Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 22
22 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Hjörtur Gíslason um greina- skrif Ólínu Þorvarðardóttur Ólína Þorvarðardóttir, þing-maður Samfylkingar og vara- formaður sjávarútvegs- og land- búnaðarnefndar Alþingis, gefur í skyn í grein sem hún birtir í Fréttablaðinu þann 21. janúar sl., að fjármunir til áhættufjárfest- inga hafi runnið út úr útgerðarfyr- irtækinu Ögurvík. Þetta eru rakin ósannindi eins og fleira í greina- röð hennar sem birst hefur í blað- inu síðustu daga. Ólína hóf greinaröð sína með eftirminnilegum hætti. Þar tókst henni að skila þúsundfaldri skekkju í einföldu reikningsdæmi sem birtist í Fréttablaðinu degin- um áður. Þar hélt hún því fram að árlegir vextir af skuldum sjávar- útvegsfyrirtækja næmu 88 millj- ónum króna á hvert mannsbarn þegar rétt niðurstaða var 88 þús- und krónur. Þarna skeikaði ekki nema þúsundfaldri upphæð. Það er eitt að þurfa að sitja undir svo óvönduðum vinnubrögðum. Annað og mun alvarlegra mál er að Ólína er helsti talsmaður Sam- fylkingarinnar í sjávarútvegsmál- um. Það veit svo sannarlega ekki á gott ef önnur vinnubrögð flokksins í málefnum sjávarútvegsins eru af sama toga. Höfundur er stjórnarformaður Ögurvíkur hf. Rakin ósannindi ATHUGASEMD FRÁ RITSTJÓRN Grein þessi var send blaðinu 22. janúar síðastliðinn. Fyrir mistök birtist hún ekki fyrr. UMRÆÐAN Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópusam- bandsaðild 1. Stjórnmálastöðugleiki Allt frá stríðslokum hafa íslensk stjórnvöld valið að skipa sér í sveit með vest- rænum lýðræðisþjóðum. Stærstu áfangarnir voru árið 1949, en þá gengu Íslendingar í NATO, árið 1970 gengum við í EFTA og árið 1993 þegar Ísland varð aðili að EES-svæðinu. Þessi samtök hafa staðið vörð um lýðræði, frelsi og efnahagsframfarir. Samvinnan er hornsteinn að utanríkisstefnu Íslands. Síðan Bandaríkjamenn ákváðu einhliða að flytja herlið sitt úr landi hefur sambandið við þá ekki verið náið. Þeir höfnuðu því t.d. að veita Seðlabanka Íslands lán árið 2008 þegar eftir því var leit- að. Norðurlandasamvinna hefur líka verið Íslendingum mikilvæg, en aðeins Norðmenn og Færeying- ar eru nú utan Evrópusambands- ins. Stefna Evrópusambandsins hefur mjög mikil áhrif á öll ríki á Norðurlöndum. Smáþjóð verður að eiga bandamenn þegar hún lendir í vanda. 2. Efnahagsstöðugleiki Um langt skeið hefur íslenska krónan ógnað efnahagslegu sjálf- stæði landsmanna. Opið hagkerfi með lítinn gjaldmiðil er auðveldur skotspónn erlendra og innlendra spákaupmanna. Á árunum 2001- 2008 var krónan lengst af allt of hátt skráð. Þannig vann hún gegn hagsmunum útflutningsgreina sem veiktust og þurftu að skuld- setja sig mikið. Nú er hún svo lágt skráð að ungt fólk á erfitt með að sækja nám erlendis og erlend lyf og matvæli hafa tvöfaldast í verði. Ferðalög til útlanda eru nú forrétt- indi þeirra ríku. Laun á Íslandi eru svo lág að margt ungt fólk íhug- ar að flytja úr landi. Stöðugt efna- hagsumhverfi og trú viðskipta- landa á Íslandi eru forsendur þess að þjóðin geti byggt upp atvinnu- líf sem getur selt verðmætar vörur og þjónustu úr landi. Sveiflur ógna bæði fyrirtækjum og einstakling- um. 3. Bein áhrif á framgang alþjóðamála Með inngöngu í Evrópusamband- ið myndu Íslendingar hafa beina aðkomu að setningu fjölmargra laga og reglugerða sem munu hafa áhrif á Íslandi um langa framtíð. Innan Evrópusambandsins hafa fulltrúar smáþjóða mjög víða mikil áhrif. Sem dæmi má nefna að æðsta embætti sambandsins er nú í höndum Belga. 4. Evrópusambandið er hagsmunasamband ríkja Einn aðalkosturinn við Evrópu- sambandið er samræming laga og reglna á ýmsum sviðum. Það er grunnurinn að frjálsum og opnum markaði. Hins vegar er Evrópu- sambandið samband 27 fullvalda ríkja. Danir hafa verið í Evrópu- sambandinu í tæplega 40 ár og halda hnarreistir fullveldi sínu. Í Danmörku blaktir danski fán- inn Dannebrog alls staðar við hún og Evrópufáninn er sjaldséður. Engum dettur í hug að líkja Evr- ópukeppni í neinni íþrótt við inn- anlandsmót. 5. Grunngildi Evrópu- sambandsins eru góð Meðal grunngilda Evrópusam- bandsins eru friður, frelsi, mann- réttindi, jafnrétti og umhverf- isvernd. Margt af þessu finnst Íslendingum svo sjálfsagt að ekki þurfi að hafa af því áhyggjur. En með aðild væru Íslendingar að leggja áherslu á að þeir vilji taka þátt í því að vernda þessi gildi, ekki bara á Íslandi heldur í allri Evrópu. Stór hluti þeirra landa sem nú er í Evrópusambandinu þurfti í áratugi að vera án þessara réttinda, sem Íslending- ar telja sjálfsögð. Sagan sýnir okkur að ekkert slíkt er sjálfgefið. 6. Styrkari samningsstaða út á við Evrópusambandið hefur gert fjölmarga alþjóða- samninga og hefur á að skipa sérfræðingum á öllum sviðum alþjóða- mála. Íslendingar myndu njóta þess að vera í liði með fær- ustu sérfræðingum heims. 7. Áhersla á lítil menningarsvæði Ein grunnstefna Evrópusambands- ins er að þúsund blóm blómstri eins og Maó formaður sagði á sínum tíma. Ólíkt formanninum hefur Evrópusambandið fylgt þessari stefnu í verki. Lítil málsvæði hafa fengið stuðning og miklum fjár- munum er varið til þess að þýða bækur frá smáþjóðum yfir á önnur mál og öfugt. Nú síðast var kelt- neska tekin upp sem eitt af opin- berum málum sambandsins, en hún hefur átt í vök að verjast á Bretlandseyjum eins og alþekkt er. 8. Íslendingar hefðu mikil áhrif Á Evrópuþinginu sitja nú rúm- lega 700 þingmenn. Enginn þeirra kemur frá Íslandi. Við inngöngu fengju Íslendingar 6 menn á þingið eða um 1% þingmanna. Hér á landi yrðu rúmlega 50 þúsund manns bakvið hvern þingmann á Evrópu- þinginu en í Svíþjóð er tæplega hálf milljón manna að baki hverj- um Evrópuþingmanni og tæplega milljón í Þýskalandi. Íslendingar fengju fulltrúa í framkvæmda- stjórn og líklegt er að Íslending- ar yrðu í lykilhlutverki í sjávarút- vegsmálum. 9. Íslendingar halda öllum sínum auðlindum Helstu náttúruauðlindir Íslend- inga eru fallvötnin, hitinn í iðrum jarðar, náttúran og fiskur í haf- inu. Ekkert mun breytast varðandi þrennt það fyrsttalda. Evrópusam- bandið hefur ekki sameiginleg auð- lindayfirráð og þær reglur sem gilda um stjórn orkuauðlinda hafa þegar verið teknar inn í íslensk lög vegna EES-sáttmálans. Hins vegar er í Evrópusamband- inu sameiginleg fiskveiðistefna. Meginástæðan fyrir henni er að strandlengja meginlands Evrópu nær yfir fjölmörg ríki og ekkert Evrópuríki er sambærilegt við Ísland sem er eyja í miðju Atlants- hafi þar sem margir fiskistofnar eru staðbundnir. Engin erlend þjóð fengi rétt til þess að veiða við Ísland við inngöngu Íslands í Evrópusamband- ið og fiskveiðistjórnunarkerfið yrði samkvæmt ákvörðun Íslendinga. Hin formlega ákvörðun um heild- arkvóta yrði samkvæmt núverandi reglum í Brussel, en eðlilegt samn- ingamarkmið væri að skylt væri að úthluta í samræmi við gagnsæjar reglur og tillögur vísindamanna. Með því að krefjast þess að ekki sé leyfilegt að veiða umfram slík- ar tillögur yrðu Íslendingar áfram í fremstu röð í vernd fiskistofna. Samkvæmt alþjóðasáttmálum ber Íslendingum að semja um veiðar úr sameiginlegum stofnum. Evrópu- sambandið hefur haldið Íslending- um frá borðinu í sumum tilvikum, einkum þegar flökkustofnar breyta hegðun sinni eða veiðar hafa hafist úr nýjum stofnum. Með aðild kom- ast Íslendingar í sterkari stöðu sem innherjar. 10. Ný tækifæri fyrir landbúnað Svíar og Finnar fengu nýja reglu um landbúnað samþykkta. Með henni má styrkja landbúnað norð- an 62. breiddargráðu meira en almennt gerist innan sambandsins. Sömu reglur myndu gilda á Íslandi. Markaður fyrir landbúnaðarvörur opnast og hefði eflaust í för með sér miklar breytingar fyrir bænd- ur. Reynsla í nágrannalöndum er sú að inngangan hafi haft mjög jákvæð áhrif bæði fyrir bændur og neytendur. Óhagkvæmri fram- leiðslu hafi verið hætt, en bænd- ur lagt áherslu á framleiðslu sem gæfi þeim bestar tekjur. Nýir markaðir opnast í kjölfar þess að reglur eru samræmdar. 11. Sterkara Ísland Kostnaður Íslendinga við það að standa utan Evrópusambandsins og Evrópska myntbandalagsins hefur verið óskaplegur. Ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuð- ið hefur þurft að borga margfalda vexti á við jafnaldra sína í öðrum löndum. Hrun krónunnar varð til þess að stór hluti íslenskra fjöl- skyldna er í skuldafjötrum. Laun eru um helmingur af því sem er víðast hvar í nágrannaríkjum. Íslensk fyrirtæki skortir fjár- magn. Flest stærstu fyrirtæki landsins komust í þrot. Útlending- ar vilja hvorki lána fé til Íslands né fjárfesta á landinu, þrátt fyrir að hér sé allt sem þarf til þess að byggja upp góð fyrirtæki: Mennt- un, tæknibúnaður, húsnæði, vegir, fjarskiptakerfi, orka. Hins vegar skortir traust á landinu. Það verða Íslendingar að endurvinna. Aðild að Evrópusambandinu og mynd- bandalaginu er yfirlýsing um að Íslendingar ætli að temja sér þann efnahagslega aga sem þarf til þess að missa ekki tök á hagstjórninni í annað sinn. Kreppan hefur komið við allar þjóðir en enga leikið jafnilla og Íslendinga. 12. Þjóð meðal þjóða Íslendingar geta aldrei aftur lýst því yfir að í þessu landi verði ekki beitt þeim úrræðum, sem best hafa reynst í þessum heimshluta. Aldrei aftur má þessi þjóð hokra undir handafli ofstjórnar og kreppu- hugsunarháttar, miðstýringar og mismununar. Líklegt er að smæð þjóðarinnar verði okkur styrkur ásamt með því að við erum að véla við margar hefðbundnar vinaþjóð- ir. Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að Íslendingar séu sjálfir að búa sér til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja eigin samningsstöðu er menn mæta með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evr- ópusambandið. Þjóðin má síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einangrun, altekin af ótta og kjark- leysi. Hún verður að sýna reisn og styrk og forðast einangrunarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hlýtur þjóðin að ganga sannfærð um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt til- búin til þess að hverfa frá þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þol- anleg. Á morgun, föstudaginn 12. febrú- ar, klukkan 16.30 verður félagið Sjálfstæðir Evrópumenn stofnað í Þjóðmenningarhúsinu. Tilgangur félagsins er að standa vörð um sjálf- stæði Íslands, áframhaldandi sam- vinnu Íslands við vestrænar lýðræð- isþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika, trausti, einstaklings- og atvinnufrelsi og frjálsum viðskiptum. Til þess að ná þessum markmiðum vill félagið stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fundurinn er opinn öllum þeim sem styðja tilgang félagsins. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar Tólf rök með Evrópu- sambandsaðild Íslands Staðreyndir og blekkingar UMRÆÐAN Þórólfur Matthíasson svarar Ögmundi Jón- assyni Ögmundur Jónasson sendir mér tóninn á heimasíðu sinni auk þess að veita málglöðum ein- staklingum sem bera nöfn eins og Pétur, Aðalsteinn eða Árni athvarf á þessari sömu síðu. Svo undarlega vill til að þessir bréfa- vinir Ögmundar eru allir á sama máli og hann. Vera kann að þetta marghenta vefsíðu-orgelspil sé verk margra manna. En hvort sem Ögmundur er margur eða einn í þessum skrifum er eitt víst og það er að þau auka ekki gæði þjóðfélags- umræðunnar á Íslandi. Síðasta pist- il sinn kallar Ögmundur Hættum blekkingum! Þann pistil mun hann einnig hafa birt í Morgunblaðinu. Um fá mál hafa verið jafn skiptar skoðanir hér á landi og um hvern- ig gengið skuli frá skuldamálum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda vegna IceSave-reikninganna í Bret- landi og Hollandi enda eru á málinu margar hliðar. Í augnablikinu virð- ist sem Ögmundur og meirihluti kjósenda eigi samleið í andstöðu við lausnartilburði ríkisstjórnarinnar. Þetta að eiga samleið með meirihlut- anum er líklega ný staða fyrir hann. Og nú bregður svo við að Ögmundur vill ekki að þeir sem skoða málið frá öðrum vinklum en hann sjálfur geri grein fyrir skoðunum sínum og nið- urstöðum á erlendum vettvangi. Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ögmundur, sem var verkalýðs- foringi í mörg ár, gagnrýnir aðferð mína við að meta skuldbinding- ar Íslendinga vegna fyrirliggjandi samnings um greiðslu IceSave- skuldarinnar. Það kemur mér á óvart því aðferðafræðin er nákvæm- lega sú sama og beitt er þegar kjara- samningar og samningstilboð þeim tengd eru metin. Upphæðir sem falla til á ólíkum tímum eru færðar á sambærilegt verðlag og greiðslu- straumar eru núvirtir. Dæmi: Setjum sem svo að viðsemjendur Ögmund- ar verkalýðsforingja setji hann í þá pínu að velja milli 10.000 króna eingreiðslu 1. maí eða segjum 12.000 króna eingreiðslu 1. desem- ber. Hvor kosturinn er betri fer eftir verðlagsþróun og ávöxtunarkröfu. Til að meta það og ákveða hvorn kostinn skuli velja þarf að staðvirða og núvirða! Sé það ekki gert er hætt við því að verkalýðs- foringinn samþykki lakara tilboðið og snuði þannig umbjóðendur sína. En þegar kemur að skuldbinding- um Tryggingarsjóðs innstæðueig- enda er sú aðferðafræði sem góðir verkalýðsforingjar nota í kjara- samningum allt í einu stórhættu- leg, að ekki sé sagt þjóðhættuleg að áliti Ögmundar! Það er stefna Englandsbanka að halda verðbólgu í Bretlandi innan við 3% á ári. Það er samdóma álit hagfræðinga að sú barátta verði bankanum erfið nokkur næstu ár vegna mikils hallareksturs breska ríkisins. Verði verðbólga að með- altali 2,5% á ári næstu 15 ár mun eitt pund hafa tapað 30% af verð- gildi sínu við lok tímabilsins. Séu opinberir reiknivextir 6% er stað- greiðsluvirði 70 pensa sem falla til greiðslu eftir 15 ár rétt innan við 30 pens. Ég vona að það falli ekki undir blekkingar að ljóstra þessu upp. Sé IceSave-skuldbindingin staðvirt og núvirt er verðmæti hennar á bil- inu 120 til 180 milljarðar króna, allt eftir því hvaða ávöxtunarkrafa er gerð og hvaða forsendur eru settar fram um verðlagsþróun í Bretlandi og Hollandi. Fullyrðingar um að kostnaður við lausn IceSave-deilunnar séu 700 milljarðar eru blekkingar. Leiða má líkur að því að núvirtur kostnaður af að fresta því að leysa IceSave- málið sé margfaldur á við þá 120- 180 milljarða sem fyrirliggjandi samningur kostar. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON Kostnaður Íslendinga við það að standa utan Evrópu- sambandsins og Evrópska myntbandalagsins hefur verið óskaplegur. Ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið hefur þurft að borga marg- falda vexti á við jafnaldra sína í öðrum löndum. BENEDIKT JÓHANNESSON NÝ DÖGUN www.nydogun. is nydogun@nydogun. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.