Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 34
 11. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUR Fermingarfatnaður á bæði kyn fæst í úrvali hjá Next í Kringlunni. Dökkir litir eru áberandi bæði í kjólum stúlknanna og jakkafötum drengjanna en fylgihlutir og teinóttar skyrtur lífga upp á. „Almennir tískustraumar hafa áhrif á fermingarföt barnanna og mörg þeirra hafa sterkar skoð- anir á því hvernig föt þau vilji,“ segir Hafdís Runólfsdóttir, versl- unarstjóri í Next. Dökkir litir ein- kenna fatnaðinn þetta árið. Mikið er um kjóla og skokka á stelpurn- ar, yfirleitt frekar stutta. „Þeir eru flottir með sokkabuxum eða legg- ings,“ bendir Hafdís á. Grunnlit- irnir eru svartur, brúnn, blár og rauður en áhrifa vorsins gætir líka með mynstrum í ljósari tónum. Þó að einfaldleikinn sé ríkjandi þá sjást einnig rykkingar á öxlum sem mynda smá púff. Bolir, topp- ar og klútar eru í úrvali í Next og Hafdís bendir líka á að fínar buxur og pils fáist fyrir þær sem taki þann klæðnað fram yfir kjól- ana. „Svo erum við með mikið af fylgihlutum fyrir fermingarstúlk- urnar, skart, sokkabuxur, leggings og töskur,“ segir Hafdís. Spurð út í skóna sýnir hún bæði fína lág- botna skó og nokkrar gerðir með smá hæl sem hún segir vinsælli. Við færum okkur í herradeild- ina og þar blasa við jakkaföt í flestum stærðum og þremur sídd- um, bæði í buxum og jökkum. Jakkarnir eru yfirleitt aðsniðnir þetta vorið. „Ungu strákarnir eru margir svo grannir að það klæð- ir þá betur að vera í aðsniðnu,“ útskýrir Hafdís. „Jakkafötin eru flest svört en einnig fást dökkblá, dökkgrá og brún. Skyrturnar lífga upp á, þar eru ljósu litirnir allsráð- andi. Þó er lítið um hvítar skyrt- ur, en bláir, bleikir og gráir tónar áberandi og margar skyrtur eru teinóttar. Svo þarf að finna bindi sem passar bæði við jakkafötin og skyrtuna og drengirnir þurfa auðvitað fallega skó ekki síður en dömurnar. Allt fæst þetta í Next og ermahnappar líka.“ En er fólk farið að spekúlera í fermingarfötum í byrjun febrúar? „Já, og við hvetjum fólk til að vera tímanlega á ferðinni meðan úrval- ið er sem mest. Það er ekki gott að bíða með slík kaup þar til viku fyrir fermingu,“ segir Hafdís ákveðin og bendir á að það sé ekki bara vegna þess að tafsamara sé nú en sum fyrri ár að fá vörur að utan, stund- um þurfi líka að stytta eða breyta einhverju. „Við erum í viðskipt- um við saumastofu og bjóðum upp á styttingar og breytingar en það er mikið að gera fyrir fermingar á slíkum stofum svo það er um að gera að hafa fyrirvara,“ segir hún. „Svo erum við auðvitað líka með föt á foreldrana og aðra í fjöl- skyldunni sem henta í fermingar- veisluna,“ segir Hafdís brosandi að lokum og okkur ber saman um að þetta sé líkast og í kaupfélag- inu þar sem allt var til, bæði smátt og stórt. Mörg fermingarbörn með sterkar skoðanir Hafdís, verslunarstjóri í Next, hvetur fólk til að velja fermingarfatnaðinn tímanlega meðan úrvalið sé mest og tóm sé til að stytta og breyta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á fermingardaginn eignast margir sína fyrstu sálmabók. Til að gera bókina enn persónulegri og tengja hana þessum stóra degi er fallegt að merkja fermingarbarninu hana með gyllingu. Víða er hægt að láta gylla á bækurnar en til dæmis er hægt að kaupa sálmabækur í Blómavali og láta gylla þær þar. Bókin kost- ar 1.790 krónur og fæst í svörtu og hvítu. Gyllingin kostar síðan 1.299 krónur. Þar er boðið upp á þá nýjung í ár að fá aukablaðsíðu fremst í bókina fyrir 998 krónur en á hana er til dæmis hægt að fá ritningarvers letrað eða heillaósk- ir til fermingarbarnsins. Nánar á heimasíðu Blómavals, www.bloma- val.is Í Kirkjuhúsinu við Laugaveg fást einnig fallegar sálmabæk- ur og þar er hægt að fá gyllingu. Bókin kostar þar 2.000 krónur og gyllingin 1.380. Sjá heimasíðu Kirkjuhússins, www.skalholtsut- gafan.is. Í Garðheimum fást sálmabæk- ur á 2.100 krónur og þar er einnig hægt að láta gylla nafn eða áletr- un á 1.380 krónur. Nánari upp- lýsingar á heimasíðu Garðheima, www.gardheimar.is. Ritningarvers og heillaóskir Víða er hægt að kaupa sálmabækur og láta síðan gylla þær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.