Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 86

Fréttablaðið - 30.01.2010, Side 86
58 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR „Ég tel að þetta sé fyrsta góðgerð- arpókermótið á Íslandi. Ég hef ekki heyrt um önnur,“ segir Sig- urpáll Jóhannesson, frá pókerk- lúbbnum Kojack. Góðgerðarpókermótið Ljós í myrkri verður haldið í pókerk- lúbbnum Kojack í Kópavogi á mánudag. 5.000 kr. kostar að taka þátt og keppendur geta keypt sig inn tvisvar. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála, en keppendur ákveða fyrirfram hvert verðlauna- féð rennur, sigri þeir mótið. Fjöru- tíu manns hafa þegar boðað komu sína, meðal annarra leikararn- ir Gísli Örn, Ólafur Darri, Björn Hlynur, Rakel Garðarsdóttir, Nína Filippusdóttir og Víkingur Kristj- ánsson. Þá ætla Hilmir Snær, Auð- unn Blöndal, Egill Gillz, Svava í 17 og Selma Björnsdóttir að mæta á svæðið ásamt fjölmörgum öðrum. Sigurpáll hyggst bjóða upp á pókerkennslu fyrir mótið, fyrir þá sem hafa ekki spilað póker. „Stutt kennsla hefur komið fólki langt,“ segir hann. „Við veitum spilurun- um líka ýmis verðlaun. Það verða ekki peningar, allur potturinn fer óskertur til góðgerðarmála.“ Þeir sem skrá sig til leiks verða að gefa upp fyrirfram hvaða mál- efni þeir vilja styrkja. Meðal félag- anna sem skráðir keppendur hafa nefnt eru Unicef, Blátt áfram, Neistinn, Amnesty, Haítí-sjóður- inn, Umhyggja, Mæðrastyrks- nefnd, Rauði krossinn, Barnaspít- ali Hringsins og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. - afb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Paul Myners. 2 Nesver. 3 Atli Hilmarsson. Agnes Marinósdóttir Aldur: 29 ára. Starf: Ég er hópstjóri hjá Vodafone á daginn og hönnuður at night. Fjölskylda: Makinn heitir Aron Þór og barnið Ólafur Árni. Búseta: Reykjavík, Hlíðarnar Stjörnumerki: Ég er naut. Vesturport spilar á góðgerðarpókermóti PÓKER FYRIR GÓÐAN MÁL- STAÐ Svava í 17, Selma Björnsdóttir, Ólafur Darri og Víkingur Kristjánsson eru á meðal þeirra sem keppa á góð- gerðarmóti í póker á mánudag- inn. „Þetta var nú hugmynd hjá Magn- úsi Geir, að við í Ný Dönsk mynd- um semja nýtt lag. Síðan valdi hann, Ólafur Haukur Ólafsson, Guðjón Davíð Karlsson og Hall- grímur Óskarsson hentugasta lagið og það reyndist vera mitt. Ég hef nú reyndar verið sakaður um það af hinum strákunum að hafa eitt- hvað átt við niðurstöðurnar af því að ég er tónlistarstjóri sýningar- innar en það er af og frá og algjör- lega úr lausu lofti gripið,“ segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður og tón- listarstjóri sýningarinnar Gaura- gangur. Nýtt lag frá hljómsveitinni Ný Dönsk verður að finna í nýrri upp- færslu Borgarleikhússins sem Magnús Geir Þórðarson leikstýr- ir. Lagið heitir Vertu með og verð- ur sungið af Ormi og Ranúr, þeim Guðjóni Davíð og Hallgrími. Jón segir þá staðreynd vera sérstak- lega skemmtilega. „Í gömlu upp- færslunni var nefnilega svo lítið af lögum fyrir Ranúr en nú fær hann að láta ljós sitt skína,“ segir Jón. Hljómsveitin Ný Dönsk tók mik- inn þátt í uppfærslu Þjóðleikhúss- ins á sínum tíma, hafði sínar eigin línur og dansaði meira að segja. Nú verður sveitin hins vegar víðs- fjarri að þessu sinni, enda hluti hennar orðinn of feitur og gamall fyrir slíka leiki, svo notuð séu orð tónlistarstjórans sjálfs. „Annars er tónlistin sjálf skárri en ég hélt. Þótt henni hafi aðeins verið ýtt til hlið- ar þá hafa bæði framhaldsskólar og áhugamannaleikhús sett þessa sýn- ingu reglulega upp og maður hefur því aldrei losnað almennilega frá henni,“ segir Jón og bætir því við að upphafið megi rekja til þess að Ný dönsk sat á hótelherbergi úti í Eyjum eftir að hafa spilað á Þjóð- hátíð með handrit leikritsins fyrir JÓN ÓLAFSSON: SIGRAÐI Í LAGAKEPPNI HJÁ NÝ DÖNSK Ný Dönsk með nýtt lag í nýjum Gauragangi LEIKHÓPURINN Leikhópurinn hefur tekið smá breytingum frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir. Birgitta Birg- isdóttir tekur við hlutverki Höllu af Ilmi Kristjáns- dóttur en þeir Hallgrímur Óskarsson og Guðjón Davíð Karlsson verða Ormur og Ranúr. Valgerður Guðnadóttir leikur draumadísina Lindu og Þor- steinn Gunnarsson verður Hreiðar, nágranni Orms. Þá mun sjálfur Sveppi leika Sveitó og Þröstur Leó er stjúpi Orms. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. framan sig og síðan hafi hverjum og einum verið úthlutað verkefni. „Því má alveg segja að tónlistin sé eftir okkur alla.“ Jón býst fastlega við því að hrað- inn verði aðeins keyrður upp í tón- listinni en hann hefur fengið til sín einvalalið hljóðfæraleikara í „hljómsveit hússins“. „Þetta eru þeir Kristinn Agnarsson á tromm- ur, Ingibjörn Ingason spilar á bassa, Börkur Birgisson og Stefán Magn- ússon spila á gítar og Þorbjörn Sig- urðsson verður á hljómborðinu.“ Jón segir fínt að fá tækifæri til að vinna að þessari sýningu aftur. „Það var skemmtilegt að vera þáttakandi síð- ast, nú fær maður hins vegar tæki- færi til að bæta um betur.“ freyrgigja@frettabladid.is Edduverðlaunin verða sýnd í beinni útsendingu og opinni dagskrá frá Háskólabíói á Stöð 2 laugardagskvöldið 27. febrúar. Eddan hefur verið sýnd undanfarin tíu ár í Sjónvarpinu en hætt var við útsendinguna í ár vegna niður- skurðar, eins og komið hefur fram í Frétta- blaðinu. „Þetta er mjög ánægjulegt. Þegar það kom í ljós að vegna niðurskurðar yrði RÚV ekki með Edduna þá spurðum við þá á Stöð 2 og þeir sögðu strax já,“ segir Björn Brynjúlf- ur Björnsson, formaður ÍKSA, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. „Við erum mjög spenntir og þetta kemur á skemmtilegum tíma,“ segir hann og reiknar með að tilnefningarnar verði til- kynntar á næstu dögum. Mikil óánægja hefur verið á meðal leikara og kvikmyndagerðarmanna um væntanlegan niðurskurð stjórnvalda til kvikmyndagerðar. Björn segir þessa beinu útsendingu gott tækifæri fyrir almenning til að sjá hversu blómleg íslensk kvikmyndagerð er um þessar mundir. „Þarna geta menn séð á einum stað hvað er framleitt á einu ári, séð hvað er verið að gera og hversu vel, til dæmis í samanburði við erlent efni. Það er ágætt að menn horfi yfir það á sama tíma og menn hugsi um að skera niður um þriðjung eins og ríkisstjórnin er að gera.“ Hann bætir við að Eddan í ár verði óvenjuleg af þessum sökum. „Þessi Edda verður ekki lík neinni annarri. Hún verður náttúrlega lituð af stemningunni og því sem er að gerast í bransanum.“ Miðaverð á Edduna verður 1.000 krón- ur, sem er töluvert lægra en undan- farin ár. Að auki verða eitt þúsund áhorfendasæti í boði sem er mun meira en verið hefur. „Ég spái því að það komist færri að en vilja. Eins og stemningin er í kringum kvikmyndagerðina þá á ég ekki von á öðru. Það eru allir að sýna okkur mikinn stuðning og ég vona að það sjá- ist á Eddunni,“ segir Björn. - fb Eddan frá RÚV á Stöð 2 BJÖRN BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON Edduverðlaunin verða sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 laugardagskvöldið 27. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fréttablaðið sagði frá því á dögunum að Eva Hauksdóttir, einnig þekkt sem Eva norn, ætlaði að senda frá bókina Ekki lita út fyrir á næstunni. Bókina vann hún ásamt ljósmynd- aranum Ingólfi Júlíussyni, en myndefni bókarinnar þykir nokkuð krassandi og Eva ku meðal annars sitja fyrir nakin. Nú heyrist að Skrudda hafi tryggt sér útgáfurétt á bókinni sem kemur út einhvern tíma á næstu vikum. Útvarpsmaðurinn Þossi (Þor- steinn Hreggviðsson) snýr aftur í útvarp eftir langt hlé þegar hann byrjar með þáttinn Gogoyoko á Rás 2 á mánudag- inn frá miðnætti til klukkan eitt um nóttina. Þetta er nú kannski ekki alveg „prime time“, eða að minnsta kosti verri tími en þegar Þossi var aðalrokk- spaðinn á gamla góða X-inu. Þossi ætlar að spila það sem hæst ber hverju sinni á vefsíðunni Gogoy- oko.com og á öðrum tónlistar- síðum á netinu. Búast má fastlega við að flestir landsmenn verði límdir við sjón- varpið frá kl. 13 í dag þegar Ísland leikur við Frakka í undanúrslitum EM í handbolta. Í Íslensku óperunni verður barnaleikritið Algjör Sveppi - dagur í lífi stráks á sama tíma en leikstjórinn Felix Bergsson er hvergi banginn: „The show must go on“. Eflaust verða þó sumir frumsýningargesta límdir við farsímana sína, sér- staklega í hléinu, sem kemur upp í miðjum seinni hálfleik. -fb/drg FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2. viðureign, 6. klaki, 8. dýrahljóð, 9. farfa, 11. bókstafur, 12. óláns, 14. hroki, 16. halló, 17. rá, 18. veitt eftir- för, 20. til, 21. brýna. LÓÐRÉTT 1. mælieining, 3. í röð, 4. limlesta, 5. knæpa, 7. ketilsig, 10. gegnsær, 13. framkoma, 15. óskuðu, 16. þurkað gras, 19. til dæmis. LAUSN LÁRÉTT: 2. átök, 6. ís, 8. urr, 9. lit, 11. ká, 12. ógæfu, 14. dramb, 16. hæ, 17. slá, 18. elt, 20. að, 21. ydda. LÓÐRÉTT: 1. kíló, 3. tu, 4. örkumla, 5. krá, 7. sigdæld, 10. tær, 13. fas, 15. báðu, 16. hey, 19. td. Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið hefst 1. febrúar. Skráning hafi n í síma 695 8464 / 772 1025 eða á jogastudio.org Verð 14.900 kr. Hot jóga • Hatha jóga • Byrjendanámskeið Meðgöngujóganámskeið Stakur tími 1.500 kr. • Mánaðarkort 10.900 kr. • 3 mánaðakort 23.900 kr. • 6 mánaðakort 36.000 kr. • 10 tíma klippikort 10.000 kr. Meðgöngujóganámskeið 10.500 kr. Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.org Ný og persónuleg jógastöð Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.