Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2010 Förðun fyrir fermingarstúlkur er oftast létt og látlaus. Förðunarfræðingar frá Mac og Make Up Store sýndu létta fermingarförðun fyrir Fréttablaðið. Karin Kristjana Hindborg, förðunarfræðingur hjá Mac, leggur áherslu á náttúrulegt og létt útlit þegar kemur að fermingarförðun. Hún segir stúlk- ur eiga það til að nota of mikinn farða og segir það misskilning að meik sé til þess að dekkja húðina. Það eigi að nota til að jafna út húðina og hylja lýti, ekki til að dekkja hana. Adda Soffía Ingvadóttir, förðunar- og snyrtifræðingur hjá Make Up Store, segir förðun hjá ferming- arstúlkum vera eins misjafna og stúlkurnar eru margar. Til að mynda sé flott að nota augn- blýant í fallegum lit til að skerpa augun í stað hins hefðbundna svarta lits. Hún segir skipta miklu máli að ákveða förðunina í samráði við fermingarbarnið sjálft og foreldra þess. -sm Létt og náttúruleg förðun nýtur vinsælda Karin notar brúnan maskara á augnhár Bjargar svo augun virki mýkri. Á var- irnar notar hún fölbleikan og ferskju- bleikan túbugloss sem gefur vörunum fallegan og mjúkan lit án þess að klístrast. Á húðina notar hún létt meik sem einnig er hægt að nota á líkamann og rakasprey sem minnkar bólgur ásamt því að næra húðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í seinni förðuninni bætir Karin aðeins á augnfarðann til að fá meiri fókus á augun. Þessi förðun hentar þeim sem vilja vera aðeins meira farðaðar án þess að líta út eins og þær séu á leið á árshátíð. Vörurnar sem Karin notaði til að farða Björgu eru fáanlegar í verslun Mac í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Adda Soffía notar All Time olíulaust dagkrem á báðar stúlkurnar auk þess að nota rakaúða bæði yfir og undir farðann sjálfan. Adda Soffía segir förðun Fanneyjar vera innblásna af sjöunda áratugnum og notar hún kremkinnalit á kinnarnar til að fá frísklegt og heilbrigt útlit. MYND/MARGRÉT JÓNASARDÓTTIR Förðunin á Andreu er innblásin af Hollywoodstjörnum og kjörin fyrir stúlkur sem eru vanar að farða sig. Adda Soffía notar tvöfaldan gloss á varirnar á Andreu sem gefur góðan glans og endist lengi án þess að klístrast. MYND/MARGRÉT JÓNASARDÓTTIR ● SKRAUT SEM SKER SIG ÚR Með því að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn má útbúa eftirminnilegar skreytingar í fermingarveisluna. Það er til dæmis ekkert sem segir að afskorin blóm þurfi að vera í háum vösum heldur er hægt að leggja þau í hring í lágri vatnsfylltri skál líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Í sams konar vatnsfyllta skál mætti einnig setja lituð kerti í stíl við litaþema veislunnar og láta þau fljóta um ásamt vel völdum rósablöðum. Eins mætti lita vatnið með matarlit í stíl við ríkjandi veisluliti og leyfa kertum og blómkollum að fljóta með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.