Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 60
40 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is 100 g kókosmjöl 100 g heslihnetur, má líka vera aðrar hnetur eða möndlur 30 g hreint kakóduft, helst lífrænt 250 g döðlur 1-2 msk. agave-síróp, má einnig vera vatn en sírópið er betra Allt sett í blandara eða matvinnslu- vél þar til þetta hangir vel saman. Hellið smá agave-sírópi út í þar til þetta er orðið þykkt og auðvelt að búa til litlar kúlur. Gott er að velta kúlunum upp úr kakódufti eða kókosmjöli, bræddu súkkulaði eða heimagerðu súkkulaði. Best er að geyma kúlurnar í frysti eða ísskáp. Þetta sælgæti er upplagt til þess að taka með sér í skólann eða vinnuna. Dúndur hollt! Og dúndur gott! Súkkulaði-kókoskúlur HEILSUHORN Sollu og Völu Matt „Þetta verður flott sýning. Ég hvet alla til að mæta,“ segir ljósmyndarinn og myndlistarmaðurinn Oddvar Örn Hjartarson sem opnar sýningu í Ljós- myndasafni Reykjavíkur á föstudags- kvöld. „Þetta eru konsept-verk. Ég verð með tvær nýjar seríur og gamalt efni sem mun rúlla á myndvarpa. En allt hitt er prentað og rosafínt.“ Annað nýja verkið heitir IKAE og á hugmyndafræðilegar rætur til svokallaðra IKEA-mynda, sem Oddvar setur í glænýtt samhengi. „Þetta eru sex myndir þar sem ég er að leika mér með nafnið IKEA. Þessar myndir eru mjög heimilisvæn- ar og fallegar og líka einfaldar,“ segir Oddvar. Hitt verkið nefnist Da Boyz og er myndröð af strákum þar sem regnbogalitir samkynhneigðra birt- ast í nýjum formum. „Þetta er verkefni sem ég gerði þegar ég var í ljósmynda- skóla í Danmörku. Þá fór ég út á götu og ákvað að yfirstíga óttann og tala við sæta stráka til að pikka í myndatöku. Af sautján sem ég spurði voru tólf sem voru til í að vera með.“ Oddvar er líklega þekktastur fyrir myndir sínar af Páli Óskari Hjálmtýs- syni, sem hafa birst bæði í Silfursafn- inu og dagatali sem hann gerði fyrir aðdáendur sína. Þær myndir munu ein- mitt birtast á myndvarpanum á sýning- unni. „Það er æðislegt að mynda Palla, við erum svo góðir vinir,“ segir Oddvar. - fb Sætir strákar í regnbogalitum ODDVAR OG VINUR HANS Oddvar er þekktastur fyrir ljósmyndir sínar af popp- aranum Páli Óskar Hjálmtýssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Spennið beltin, stúlkur – því gam- almennið og Viagra-dólgurinn Hugh Hefner er fráskilinn eftir 21 árs hjónaband. Hefner hefur skilið við eigin- konu sína, Kimberly Hefner, sem hann kvæntist árið 1989. Þau hafa reyndar ekki verið saman síðan 1998, en ekki gengið frá skilnað- inum fyrr en nú. Hefner og Kim frestuðu því að skilja vegna þess að hún bjó í næsta húsi við höll hans í Kaliforn- íu og fékk reglulega vasapeninga frá honum. En eftir að hún lögsótti Hefner síðasta sumar og krafðist 5 milljóna dollara skaðabóta frá honum fyrir að brjóta samning ákvað hann að skera á strenginn. Þó að Hefner sé búinn að vera með hring á puttanum öll þessi ár hefur hann ekki farið leynt með ástarsambönd sín við hinar og þessar laglegar ljóskur. Hann hætti nýlega með tvíburunum Kristinu og Karissu, en hefur haldið áfram að hitta fyrirsætuna Crystal Harris. Hefner fráskilinn FRÁSKILINN AÐ VESTAN Hugh Hefner hefur skilið við eiginkonu sína til 21 árs. Egill Einarsson er ekki þekktur fyrir að skorast undan en hann er í miklum vafa hvort hann eigi að taka nýjustu áskoruninni. Bresk/kýpverski einkaþjálfarinn Kojak hefur skorað sjálfan Egil „Störe“ Einarsson á hólm. Reyndar í þágu góðs málefnis. Kojak, sem er silfurverðlaunahafi á heims- meistaramótinu í thaiboxing, vill mæta Agli í hringnum og etja við hann kappi í þessari vinsælu bar- dagaíþrótt. „Eins og allir vita er Egill einn tunguliprasti maðurinn á Íslandi og það er kominn tími til að einhver sparki duglega í rass- gatið á honum í þágu góðs málefn- is,“ segir Kojak og hlær. Kojak bætir því við að hann hafi fyrst nefnt þessa hugmynd við Egil fyrir nokkrum mánuðum en fengið fá eða lítil svör frá einkaþjálfaran- um vinsæla. „Ég held að hann sé pínulítið hræddur. En ég er ekkert að fara drepa hann, þetta verður bara smá sýning í þágu góðs mál- efnis,“ segir Kojak en eflaust eru margir sem myndu vilja borga nokkra þúsund kalla fyrir að sjá þennan einstaka bardaga. Egill sjálfur er hins vegar ekk- ert á því að fara inn í hringinn með Kojak. Hann sé í dag bara rithöfundur og einkaþjálfari, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég veit alveg hver Kojak er, hann er hinn íslenski Steven Seagal, með bresk- an hreim, sítt hár og tveir metr- ar á hæð. Ég er bara ekki í stuði til að láta svona fáránlega sexí náunga berja mig í drasl. Ég yrði bara að einhverju aðhlátursefni,“ segir Egill en bætir því við að hann loki þó ekki neinum dyrum. „Ef ég myndi taka svona áskorun þá þyrfti ég að fá tækifæri til að æfa mig aðeins. Ég á einn bardaga í boxi á ferlinum og það var sigur en thaibox er aðeins öðruvísi, þá eru menn að setja olnbogann í andlitið hvor á öðrum og ég veit ekki alveg hvort maður treysti sér í það.“ Kojak skorar á Gillzenegger SKEMMTILEGUR EN ÓJAFN Kojak hefur skorað á Egil „Gilz“ Einarsson í bardaga. Egill er ekki í vafa um að bardaginn yrði góð skemmtun, hann yrði hins vegar aðhlátursefnið. Leikarinn Josh Duhamel er sagður hafa haldið fram- hjá eiginkonu sinni, söng- konunni Fergie úr Black Eyed Peas, með fatafell- unni Nicole Forrester. Sam- kvæmt nýjustu fréttum er hún að verða mamma og samkvæmt enn þá nýrri fréttum er hann að verða pabbi. Og ekki er Fergie ólétt. Samkvæmt bandarískum vefmiðlum er hún 95 prósent viss um að vera ólétt eftir Josh og hefur sagt vinum sínum að barnið sé að öllum líkindum hans, en hún sé ekki búin að ákveða hvort hún ætli að halda því. Þá á hún að hafa sagst vera gríðarlega spennt fyrir peningunum sem gætu streymt inn ef barnið er hans. „Ég geng með milljón dollara barn,“ á hún að hafa sagt. Fatafellan ófrísk eftir Josh Duhamel AÐ VERÐA PABBI? Josh Duhamel þekkja Íslendingar úr þáttunum Las Vegas sem Stöð 2 sýndi fyrir nokkr- um misserum. KonukvöldSmáratorgs Fimmtudaginn 11. febrúar frá 19.00 til 22.00 Fyrir allar skvísur, enginn aðgangseyrir Helga Braga stjórnar herlegheitunum Jóhanna Guðrún og Alan Jones þenja raddböndin Bakarameistarinn sér um veitingarnar Sérfræðingar frá L´Oréal, Maybelline, Orublu og E-Label sýna það allra nýjasta Tískusýning frá Twizzt og Toyl Danssýning frá Rebel Hárgreiðslusýning frá Wink Lukkupottur með glæsilegum vinningum Fullt af tilboðum og kynningum Dúnmjúkt Fjórða plata rokkaranna í The Strokes kemur líklega út í sept- ember. „Að hittast aftur og byrja að spila saman tónlist var eins auðvelt og að hjóla,“ sagði trommarinn Fab Moretti. Upp- tökur á plötunni hafa staðið yfir að undanförnu. Í sumar verður þó gert hlé á þeim vegna þátt- töku hljómsveitarinnar á tón- listarhátíðunum Isle of Wight og Rockness. Moretti er spennt- ur fyrir því að stíga aftur á svið með sínum gömlu félögum. „Ég fæ fiðring í magann. Ef ég á að segja eins og er hef ég lítið spáð í gömlu lögin því við höfum verið á bólakafi í nýju lögun- um.“ Ný plata í september >KJARNORKUKYNLÍF Söngvarinn John Mayer segir í nýlegu viðtali við tímaritið US að Jessica Simpson hafi verið ótrúlegur rekkjunautur. Þau hittust fyrir tveimur árum og Mayer líkir henni við bæði eiturlyf og kjarn- orku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.