Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2010, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 30.01.2010, Qupperneq 72
44 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Íslenska landsliðið í handbolta mætir Frökkum í undanúr- slitum EM klukkan eitt í dag. Stemningin í kringum leiki landsliðsins hefur verið gríðarlega góð og vertar höfuð- borgarinnar búast við góðri mætingu enda ekki leikið eldsnemma á morgnana eins og var á Ólympíuleikunum. - sm VERTAR ERU VIÐ ÖLLU BÚNIR ENSKI BARINN „Það er búið að vera fullt á öllum leikjunum og mjög góð stemning,“ segir Jóhann Már Valdimarsson, starfsmaður á Enska barnum við Austurstræti. Hann segir staðinn þéttsetinn í hvert sinn sem Ísland spilar en þar sem leikirnir hafa farið fram svo snemma sé lítið um drykkjulæti. „Hingað detta líka óvart inn útlendingar sem hafa aldrei séð íþróttina áður og skilja ekki út á hvað þetta gengur. En þeir komast flestir fljótt inn í þetta og hafa haft gaman af,“ segir Jóhann Már. Enski barinn sýnir leikinn á þremur breiðtjöldum og tveimur sjónvarpsskjáum. Sérstakt tilboð verður á stórum bjór meðan á leiknum stendur og kostar mjöður- inn þá 700 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Landsliðstreyjur Íslands í hand- bolta seldust upp í gær eftir sigur- inn frækna gegn Norðmönnum. Magnús Vignir Pétursson, eig- andi Jóa útherja, segir það leiðin- legt að ekki skuli lengur vera til treyjur fyrir fjölmarga aðdáend- ur liðsins. „Síminn hringir stans- laust og það eru allir að spyrja um þetta sem eru að fara út á leikina. Það eru tvær til þrjár flugvélar fullar af fólki og það þýðir fimm hundruð manns,“ segir hann. Engir búningar eru væntanleg- ir fyrr en eftir viku en þá verður mótið löngu búið. „Þetta gengur ekki og ég er voða sár yfir þessu. Ekki eingöngu vegna viðskipt- anna heldur vegna HSÍ. Það á að láta þá njóta góðs af því að fram- leiða eins mikið og hægt er til að styrkja þá.“ Að sögn Magnúsar hafa sumir viðskiptavinir brugðið á það ráð að kaupa landsliðs treyj- ur í fótbolta til að klæðast á pöll- unum í Austurríki í stað hand- boltatreyjanna. Starfsmaður fyrirtækisins Sportlands, sem pantar treyjurn- ar frá Þýskalandi, sagði Frétta- blaðinu að ákveðið hefði verið að hafa hægt um sig í innkaupum á treyjum vegna þess að nýr lands- liðsbúningur komi í vor og þeir hafi ekki viljað sitja uppi með stóran lager af úreltum treyjum. Eftirspurnin haldist í hendur við gengi liðsins og því miður hafi ekki verið til nóg af treyjum fyrir alla í þetta sinn. Að sögn Hermanns Þórs Þráins- sonar, markaðs- og fjölmiðlafull- trúa HSÍ, stendur til að koma upp netverslun á heimasíðu HSÍ og þá kemur þetta vandamál vonandi ekki upp aftur. - fb Landsliðstreyjurnar uppseldar Í FULLUM SKRÚÐA Magnús Vignir Pétursson hefur selt upp allar handboltatreyjurnar sem hann átti í verslun sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Átrúnaðargoð X-Factor stjörnunn- ar Susan Boyle lét ekki svo fögur orð falla um söngkonuna í viðtali við The Daily Mail fyrir stuttu. Ellen Paige hefur gert garðinn frægan fyrir hlutverk sín í hinum ýmsu söngleikjum og hefur Susan Boyle ávallt nefnt Paige á nafn þegar hún er spurð um áhrifavalda sína. Hingað til hefur Paige sýnt Boyle nokkurn stuðning og meðal annars sungið með henni dúett, en í nýlegu viðtali virðist hún ekki mikill aðdáandi X-Factor stjörn- unnar. „Susan Boyle hefur náð mjög langt miðað við það að hún varð fræg yfir nóttu með aðstoð Youtube. Hún var eins og vírus sem ferðaðist um heiminn á nanó- sekúndu. Hún hefur enga reynslu á sviði leiklistar, tónlistar eða list- ar yfirhöfuð,“ sagði Paige um hina skosku Boyle. Líkt við tölvuvírus EINS OG VÍRUS Ellen Paige, átrúnaðar- goð Susan Boyle, líkti henni við tölvuvír- us í nýlegu viðtali. „Ég er að velta því fyrir mér að íhuga að hætta að reykja,“ segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan. Nafn Helga hefur oft komið upp í samhengi við umræður um reyk- ingar. Unnið hefur verið að því kerfisbundið síðustu ár að fækka opinberum stöðum sem leyfa reykingar og ef Helgi hættir mætti segja að síðasta vígi reyk- ingafólks sé að falla. „Ég ætla að gera alvöru úr þessu, ég nenni þessu helvíti ekki lengur. Ég hef ekki samvisku í að vera að reykja matarpeninga fjöl- skyldunnar lengur,“ segir Helgi harðákveðinn. „Ég veit ekki hvort Viceroy-fyrirtækið sé búið að gefa út afkomuviðvörun. Þeir ættu kannski að gera það.“ Ýmsar aðferðir eru í boði fyrir fólk sem vill hætta að reykja. Alls kyns nik- ótínvörur, sjálfshjálparbækur og jafnvel dáleiðsla. Helgi reiknar greinilega með harðri baráttu þar sem hann hyggst nota allar aðferðirnar í einu. „Ég hugsa að það kæmi ágætlega út,“ segir hann. Það er skap í Helga, en það hefur hing- að til verið ein af ástæðunum fyrir því að hann hefur haldið áfram að sjúga hvítu vindlingana. „Ég verð örugglega ekki eins og sól í heiði fyrst um sinn,“ viðurkennir Helgi, sem dvelur á Akureyri þessa dag- ana og býst við að hreina loftið fyrir norð- an hjálpi til. „Hér er ekki sérstaklega gert ráð fyrir því að fólk reyki,“ segir Helgi. „Þetta er klárlega ekki eins neyslutengt umhverfi eins og Reykjavík. Fyrir mér er Reykjavíkurborg eins og stór öskubakki. Akureyri er það ekki.“ - afb Síðasta vígi reykingafólks fellur REYNIR AÐ HÆTTA Helgi ætlar að beita ýmsum aðferðum við að hætta að reykja. ÖLVER „Við erum búnir að sýna alla leikina, og þá ekki bara þegar Ísland keppir heldur alla aðra leiki líka, og ætlum að halda því áfram. Hér hefur verið mjög góð stemning og hún fer vaxandi eins og alltaf þegar vel gengur. Þetta fer að verða jafn spennandi og á Ólympíuleikunum,“ segir Magnús Páll Halldórsson, eigandi sportbarsins Ölvers. Magnús Páll spáir íslenska liðinu sigri í dag í leiknum á móti Frökkum og er bjartsýnn á gullið. Aðspurður segist hann hafa fengið fólk af mörgu þjóðerni á staðinn og segir Íslendingana oftast mjög kurteisa við mót herjana að leik loknum. Ölver sýnir leikinn beint á fimm breiðtjöldum og tuttugu og fjórum sjónvörpum og því ætti ekki að væsa um neinn á þeim stað. Stór öl kostar 750 krónur en einnig er hægt að kaupa mat með og kostar þá bjórinn 600 krónur. FRÉTTALAÐIÐ/ANTON PLAYERS Sportbarinn Players er á meðal þeirra staða sem hafa sýnt frá leikjum Evrópumótsins í handbolta. Þórður Ágústsson, eigandi staðarins, segir stemninguna hafa verið gríðar- lega. „Stemningin hefur verið mjög góð og bjórsalan er bara í samræmi við stemninguna. Leikirnir eru þó flestir á þeim tíma að það er ekki mikið um drykkju, við erum fyrst og fremst að bjóða fólki upp á góða aðstöðu til að horfa á leikinn. Við erum með sjö breiðtjöld og tólf skjái þannig að það ætti að fara vel um fólk,“ segir Þórður. Players tekur um sjö hundruð manns og að sögn Þórðar hefur verið þétt setið á öllum leikjum. Sérstakt tilboð verður á mat og bjór alla helgina og hægt verður að kaupa 5 bjóra í fötu á 1500 krónur. Á myndinni er Björn Jakobsson, vaktstjóri á Players. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > OZZY Í BÍÓ Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur lokið við æviminningar sínar og hefur bókin hlotið titilinn I Am Ozzy. Rokkarinn hefur sagt að það komi til greina að gera kvikmynd byggða á bókinni og vill hann fá Johnny Depp sjálfan til að leika sig. „Hann er einn fárra leik- ara sem þekkja rokk og ról. Og hann getur talað með breskum hreim,“ sagði rokkarinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.