Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 40
 11. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUR Pils. Verð: 6.995,- Stærðir: S-M-L Litur: off white Kjóll (með einn hlýra). Verð: 7.995,- Stærðir: S-M-L Litir: föl bleikur, navy blár og svartur Kjóll. Verð: 8.995,- Stærðir: S-M-L Litur: navy blár Pils. Verð: 6.995,- Stærðir: S-M-L Litur: fölbleikur Þar sem Zara er – þar er tíska. Nú hefur nýjasta fermingar- tískan numið land í verslunum Zöru bæði í Kringlunni og Smáralind og þar er margt sem fangar augu fermingarbarna í ár. „Fermingartískan er alltaf dá- lítið sígild en þó eru áherslurn- ar mismunandi á milli ára. Nú, eins og oftast, eru ljósir litir áber- andi hjá stúlkunum og bleiki lit- urinn sérstaklega. Ætli það megi ekki titla hann sem fermingarlit- inn í ár,“ segir Elín Guðjónsdóttir, verslunarstjóri í dömudeild Zöru í Kringlunni. „Þegar kemur að kjólunum er ekkert eitt snið umfram annað sem er í gangi, þannig að ferm- ingarstúlkur hafa dálítið frjálsar hendur með að velja það sem hent- ar þeirra líkamslögun. Hlýrar eru samt áberandi, bæði mjóir og breiðir, og oftast eru við þá kjóla notaðar ermar eða púffermajakk- ar. Þá er einnig nokkuð um kjóla sem eru með aðeins einum, breið- um hlýra sem kemur yfir aðra öxl- ina.“ Að sögn Elínar njóta kvenleg snið sín í fermingarfötunum, eins sé ýtt undir það með blúndum og pífum á kjólum og ermum. „Kjólarnir hæfa vel þessum aldurshópi og tilefninu. Þeir eru sparilegir en þá má samt nota áfram eins og þegar fer að sumra. Við erum einnig með mjög fallega kjóla með blómamynstri sem eru fallegir fermingarkjólar en væri síðan hægt að nota sem sumar- kjóla. Það er sem sagt bæði hægt að klæða sig upp í fermingarkjól- um en líka niður eins og það er stundum kallað, sem og að nota fylgihlutina við annan fatnað.“ Elín segir að lakkskór með miðl- ungsháum hæl sé vinsælasti skó- fatnaðurinn við fermingakjólana. „Við erum líka með sumarlega bandaskó en þetta er smekksatriði og fer eftir heildarsamsetningunni. Ég vil líka hvetja foreldra og ferm- ingarbörn að kíkja reglulega inn í verslanir okkar því að við tökum upp nýjar vörur tvisvar í viku. Zara fylgist vel með því nýjasta á tískupöllunum og því sem stjörn- urnar klæðast og framleiðir svip- aðar vörur fyrir almenning fyrir aðeins brot af kostnaði. Að meðal- tali líða aðeins tvær vikur frá því að flík er á teikniborði Zöru og þar til hún er komin í búðir verslunar- keðjunnar um víða veröld.“ Úrval af fermingarkjólum og flottum fylgihlutum „Zara fylgist vel með því nýjasta á tískupöllunum og því sem stjörnurnar klæðast og framleiðir svipaðar vörur fyrir almenning,“ segir Elín. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elín Albertsdóttir blaðamaður fermdist 28. mars árið 1971 í Nes- kirkju og segist hafa tekið upp á því, öllum til mikillar undrunar, að láta sauma á sig skósíðan prins- essukjól. Uppátækið kom vinkon- um hennar mikið á óvart enda fermingin á miðju hippatíma- bili þegar allt önnur tíska var í gangi. „Vinkonur mínar fermdust flestar í stuttbuxum sem líkt og í dag voru þá mikið í tísku. Nokkr- ar þeirra voru svo í síðum vestum við. Ég var, held ég, svolítið sér- stakur unglingur og vildi alls ekki vera eins og aðrir. Ég fór því í ein- hverja uppreisn og ákvað að vilja heldur láta sauma á mig kóngablá- an prinsessukjól en ganga í „míni- tískunni“,“ segir Elín. Karnabær var aðalverslunin á þeim tíma og þótt Elín hafi verið fullung til að geta verið hippi var fermingartískan í þeim anda. „Vinkonur mínar voru því mjög hissa á þessu uppátæki en það segir kannski sitt að ég fór aldrei í kjólinn eftir þennan eina dag.“ Fermingarveislu Elínar var slegið saman við fermingar- veislu frænda hennar og var því óvenjulega vegleg á þessum tíma, en tímarnir voru erfiðir á Íslandi í kringum 1970, ekki síður en í dag. „Móðir mín og systir hennar slógu veislunum saman og gátu því haft hana veglegri. Veislan var haldin í Rafveituheimilinu, með mat og hljómsveit, sem var sérstakt á þeim tíma. Séra Jón Thorarensen fermdi mig en hann skírði mig einnig. Við vorum 34 krakkar sem fermdust saman og vorum svolitlir prakkarar. Við vorum til dæmis gjörn á að segja við séra Jón, sem var þá orðinn heldur roskinn, þegar hann var að hlýða okkur yfir að hann væri búinn að spyrja okkur að þessu og hinu og rugluðum hann þannig fram og til baka,“ segir Elín og finnst hópurinn hafa verið nokkuð baldinn þegar hún lítur til baka. - jma Gerði uppreisn gegn hippatískunni Elín Albertsdóttir blaðamaður fermdist í Neskirkju árið 1971. Kjóllinn sem Elín fermdist í var alls ekki í stíl við tíðarandann en ákvörðunina um kjólinn tók hún alfarið sjálf. M YN D /Ú R EIN KA SA FN I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.