Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2010 Kringlunni Kjóll með blúndu 10.290,- Kjóll 7.390.- Kjóll, marglitur með púffermum 11.990,- Gallakjóll 10.490.- Kjólar í pastellitum og svörtu eru áberandi í fatatísku stúlkna á fermingaraldri í ár að sögn Svövu Johansen, forstjóra fatakeðjunnar NTC. „Kjólar af ýmsum gerðum í hálf- gerðum pífu-blúndu-stíl undir áhrifum frá Coco Chanel eru langvinsælastir um þessar mund- ir,“ segir Svava Johansen, for- stjóri fatakeðjunnar NTC, beðin um að lýsa því sem nú ber hæst í tísku hjá stúlkum á fermingar- aldri. Hún bætir við að kjólarnir séu annaðhvort einlitir eða tvílit- ir og yfirleitt þrengri að ofan en pilsin laus. Mildir litir á borð við ferskjulitað og fölfjólublátt eru áberandi að hennar sögn og koma vel út við svart og hvítt. „Við lögð- um áherslu á að hafa fermingar- fötin á hagstæðu verði og mikið notagildi, þannig eru kjólarnir til dæmis sætir í sumar við galla- jakka og leggings.“ Því er óhætt að segja að kven- leg snið séu ríkjandi í ár þar sem rómantíkin svífur yfir vötnum. „Stelpurnar eru mjög hrifnar af þessari tísku og persónulega finnst mér gaman að sjá umbreyt- inguna sem verður á þeim þegar þær eru komnar í kjólana. Þeir eru oft mjög frábrugðnir hvers- dagsklæðunum og í þeim verða stelpurnar kvenlegri.“ Svava tekur fram að kjólarn- ir séu íslensk hönnun en þeir eru úr smiðju Sigrúnar Hjálmarsdótt- ur fatahönnuðar og Ingu Rósu Harðardóttur rekstrarstjóra. „Kjólana unnu þær meðal ann- ars út frá sínum hugmyndum og starfsstúlkna í Galleri Sautján og hafa hannað frábæra línu, eins og sannast best af þessari glæsilegu útkomu.“ Við kjólana segir Svava al- gengt að stúlkur velji fylgihluti eins og spangir, belti, sokka og krossa. Til dæmis eru satín-hár- spangir með risablómi í ýmsum litum mjög vinsælar, teygjubelti, slaufubelti í anda Coco Chanel eða háir sokkar með satín-slauf- um. Sokkabuxur eru svo oft svart- ar en svo er flott að velja sér ein- hverja bjarta liti við svörtu kjól- ana,“ nefnir hún. „Skórnir eru ýmist uppreimaðir í anda Mary Poppins eða litlir hælaskór og fást í ýmsum litum.“ Svava segir tískuna taka stöð- ugum breytingum og til að mynda skilji himinn og haf milli ferming- artískunnar nú og þeirrar sem var við lýði þegar hún fermdist. „Við fórum fjórar vinkonurnar í Karnabæ og keyptum okkur allar tweed-dragtir, en gættum þess þó að velja skyrtur og skó hver í sínum lit til að vera ekki eins,“ segir hún og hlær. „Ég man að ég valdi mér skó og skyrtu í milli- bleikum lit og var sjálfsagt eins og lítil kona til fara, en þetta þótti alveg svakalega flott þá.“ Svava, sem er sjálf að ferma son sinn á árinu, segir unglinga hafa breyst mikið. „Almennt finnst mér þeir ofsalega þroskað- ir í dag, stunda íþróttir af mikl- um eldmóði og eru með heilbrigða hugsun. Ég veit ekki hvort það stafar af því að margir eru með allan hugann við ferminguna eða ekki en mér finnst flestir vera í góðum málum og ekkert alltof uppteknir af ástandinu, gagnstætt því sem oft er haldið fram og sem betur fer segi ég bara. Við foreldr- ar verðum bara að halda vel utan um þau til að þetta heilbrigði við- haldist.“ Rómantískt í anda Chanel Hér sjást fyrirsæturnar Emilía og Fanney á milli þeirra Svövu Johansen og Sigrúnar Hjálmarsdóttur, sem á heiðurinn að hönnun kjólanna ásamt Ingu Rósu Harðardóttur. Starfsfólk hágreiðslustofunnar Primadonnu annaðist greiðslu stúlknanna. „Mér finnst útkoman glæsileg en liðað hár fer mjög vel við þessa rómantísku stefnu sem nú ræður ríkjum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● KROSSAR UM HÁLSINN Fermingin er í flestum tilfellum kristin athöfn. Því er kjörið að gefa bæði stúlkum og drengjum fallega krossa um hálsinn. Slík gjöf endist lengi og er minning um góðan dag og vottur um þá staðfestingu sem barnið veitti trúnni. Fyrir utan það eru krossar fallegt skart sem passar vel við flest tæki- færi enda hægt að fá þá í fjölmörgum útfærslum. Einfaldir, steinum skreyttir, flúraðir, úr gulli og silfri. Fjóla Þorkelsdóttir gullsmiður er ein þeirra sem hefur spreytt sig á krossahönnun. Hún rekur verslun- ina Fjóla gullsmiður við Hafnargötu í Keflavík. Fjóla hefur hannað fjölda skartgripalína s.s. fjörusteinslínuna, þar sem skartgripirnir mynda sjávarslípaða steina í fjöruborði við Íslandsstrendur. Einnig hefur hamraða línan hennar verið vinsæl þar sem ísetning steina í gripina er oft hönnuð með vísan til stjörnukerfa. Í smíðinni notar Fjóla eðalmálmana gull og silfur, leður og fjölbreytt steinaval. Myndir af skartgripum Fjólu má finna á vefslóðinni www.skart.is. ● KJÓLARNIR LITAÐIR EFTIR FERMINGU Snemma á síðustu öld tóku ljósir blúndukjólar við hlutverki upphluts á fermingardag ungra stúlkna hér á landi og hjá mörgum fjölskyldum þykir enn í dag ekki annað koma til greina en fermingarstúlkur séu ljósklæddar. Á tímum nýtni og minni efna var algengt að daginn eftir fermingu væru kjólarnir litaðir í dekkri lit og þeir þá notaðir áfram af heimasætunum til daglegra nota. Einnig var algengt að kjólarnir gengju á milli systra og frænkna, en kjóllinn var nær aldrei notaðir óbreyttur eftir fermingardaginn sjálfan af fermingarbarninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.