Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 54
34 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 11. febrúar 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness heldur tónleika til styrktar Barna- og unglingadeild Landspítalans (BUGL) í FÍH-salnum við Rauðagerði 27. 21.00 Bræðrabúgí, hljómsveit Óskars og Ómars Guðjóssona, kemur fram á djasstónleikum í kjallara Café Cultura við Hverfisgötu. ➜ Opnanir 20.00 Nemendur úr Réttarholtsskóla, Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla opna sýningu í versluninni Mohowks í verslunarmiðstöðinni Kringlunni. Opið mán.-mið. kl. 10-18.30, fim. kl. 10-21, föst kl. 10-19, lau kl. 10-18 og sun kl. 13-18. ➜ Sýningar Sigríður Rut Hreinsdóttir sýnir verk hjá SÍM við Hafnarstræti 16. Opið mán.-fös. kl. 10-16. Í Listasafni ASÍ við Freyjugötu hafa verið opnaðar tvær nýjar sýningar. Guðrún Gunnarsdóttir sýnir í Ásmundarsal og Gryfju og Guðmundur Ingólfsson í Arin- stofu. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. ➜ Pub Quiz 20.00 Fótbolta Pub Quiz verður haldið á Enska barnum við Austurstræti. Vegleg verðlaun í boði og enginn aðgangseyrir. Þema kvöldsins er markverðir. Nánari upplýsingar á www.sammarinn.com. 21.00 Polar Pub Quiz verður haldið á Karaoke Sport Bar við Frakkastíg 8. Almennar- krossa- og myndaspurn- ingar ásamt hljóðdæmum. Í kvöld verður sérstakt kvikmyndaþema. Hámark 4 saman í liði. ➜ Leikrit 20.00 Leikverkið „Tilbrigði við stef“ eftir Þór Rögnvaldsson í leikstjórn Ingu Bjarnason verður flutt í Iðnó við Von- arstræti. Nánari upplýsingar á www. midi.is. 20.00 Nemendamótsnefnd Verzlun- arskólans sýnir söngleikinn Thriller í Loftkastalanum við Seljaveg. Nánari upplýsingar á www.midi.is ➜ Fyrirlestrar 20.00 Í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu stendur Hönnunarmiðstöð Íslands fyrir fyrirlestri. Erindi flytja Sig- urður Björnsson, Róshildur Jónsdóttir og Aðalsteinn Snorrason. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Leikhús ★★★★★ Algjör Sveppi: Dagur í lífi stráks Íslenska óperan Höfundur: Gísli Rúnar Jónsson Leikarar: Sverrir Þór Sverrisson og Orri Huginn Ágústsson Tónlist: Jón Ólafsson Leikmynd og ljós: Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir Búningar: Margrét Einarsdóttir með aðstoð Tinnu Aðalbjörnsdóttur Gervi: Áslaug Dröfn Sigurðardóttir Danshöfund- ur: Guðmundur Elías Knudsen Hljóð: Magnús Jónsson Töku- maður: Bragi Þór Hinriksson Framkvæmdastjóri: Gunnhildur H. Gunnarsdóttir Framleiðandi: Ingvar Sverrisson Leikstjóri: Felix Bergsson Það er alveg öruggt að dagur í lífi stráks eða stelpu sem fer að sjá strákinn Sveppa í Gamla bíói, strákinn Sveppa sem á stórabróð- ur og er eltur af hrekkjusvíni, er skemmtilegur dagur. Á sunnudag- inn var hlógu ungir sem aldnir og flest það sem fyrir augu bar vakti athygli og gleði ungra áhorfenda. Þeir félagar Sverrir Þór Sverr- isson og Orri Huginn Ágústsson skila með leik sínum frábæru verki en sýningin er ekki aðeins þeirra leikur heldur vel úthugsað silúettupil (skuggaleikhús) og eins eru fjölmargir effektar, fyrir svo utan tónlistina, sem gleður mann- skapinn. Gísli Rúnar Jónsson svík- ur aldrei. Það er margt í textan- um sem minnir á gamla tíma og ekki síst þegar þeir félagar bresta í söng sem byggist á gömlum rót- grónum slögurum. Samferðafólk mitt á sýninguna, sem voru sex og ára ára, höfðu þetta að segja þegar þau voru spurð að því hvað þeim þætti nú skemmtilegast: Hún sex ára svaraði: Ekkert! Ha, spurði ég, hvað meinar þú ekkert? Ekkert var skemmtilegast vegna þess að allt var skemmtilegt, svaraði hún. Þriggja ára piltur sem ætlaði að springa úr ánægju hefur ekki hætt að tala um pabba draugastráksins, þessi með rauðu augun. „Ég var ekki hræddur en amma var hrædd.“ Gísli Rúnar ratar hér alger- lega réttan veg með svona hvers- dags ævintýri úr lífi venjulega barnsins sem er og verður alltaf barn í ævintýri þótt raunveruleik- inn geti verið svolítið þreytandi. Einstaka atriði voru svolítið gam- aldags en það var bara skemmti- legt og hollt fyrir nútímaáhorf- endur. Bæði ljósaleikurinn og notkun gervanna var einstaklega skemmtilega útfært, aldrei farið í gargandi öfgar enda sýningin í heild sinni einstaklega markhóps- mótuð. Sverrir Þór sem Sveppi litli á náttúrlega orðið hvert bein í börnunum og er hann einstak- lega gjafmildur á sjálfan sig í allri sinni framgöngu. Orri Huginn Ágústsson sýndi flotta takta í dans og söng og í öllum þeim gervum sem hann kom fram í. Leikstjór- inn Felix Bergsson kann og veit hvaða leið er best að fara og von- andi verður hann oftar við stjórn- völinn í barnasýningum í framtíð- inni. Skemmtileg sýning í fallegu leikhúsi. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Ekkert var skemmtileg- ast, allt var skemmtilegt, var niður- staðan hjá sex ára gamalli stelpu. Gísli Rúnar svíkur aldrei. Skemmtilegur dagur Sveppa TEXTARNIR MINNA Á GAMLA TÍMA Sveppi og félagar í leiksýningunni Algjör Sveppi: Dagur í lífi stráks fá fullt hús. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Safnanótt er haldin annað kvöld með iðandi listvið- burðum úti um alla borg. Eftir opnunaratriðið, Ást- argöngu um Tjörnina, sem hefst á Austurvelli kl. 18, verður ljósskúlptur Texasbúans Bills Fitzgibbons frá San Antonio við hljóðmynd Sverris Guðjónssonar settur í gang. Ljósi verður varpað á þær hliðar Ráð- hússins sem snúa út að Tjörn. Bill segir að hægt verði að njóta verksins hvar sem er við Tjörnina. „Ég er mjög spenntur fyrir þessari staðsetningu því mér finnst hún passa svo vel við söguna um upp- haf Reykjavíkur, Ingólf Arnarson og öndvegissúlurn- ar,“ segir hann. „Samlíkingin við söguna eru þessar stóru súlur sem rísa úr tjörninni. Verkið er því óður til upphafs borgarinnar og virðingarvottur við sög- una.“ Bill hefur verið að setja verkið upp mestalla vik- una. „Tveir aðstoðarmenn hafa verið í stígvélum í Tjörninni að reyna að detta ekki,“ segir hann og hlær. „Við erum að verða búnir að rigga þessu upp. Þetta verður mikið sjónarspil. Þegar búið er að slökkva er verkið ekki lengur til. Mér finnst sá þáttur ljósskúlpt- úra áhugaverður. Ég kalla þetta inngrip í bygging- arlistina. Verkin hafa ummyndandi kraft því þegar LED-ljósakerfi er sett upp á mikilvægar byggingar sjá borgararnir mannvirkin í alveg nýju ljósi. Fólk gleymir því aldrei. Þetta er mjög áhrifaríkt.“ Þegar verkið verður flutt í fyrsta skipti koma Sverrir Guðjónsson og Kammerkór Suðurlands ásamt Lúðrasveitinni Svani fram. Eftir það verður flutt upp- taka af tónlistinni og verkið látið ganga til miðnættis. Með Fréttablaðinu á morgun fylgir sérrit um dag- skrá Safnanætur. - drg Ráðhúsið í alveg nýju ljósi MIKIÐ SJÓNARSPIL Bill Fitzgibbons við „öndvegissúlurnar“ á Ráðhúsinu. Fbl.★★★★★ Elísabet Brekkan IÐN Ó TILBRIGÐI VIÐ STEF Stef: Hin sterkari eftir Strindberg Næstu sýningar: 11/2, 14/2 – kl. 20. Fáar sýningar eftir. Sími: 562 9700 kl. 11–16 og tveim tímum fyrir sýningu – www.midi.is eftir Þór Rögnvaldsson Mbl. ★★★ Ingibjörg Þórisdóttir Klassískt verk fullt af leikgleði. Leikstjóranum Ingu Bjarnason tekst vel upp enda enginn nýgræðingur í faginu. Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Mið 17/2 kl. 20:00 U Fim 18/2 kl. 20:00 U Mið 24/2 kl. 20:00 Aukas. U Fim 4/3 kl. 20:00 Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö Lau 20/2 kl. 20:00 4. K U Gerpla (Stóra sviðið) Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. U Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö Fim 11/3 kl. 20:00 Ö Sun 14/2 kl. 15:00 U Sun 14/2 kl. 19:00 U Sun 21/2 kl. 15:00 U Sun 21/2 kl. 19:00 Ö Sun 28/2 kl. 15:00 U Oliver! (Stóra sviðið) Sun 28/2 kl. 19:00 Ö Sun 7/3 kl. 15:00 U Sun 7/3 kl. 19:00 Ö Sun 14/3 kl. 15:00 U Sun 14/3 kl. 19:00 Ö Sun 21/3 kl. 15:00 Ö Sun 21/3 kl. 19:00 Ö Lau 27/3 kl. 15:00 Ö Lau 27/3 kl. 19:00 Ö Sun 28/3 kl. 15:00 Ö „Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Aukasýning 4. mars komin í sölu! Miðasala hafin – tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar! Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U Sun 14/3 kl. 13:00 U Sun 14/3 kl. 15:00 U Lau 20/3 kl. 13:00 U Lau 20/3 kl. 15:00 U Sun 21/3 kl. 13:00 U Sun 21/3 kl. 15:00 U Lau 27/3 kl. 13:00 U Fíasól (Kúlan) Lau 27/3 kl. 15:00 U Sun 28/3 kl. 13:00 U Sun 28/3 kl 15:00 U Lau 10/4 kl 13:00 U Lau 10/4 kl 15:00 U Sun 11/4 kl 13:00 U Sun 11/4 kl 15:00 U Lau 17/4 kl 13:00 U Lau 17/4 kl 15:00 U Sun 18/4 kl 13:00 U Sun 18/4 kl 15:00 U Lau 24/4 kl 16:00 U Sun 25/4 kl 13:00 Sun 25/4 kl 15:00 U Sun 2/5 kl 13:00 Sun 2/5 kl 15:00 Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu! Oliver! MBL, GB. Nýjar sýningar komnar í sölu. Þri 23/2 kl. 20:00 Fors. U Fim 25/2 kl. 20:00 Fors. U Lau 27/2 kl. 20:00 Frums. U Hænuungarnir (Kassinn) Fös 5/3 kl. 20:00 U Lau 6/3 kl. 20:00 Fim 11/3 kl. 20:00 Fös 12/3 kl. 20:00 U Lau 13/3 kl. 20:00 Bráðfyndið verk eftir einn af okkar ástsælustu höfundum! VE TR AR reykjavikjazz.is Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Hádegistilboð alla daga og gott kaffi Cappuccino og Caffe latte pg Espresso Hafnarstræti 15, sími 551 3340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.