föt sem myndu passa
í kvikmynd um fyrsta áratug tuttugustu aldarinnar á hefðar-
setri í Englandi. Línan var samansett af glæsilegum gam-
aldags síðkjólum úr silki og satíni, aðsniðnum jökkum með
reiðsniði við síð pils og stígvél og fallegum silkiblússum.
Hvert smáatriði var úthugsað, allt frá gamaldags hárgreiðsl-
um upp í ótrúlega fallega förðun eftir Pat McGrath en fyrirsæturnar
voru með postulínshvíta húð og mattar rauðar varir. Hattarnir komu úr
smiðju Stephen Jones og sviðsmyndin eftir Michael Howells en þar gaf
að líta þrjú þúsund risavaxnar og pastellitaðar rósir.
STÁSSLEGAR
HEFÐARMEYJAR
REIÐTÍSKA Pípuhattur
og rauður reiðjakki í
anda breskrar hefðar.
DÁSAMLEGA DRAMATÍSKT Kóngablár og
grár kjóll.
AÐSNIÐIÐ
Flottur svartur
reiðjakki við sítt
pils og stígvél.
BLÚNDUR Hvítur og
gamaldags kjóll með
blúndum eftir Gallia-
no hjá Dior.
ÓTRÚLEG
SMÁATRIÐI
Stórfenglegur
síðkjóll úr
smiðju Galli-
anos.
Æðislegt nýtt lip „glass“
varagloss frá Mac í ekta
Brigitte Bardot-lit.
Nýja Hydrationist rakagelið frá Estée
Lauder sem ætti að bjarga allri vetrar-
þurrkaðri húð.
Þennan flotta
stutta kjól
með göddum
frá nýju línu
E-label.
OKKUR
LANGAR Í
…
Stundum er gífurlega hressandi að lesa um Ísland séð frá annarra
augum. Það er jafn nauðsynlegt að hlusta á hvað útlendingum finnst
um Ísland og það er að skreppa til útlanda og anda að sér öðruvísi lykt-
andi lofti. Ég vann eitt sinn heillengi á tímaritinu Iceland Review hér
í borg og fannst einmitt mjög skemmtilegt að lesa pistla eftir útlend-
inga sem þar unnu. Oftast man ég þó að Íslendingum þóttu þeir svaka-
lega neikvæðir og gagnrýnir og
glataðir, sennilega vegna þess
við Íslendingar kunnum ekkert
sérlega vel að meta hæðni og
höfum ekki mikinn húmor fyrir
okkur sjálfum.
Ég flissaði mikið yfir pistli á
Iceland Review-vefnum um dag-
inn þar sem erlendur blaðamaður
fór mikinn um allt „hipp og kúl“
liðið í 101 Reykjavíkur. „Tragi-
cally hip“ kallaði hann þetta fólk
sem er einmitt vinsælt viðfangsefni allra þeirra blaðamanna sem koma
hingað út af Airwaves eða næturlífinu. (Útlendir blaðamenn halda senni-
lega að Reykvíkingar einskorðist við litríka liðið sem þeir sjá hanga á
kaffihúsum og tónleikum niðri í miðbæ og vita ekki af öllum settlegu
húsfrúnum í Fossvoginum sem hafa unun af kokkteilum og þar sem tón-
listaráhuginn takmarkast við Katy Melhua). En þessi tiltekni blaðamað-
ur skaut hipsterana niður með einum hæðnislegum pistli.
Hann talar um fólkið sem þarf alltaf að klæða sig „öðruvísi“ þar til
allir líta út fyrir að vera eins, mikilvægi þess að vera alltaf að „gera eitt-
hvað skapandi“ (þó að það sé í rauninni ekki að gera neitt), fólkið sem
segist alltaf elska þig þegar það hittir þig (en baktalar þig um leið og þú
ert farinn), fólkið sem hegðar sér yfirlætislega á bar og lætur eins og
það eigi alla borgina og fólkið sem mun aldrei þora að hafa skoðun sem
er á skjön við skoðanir hinna hipsteranna. Það er allavega hressandi á
meðan allir (og ég er alls ekki saklaus af því) eru að dissa skinkurnar
og hnakkana og fólkið sem þykist vera svalara en allir hinir fái endrum
og eins á sig jökulkalda gusu. Face!
Hipstería
Norræna húsið
Mánudagur 1. febrúar 2010
Höfundahádegi kl. 12:00
Rithöfundarnir Óskar Guðmundsson og Einar Kárason
spjalla um nýútkomna ævisögu Snorra Sturlusonar sem
Óskar hefur ritað. Höfundahádegi verða alla mánudaga í
febrúar auk 1. mars.
Alla daga frá 12-17
Sýning í anddyri: 52 húfur á 52 vikum
Sýningin 52 Húfur er afrakstur þess markmiðs sem Edda
Lilja Guðmundsdóttir setti sér fyrir árið 2009, að gera 52
húfur á 52 vikum.Skilyrðið var að engar tvær húfur væru
eins og að þær væru allar gerðar úr garni sem hún átti til.
Edda Lilja mun vera með fyrirlestra og leiðsagnir um
sýninguna. Sýningin stendur til 27. febrúar.
Alla daga frá 12-17, nema mánudaga
Sýning í sýningarsal Norræna hússins:
Mótmælandi Íslands
Helgi Hóseasson oft kallaður mótmælandi Íslands hefði
orðið níræður 21. nóvember síðastliðinn. Helgi sem var
smiður og handverksmaður góður, lagði mikla vinnu í
skiltin fjölmörgu sem hann mótmælti með en segja má
að hvert þeirra sé listaverk út af fyrir sig. Sýningin
stendur til 14. febrúar.
> HEITT Á KÖNNUNNI Í KRON KRON
Aðdáendur hönnuðarins Bernhards Wilhelm
munu taka gleði sína í Kron Kron nú um
helgina en þar verður slegið upp sérstökum
Bernhard Wilhelm-dögum þar sem flíkur eftir
hann verða seldar á hálfvirði en meðal annars
er hægt að festa kaup á hinum frægu köflóttu
og víðu kjólum og skyrtum sem hafa verið
afar vinsælar í vetur. Tilboðið stendur yfir fram
á næsta miðvikudag og heitt kaffi verður á
könnunni.