Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 11. febrúar 2010 11 KÍNA Mansal er vaxandi vandamál í Kína, að því er fram kemur í umfjöllun dagblaðsins South China Morning Post. Ástæðan er í blaðinu rakin til þess að karl- ar, einkum í sveitum landsins, eigi erfitt með að finna sér eiginkonur, þar sem þær sæki í auknum mæli í þéttbýlið í leit að fjölbreyttari vinnu. Rán á konum mun því orðið útbreitt vanda- mál. Vinsæl fórnarlömb eru konur frá Burma (Mjanmar) og Víetnam og fátækum héruðum Kína. Konurnar eru svo seldar væntanlegum eiginmönnum. Til marks um eftirspurnina er sagt vera hækkandi verð á eiginkonum, en nú mun hægt að festa kaup á konu fyrir um 38 þúsund júan, eða sem svarar tæpum 700 þús- und íslenskum krónum. Að því er fram kemur í South China Morn- ing Post er vitað um allt að 300 konur sem rænt var í Burma á síðasta ári og seldar voru til Yunnan-héraðs í suðvesturhluta Kína. Fjöldi kvenna sem rænt hefur verið frá land- inu er þó talinn mun meiri. Yfivöld í Burma hafa upplýst að á síðustu tveimur árum hafi tæplega 500 konum verið bjargað úr ánauð. Fréttastofa Malasíu greindi frá því í gær að fimm Kínverjar, karl og fjórar konur, hefðu verið handteknir fyrir mansal í Kúala Lúmp- úr og 39 ára konu bjargað. - óká Atvinnuleit kvenna í Kína getur af sér vandamál þegar konum í sveitum fækkar: Mansal hefur aukist verulega GÖTUMYND Fólk á ferli í Hong Kong í Kína í byrjun vikunnar. NORDICPHOTOS/APF AMSTERDAM, AP Tollverðir í Hol- landi fundu á dögunum fjögur kíló af kókaíni sem höfðu verið falin innan um 20 þúsund rósir. Blómin voru flutt frá Kólumbíu til Hollands í tilefni Valentínus- ardagsins. Kom í ljós að rósailm- urinn er ekki nógu sterkur til að leyna lykt af kókaíni. Tveir Hollendingar voru hand- teknir vegna málsins og við hús- leit hjá þeim fundust um fimm kíló af kókaíni til viðbótar. Áætl- að götuvirði kókaínsins er um 230 milljónir íslenskra króna. - sgá Nýstárleg smyglaðferð: Földu kókaín í rósafarmi BANDARÍKIN, AP Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, kynnti á þriðjudag nýja herferð gegn offitu barna, sem hún ætlar að vera í forsvari fyrir á næstunni. Með herferð- inni vill hún fræða börn um gildi góðrar næringar og líkamshreyfingar. Hún viðurkenndi þó ýmsa lesti sjálf: „Ég er hrifin af hamborg- urum og frönskum, og ég er hrif- in af ís og kökum. Flest börn eru það líka,“ sagði hún, en bætti svo við að herferðin snúist ekki um að útiloka slíkt heldur finna rétta jafnvægið í fæðuvali og hreyf- ingu. - gb Forsetafrú Bandaríkjanna: Í herferð gegn offitu barna MICHELLE OBAMA LEITAÐ AÐ EITURLYFJUM Bandarískir tollverðir kanna farm rósa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið dæmdur í skil- orðsbundið tveggja mánaða fangelsi fyrir að skalla rúmlega tvítugan mann í andlitið. Atvikið átti sér stað fyrir utan skemmti- staðinn 800 Bar á Selfossi í júlí í fyrra. Fórnarlambið fékk tölu- verða áverka í andlitið. Árásarmaðurinn neitaði í fyrstu sök, en breytti síðan fram- burði sínum. Þetta er í annað sinn sem hann er dæmdur fyrir lík- amsárás. Árásin er að mati dóms- ins talin tilefnislaus og hættuleg og er maðurinn dæmdur til að greiða fórnarlambinu 155 þúsund krónur í miskabætur. - jss Tveir mánuðir og skaðabætur: Tilefnislaus og hættuleg árás DÓMSMÁL Maður sem afplánað hefur refsidóm á Litla-Hrauni hefur verið dæmdur í eins mán- aðar fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn í fangelsið í sjónvarpsflakkara. Maðurinn reyndi að smygla nokkru magni af amfetamíni, maríjúana og e-töflum inn í fang- elsið, en fangaverðir fundu þau við leit. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Sakaferill hans er alllang- ur. Frá árinu 2002 og fram á árið 2009 hefur honum ellefu sinnum verið gerð refsing fyrir fíkni- efnabrot. - jss Fangi á Litla-Hrauni: Smyglaði efn- um í flakkara F í t o n / S Í A FARÐU YFIR MÁLIN Arnar Grant og Ívar Guðmundsson verða á N1 Hringbraut í dag og ráðleggja viðskiptavinum varðandi hollt og gott mataræði. Komdu og fáðu góð ráð til að halda þér í góðum málum á N1. MEÐ ARNARI OG ÍVARI N1 H ringb raut kl. 12 -15 í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.