Fréttablaðið - 30.01.2010, Síða 74
46 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR
Leikarinn John Travolta
segir að trúin hafi hjálp-
að sér að komast yfir dauða
sextán ára sonar síns Jett.
„Við unnum að því dag
hvern með hjálp kirkjunn-
ar okkar að láta sárin gróa,“
sagði Travolta, sem hefur
lengi verið meðlimur í hinni
umdeildu Vísindakirkju.
„Ég, Kelly og Ella höfum
öll lagt mjög hart að okkur
og kirkjan hefur hjálpað
okkur,“ sagði hann og átti
þar við eiginkonu sína Kelly og dóttur þeirra. Tökum á nýjustu
mynd Travolta, From Paris With Love, lauk nokkrum dögum áður
en Jett lést eftir flogakast þann 2. janúar í fyrra á Bahamaeyjum.
Trúin skipti sköpum
JOHN TRAVOLTA Vísindakirkjan hjálpaði Tra-
volta að jafna sig eftir dauða sonar hans.
Eftir glæsilegan árangur
íslenska handboltalands-
liðsins á Evrópumeist-
aramótinu í Austurríki
hefur nú fjöldi Íslendinga
ákveðið að fjölmenna til
Vínarborgar. Þar fara fram
um helgina undanúrslit og
úrslit keppninnar en Ísland
mætir heims- og Ólymp-
íumeisturum Frökkum í
undanúrslitum í dag.
Þó búa ekki allir það vel að hafa
orðið sér úti um miða á leiki
íslenska liðsins áður en lagt var af
stað til Austurríkis. Hópur Íslend-
inga sem stóðu fyrir utan keppn-
ishöllina í Vínarborg og héldu
á spjaldi sem á stóð: „We need
tickets“, varð á vegi blaðamanns
Fréttablaðsins.
Meðal þeirra var parið Hjalti
Brynjarsson og Íris Huld Christ-
ersdóttir sem eru námsmenn í
Árósum í Danmörku. „Við vorum
að horfa á leik Danmerkur og Nor-
egs heima í stofu og ákváðum bara
að skella okkur,“ sagði Íris Huld
sem hélt á skiltinu góða. „Við lögð-
um af stað klukkan hálf tólf um
kvöldið fjögur saman og keyrðum
nánast látlaust í sautján tíma.“
Hún var á leik Íslands og Nor-
egs í fyrrakvöld þar sem Ísland
vann eins marks sigur og tryggði
sér þar með sæti í undanúrslit-
um keppninnar. Þá tók við leitin
að miðum fyrir úrslitahelgina.
„Við erum ekki komin með miða
á leikinn gegn Frökkum á morgun
og þess vegna erum við hér. Við
erum þó með miða á úrslitaleikinn
á sunnudaginn en hann fengum
við á hundrað evrur. Kærastanum
mínum var ekið inn í verksmiðju
af skuggalegum manni sem seldi
honum miðana. Við fengum góðan
díl.“
Hún sér því ekki eftir að hafa
komið þótt hún þurfi að standa
úti í kuldanum fyrir utan keppn-
ishöllina. „Alls ekki. Við tókum
þessa skyndiákvörðun af því að
við höfum trú á strákunum. Það
var líka svo gríðarlega góð stemn-
ing á leiknum gegn Noregi að við
teljum ferðina hafa staðið fylli-
lega undir sér.“
Eins og fram hefur komið í
fréttum fylltist í pakkaferð til
Vínar á tíu mínútum enda áhug-
inn gríðarlega mikill. En þeir eru
miklu fleiri sem koma á eigin
vegum og eru ekki með miða á
leikina. „Við höfum hitt fullt af
fólki sem er enn ekki komið með
miða. Það er margt fólk á Íslend-
ingabarnum og aðeins einn úr
þeim hópi sem var kominn með
miða á undanúrslitin.“
Keyptu miða af skugga-
legum manni í verksmiðju
KOMIN TIL AUSTURRÍKIS Hjalti Brynjarsson, Íris Huld Christersdóttir, Hrönn Vilhjálmsdóttir, Telma Ríkharðsdóttir og Bjarki Gústafs-
son auglýsa eftir miðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HJALTI ÞÓR HREINSSON
Í dag verður opnuð sýning Laufeyjar Johansen í
Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30 en Laufey er í
mjög nánu sambandi við hina týndu plánetu Vúlkan.
„Ég hef tekið að mér að vera málsvari orkunnar frá
Vúlkan hér á jörðinni. Það sem ég mála er landslag
frá Vúlkan, en einnig áhrif frá öðrum plánetum.“
Áhrifum Vúlkan á líf og list Laufeyjar fór að gæta
fyrir rúmlega tveimur árum. „Mér var sagt frá því
af Páli Sigurvinssyni á Hellissandi að ég hefði feng-
ið það hlutverk að vera millistykki fyrir orkuna frá
Vúlkan. Ég hélt að maðurinn væri ekki með öllum
mjalla. En þetta var ekki í fyrsta skipti sem einhver
sagði svona við mig. Ég á spólu með miðli í Dan-
mörku sem sagði að ég ætti eftir að verða mikill
listamaður en þá kunni ég ekki einu sinni að teikna
Óla prik. En þetta eru engar tilviljanir. Það eru
brautir sem toga þig inn á sig, en spurningin er bara
hvort þú hlustir eða ekki. Ég hlustaði. Og þetta er
það stórkostlegasta sem ég hef kynnst.“
Laufey ólst upp við andleg fræði. Afi hennar var
Einar Kvaran, mikill frumkvöðull í sálarrannsókn-
um, og hún ólst upp við tíða miðilsfundi. Plánetan
Vúlkan sem „talar“ svona sterklega til hennar, var
löngum talin vera á milli Merkúr og sólarinnar en
stjarnfræðingar segja flestir í dag að hún sé ekki
til. Vúlkan kemur mikið fyrir í Star Trek-myndun-
um og Laufey er ekki í neinum vafa um að plánetan
sé á sínum stað, svo sterklega finnur hún til hennar.
Sýningin verður opnuð kl. 14 í dag og stendur til 14.
febrúar. drgunni@frettabladid.is
Býður fólki til Vúlkan
ORKAN ER ÁÞREIFANLEG Laufey Johansen málar landslag og
orku frá Vúlkan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Slúðurtímaritin í Bandaríkjunum
hafa velt sér mikið upp úr sam-
bandi Angelinu Jolie og Brads
Pitt sem nú virðist á brauðfót-
um. Allt verður bandarísku slúð-
urpressunni að umtalsefni og nú
hafa fjölmiðlar ákveðið að beina
sjónum sínum að dóttur leikara-
parsins sem þykir of strákslega
klædd.
US Magazine hefur eftir ónafn-
greindum sérfræðingi að Angel-
ina Jolie gæti verið að bæla innra
eðli hinnar þriggja ára gömlu
Shiloh með því að klæða hana
eins og strák og að það stuðli að
mögulegri stríðni. „Ef Angelina
er sjálf að velja föt á dóttur sína,
gæti hún verið að bæla hennar
innri mann,“ sagði sérfræðing-
urinn, sem telur jafnframt að
klæðavalið megi rekja til kyn-
hneigðar Jolie, en hún hefur
opinberlega sagst vera tvíkyn-
hneigð.
Of strákslega klædd
SLÆMT FATAVAL Sérfræðingur í Banda-
ríkjunum telur að Angelina Jolie sé að
bæla innri mann Shiloh.
Söngkonan Rihanna syrgir frá-
fall hinnar sex ára gömlu Jasminu
Anema, ungrar stúlku sem barðist
við hvítblæði. Söngkonan greiddi
fyrir mergígræðsluaðgerð fyrir
Jasminu en þrátt fyrir að aðgerð-
in hafi tekist vel lést telpan í byrj-
un vikunnar. „Fréttir af andláti
Jasminu hryggja mig mikið. Hún
var mjög hugrökk
og einstakt barn.
Hún var sterk-
ari en margt full-
orðið fólk sem ég
hef hitt og ég er
svo þakklát fyrir
að hafa kynnst
henni,“ sagði
Rihanna.
Minnist vin-
konu sinnar
SYRGIR Rihanna syrgir
unga vinkonu sína
sem lést af völdum
hvítblæðis.
Ársfundur Hins íslenska biblíufélags
7. febrúar kl. 12:30 í safnaðarheimili
Seltjarnarneskirkju
Dagskrá
1. Ársreikningur 2009
2. Skýrsla stjórnar og stefnulýsing
3. Tillögur að lagabreytingum
4. Kjör í stjórn
5. Önnur mál
Með breyttu hugarfari getur þú öðlast
það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem
hefur náð frábærum árangri í lífinu.
NLP er öflugasta sjálfstyrkingarnámskeið
sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
19. - 21. og 26. - 28.feb. 2010
www.ckari.com; Mail: rosa@ckari.com; Sími: 894-2992
Kári Eyþórsson MPNLP
„Hugurinn ber þig alla leið“
- Er sjálfstraustið í ólagi?
- Viltu betri líðan?
- Skilja þig fáir?
- Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu?
- Gengur öðrum betur í lífinu en þér?
- Gengur illa að klára verkefni?
- Er erfitt að höndla gagnrýni?
© cKari.com