Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 11. febrúar 2010 3 Á milli hátískusýninga næsta sumars og tísku-vikunnar í byrjun mars er tími kaupstefna hér í borg, til dæmis Première vision, Who´s next og fleira mætti nefna. Fataefnaframleiðendur selja efni í framtíðartískulínur, nýir hönnuðir sýna og kaupmenn gera pantanir á ,,showroomum“ tísku- framleiðenda. Flestar eiga þess- ar kaupstefnur og sýningar það sammerkt að vera í lægð frá upp- hafi kreppunnar og færri koma en áður. Þess vegna mun næsta Première vision-sýningin í sept- ember aðeins standa yfir í þrjá daga. Á dögunum voru það undir- fataframleiðendur sem héldu sitt kaupþing sem að vanda dró að þúsundir gesta. Þeim fækk- aði reyndar mikið á síðasta ári en aðstandendur kaupstefnunn- ar vonuðust þó eftir fleiri gestum að þessu sinni miðað við forsölu. Undirfatakaup þykja reyndar góður mælikvarði á ástand versl- unar almennt. Lengi hafði þessi markaður vaxið og velt milljörð- um eða allt fram að kreppunni. Þrátt fyrir að þessi iðnaður hafi betur haldið sínu en almennt ger- ist hefur veltan dregist verulega saman. Margir kvenviðskipta- vinir sem létu freistast af eins og einum brjóstahaldara eða samfellu hafa stórlega dregið úr þessum innkaupum og er talað um 4,5 prósenta samdrátt á árinu 2009 samkvæmt Institut français de la mode (Franska tískustofn- unin). Á sama tíma dróst salan í fataiðnaði saman um 5,7 prósent. Á síðasta ári tóku margar versl- anir upp á því að að selja gaml- an lager og keyptu því minna af nýjum vörum. Samkvæmt sömu stofnun eru það yngstu konurnar á aldrinum 15-25 ára sem helst hafa dregið úr undirfatakaupum sínum. Einnig breytast innkaup- in og stórir dreifingaraðilar eins og stórmarkaðir vilja nú aðeins auðveldan varning sem skilar hagnaði og fínni vörur og dýr- ari eru hreinlega ekki lengur í boði hjá þeim. Sífellt fleiri versla sömuleiðis á Netinu og á það við um alla fataframleiðendur og við því verða framleiðendurnir að bregðast. Etam er einn af stærri undir- fataframleiðendunum í ódýra geiranum í Frakklandi og víða má finna verslanir Etam. Þetta fyrirtæki lætur þó kreppuna ekki hræða sig og nú í mars kemur á markað önnur und- ir fatalínan sem gerð er í sam- vinnu við Nataliu Vodianovu, rússnesku ofurfyrirsætuna sem margir muna kannski eftir sem kynni í Eurovision-keppninni í Moskvu í fyrra. Þetta hefur virk- að og að þessu sinni fór kynning- in fram á Ritz-hótelinu. Þannig kaupir þetta ódýra tískumerki ímynd og athygli sem hefur mikið gildi á þessum síðustu og verstu. En Etam lætur ekki þar við sitja og ætlar sér enn stærri hluti í gegnum hinn svokallaða ,,E-comm erce“ og nú á að bjóða viðskiptavinum að kaupa g- streng og haldara í gegnum GSM-símann. bergb75@free.fr Undirföt á undanhaldi ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Franska ljóðskáldið, listmálarinn og kvikmyndaleik- stjórinn Jean Cocteau sagði um tískuna: „Í list verða til ljótir hlutir sem oftar en ekki verða fallegir með tímanum. Í tísku, hins vegar, verða til fallegir hlutir sem þykja ljótir með tímanum.” http://educators.fidm.edu Fimmtán mínútna frægð keppenda í raunveru- leikaþáttum endist yfirleitt stutt. Fáir vita um afdrif fólksins sem léttist um hundrað kíló í The Biggest Loser eða hvað sigurvegarinn í fyrsta Survivor-þættinum gerði við vinnings- féð sitt. Hér verður skyggnst aðeins inn í líf fyrirsætna sem sigruðu í í fyrstu sjö þáttunum af America´s Next Top Model. Hvar eru þær nú? Raunveruleikaþættirnir America´s Next Top Model eru orðnir fjórtán. Margir Íslendingar hafa fylgst spenntir með frá upphafi og því er gaman að velta fyrir sér hvað hafi orðið um sigurvegara keppninnar. 1. Adrianne Marie Curry (28 ára) er gift Christopher Knight, sem lék Peter Brady í þáttunum The Brady Bunch. Hún sér um vikulegan útvarpsþátt á útvarpsstöðinni NowLive, en hún á hluta í henni. 2. Yoanna House (30 ára) býr ásamt syni sínum og eiginmanni í New York. Sumarið 2008 stjórnaði hún raunveruleikaþættinum Queen Bees á sjónvarpsstöðinni N. Þar var reynt að koma vitinu fyrir illkvittnar stúlkur. 3. Eva Pigford (26 ára) heitir í dag Eva Marcille, en hún breytti nafni sínu þegar hún hóf leikaraferil. Hún lék til að mynda hlutverk Tyru Hamilton í sápuóperunni The Young and the Restless. Hún hefur leikið hlutverk í myndunum The Walk, Crossover og I Think I Love My Wife. 4. Naima Mora (26 ára) situr enn fyrir sem fyrirsæta. Hún er þó einnig söngvari í hljómsveitinni Chewing Pics, sem hefur þó ekki náð neinum teljandi vinsældum. 5. Nicole Linkletter (25 ára) er með samning við módelskrifstofur víða um heim. Í Los Angeles, Singapúr, Hong Kong, Tókíó og Mexíkó. 6. Danielle (Dani) Evans (25 ára) fékk samning við Ford-módel- skrifstofuna eftir keppnina en er í dag með samning við Click Model Management. 7. CariDee English hefur birst í smáhlutverkum í þáttunum One Three Hill og Gossip Girl. Hún er nú þáttastjórnandi raunveru- leikaþáttarins Pretty Wicked á sjónvarpsstöinni Oxygen. Hún lætur sig varða umhverfisvernd og dýravernd auk þess sem hún er talsmaður Psoriasis-samtakanna. 1 2 34 5 6 7 Við erum á Fleiri myndir á Facebook síðu Flash laugavegi. Glæsilegt úrval af fermingarkjólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.