Fréttablaðið - 30.01.2010, Síða 80

Fréttablaðið - 30.01.2010, Síða 80
52 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR EM Í AUSTURRÍKI EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Vín eirikur@frettabladid.is HANDBOLTI Arnór Atlason fór á kostum gegn Noregi í fyrrakvöld og segir að það væri ekki slæmt ef varnarmenn Frakka myndu sýna sér meiri athygli en aðrir andstæðingar Íslands á mótinu hingað til. „Vonandi fæ ég meiri athygli. Það þýðir að þá opnast svæði fyrir aðra annars staðar á vell- inum og við eigum svör við því,“ sagði Arnór. „Annars á ég von á því að Frakkar muni spila sína framliggjandi vörn sem er örugg- lega besta vörn í heimi. Við telj- um okkur þó vera með mjög gott sóknarlið og að við eigum svör við öllum týpum af þeim varnar- leik sem við fáum á móti okkur.“ - esá Arnór Atlason: Frakkar með bestu vörnina ARNÓR ATLASON Var óstöðvandi gegn Norðmönnum. MYND/DIENER HANDBOLTI Allar líkur eru á því að Ísland muni spila í rauðu búning- unum sínum gegn Frökkum í dag. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, sagði við Fréttablaðið í gær að það væri ekki enn búið að taka ákvörð- un um búningamál fyrir leikinn gegn Frökkum í undanúrslitum EM í handbolta í dag. „En ef Frakkar vilja spila í sínum bláu búningum hugsa ég að við myndum gefa þeim það eftir,“ segir Einar. Ísland hefur gert tvö jafntefli í bláum búningum en unnið þrjá og gert eitt jafntefli í þeim rauðu. Ísland er því augljóslega betra í rauðu búningunum rétt eins og á Ólympíuleikunum í Peking. Þá spilaði liðið þrisvar í bláum búningum, vann einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik. Í rauðu búningunum vann liðið aftur á móti þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einum leik. Það var einmitt úrslitaleik- urinn gegn Frökkum. - esá Búningamál Íslands: Strákarnir eru betri í rauðu BESTIR Í RAUÐU Ísland flengdi Frakk- land, 32-24, í rauðum búningum á HM 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Það hefur gengið á ýmsu hjá Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara í handbolta. Hann hefur staðið í ströngu með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramót- inu þar sem liðið er komið í undan- úrslit og mætir heims- og ólympíu- meisturum Frökkum í dag. En það hefur fleira komið til en bara dramatíkin á EM. Honum var á dögunum tilkynnt með sms- skilaboði að atvinnuveitandi hans, handknattleiksfélagið GOG í Dan- mörku, væri orðinn gjaldþrota, þrátt fyrir að hann hefði samþykkt launalækkun daginn áður. Þá var Gunnar Magnússon, meðlimur í þjálfarateymi íslenska landsliðsins, skyndilega boðaður heim til Íslands vegna áfalls í fjöl- skyldu hans. Hefur tekið mikið á Það tók mikið á Guðmund sem og aðra í landsliðinu sem tileinkuðu Gunnari og hans fjölskyldu sigur- inn á Noregi í fyrrakvöld. „Allt þetta hefur tekið mjög mikið á og þessu fylgja miklar og erfiðar tilfinningar,“ sagði Guð- mundur við Fréttablaðið í gær. „Það þarf ákveðinn styrk til að geta haldið áfram enda hefur þetta verið tilfinningalegur rússíbani. Ég hef reynt af fremsta megni að leggja ofurkapp á að einbeita mér að því verkefni sem er fram undan,“ segir Guðmundur. „Ég hef haft það að reglu að líta á að tækifærin séu til staðar í öllum aðstæðum. Það þurfi bara að finna þau. GOG er nú farið á haus- inn og þá koma upp önnur tæki- færi í staðinn. Kannski seinna og á öðrum stað en þangað til mun ég ekki velta mér frekar upp úr því.“ Guðmundur leggur mikla áherslu á að undirbúa íslenska landsliðið sem best fyrir leiki sína. Sú und- irbúningsvinna fer að mestu fram fyrir framan tölvuskjáinn þar sem þjálfarateymið klippir saman hin ýmsu myndskeið sem gagnast við að leikgreina bæði íslenska liðið og andstæðinginn. „Ég hef ekki tekið það saman hversu marga klukkutíma ég er fyrir framan tölvuna,“ segir Guð- mundur. „Kannski hálfan sólar- hringinn. Það fer allur dagurinn í þetta og öll kvöld og þar að auki skiptum við þessu á milli okkar. Óskar Bjarni [Óskarsson aðstoð- arþjálfari] klippir á nóttinni og ég byrja svo að horfa eldsnemma á morgnana og er að allan daginn.“ Guðmundur segir að hvert tæki- færi sé nýtt. „Við tókum til dæmis tölvuna með okkur á æfingu fyrir leikinn gegn Noregi. Á meðan strákarnir voru að hita upp vorum við enn að horfa á upptökur af norska liðinu.“ Guðmundur segir þó nauðsyn- legt að gefa sér svigrúm til hvíld- ar. „Ég næ um 5-6 tíma svefni,“ segir hann. Öll vinnan hefur borgað sig. Ísland er komið í undanúrslit á sínu öðru stórmóti í röð. „Við erum að staðfesta nú að við erum meðal fjögurra bestu þjóða í heimi. Það er oft mjótt á munum í þessu en við erum í þessum hópi eins og er.“ Hann segir einnig mikilvægt að hugsa um eigin styrk – ekki styrk andstæðingsins. „Það er mjög mikilvægt. Auð- vitað skiptir það máli hverjum við mætum og við þurfum að und- irbúa okkur rétt fyrir alla leiki. En fyrst og fremst þurfum við að hugsa um okkur sjálfa og að spila vel úr því sem við höfum. Það er það allra mikilvægasta.“ Styrk þarf til að halda áfram í þessum tilfinningalega rússíbana Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur upplifað margt á síðustu tveimur vikum. Hann hefur gengið í gegnum allan tilfinningaskalann á EM í handbolta hér í Austurríki, orðið fyrir atvinnumissi auk þess sem náinn samstarfsmaður hans í landsliðinu varð fyrir miklu áfalli. EINBEITTUR Guðmundur er gríðarlega metnaðarfullur og skipulagður þjálfari sem leggur meiri tíma í sína vinnu en flestir aðrir. MYND/DIENER HANDBOLTI Ísland mætir í dag Frökkum í undanúrslitum Evr- ópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki. Um er að ræða bæði heims- og ólymp- íumeistarana en Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Frökkum í úrslitum Ólympíuleikanna í Pek- ing. Alls mun Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari funda þrívegis með sínum leikmönnum þar sem andstæðingurinn er leik- greindur og leikskipulag Íslands ákveðið. „Það er ekki erfitt að halda einbeitingu á fundunum,“ sagði Róbert Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, við Frétta- blaðið í gær. Guðmundur stýrir fundunum en leikmenn geta þó komið sínu á framfæri. „Hann byrjar fund- inn á því að sýna okkur það sem hann hefur tekið saman og segir okkur hvað hann vill gera. Svo spyr hann einnig hvað okkur finnst um hans hugmyndir og þá fer af stað umræða um það. Þetta er allt mjög lýðræðislegt þó svo að Guðmundur stjórni auðvitað fundinum.“ Róbert segir einnig að það sé einn helsti kostur Guðmundar að hann sé reiðubúinn að hlusta á leikmenn og taka til greina það sem þeir hafa að segja. „Hann gerir auðvitað ekki allt sem við segjum en hann hlustar á okkur og leyfir okkur að taka mikinn þátt í öllu ferlinu. Ég hef aldrei haft þjálfara sem sinnir undirbúningsvinnu sinni jafn vel og Guðmundur. Við erum í raun það vel undirbúnir að við eigum að vita nákvæmlega hvað muni gerast í leiknum. Ef við klikkum þá er það okkur að kenna,“ segir hann og brosir. En Róbert segir einnig jákvætt við fundina að þeir séu mjög léttir og skemmti- legir. „Það er einn af hans kostum að hann gerir þetta mjög létt og skemmtilegt, bæði er mikið hleg- ið og gert grín. Það er það sem kemur manni í gegnum þetta.“ Fyrsti fundurinn fyrir leikinn gegn Frökkum var eftir hádegis- matinn í gær. „Þar verður tekið fyrir hvernig Frakkar spilað. Svo í framhaldi af því er æfing. Eftir kvöldmatinn er svo annar fund- ur þar sem farið er yfir það sem ekki var gert á fyrri fundinum.“ En þar með er ferlinu ekki lokið. „Eftir morgunmat á leik- dag er annar fundur sem er not- aður til að skerpa á þeim helstu áhersluatriðum sem lögð hafa verið fyrir. Svo er því tekið rólega fram að leik en undirbúningnum lýkur alltaf á því að við horfum á sérstakt myndband sem hefur verið klippt saman og á að koma okkur í réttu stemninguna fyrir leik. Við hlökkum ávallt mikið til þess.“ - esá Róbert Gunnarsson línumaður um undirbúningsferli íslenska landsliðsins í handbolta: Guðmundur sá besti í að undirbúa lið fyrir leiki RÓBERT GUNNARSSON Hefur verið burðarás í íslenska liðinu og sjaldan eða aldrei verið betri. MYND/DIENER Hörmungar dynja yfir íbúa Haítí Söfnunarsíminn er 904 1500 eða Leggðu inn á reikning:0342 - 26 - 12 kt. 530269-2649 www.raudikrossinn.is Þú getur hjálpað!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.