Fréttablaðið - 11.02.2010, Page 11

Fréttablaðið - 11.02.2010, Page 11
FIMMTUDAGUR 11. febrúar 2010 11 KÍNA Mansal er vaxandi vandamál í Kína, að því er fram kemur í umfjöllun dagblaðsins South China Morning Post. Ástæðan er í blaðinu rakin til þess að karl- ar, einkum í sveitum landsins, eigi erfitt með að finna sér eiginkonur, þar sem þær sæki í auknum mæli í þéttbýlið í leit að fjölbreyttari vinnu. Rán á konum mun því orðið útbreitt vanda- mál. Vinsæl fórnarlömb eru konur frá Burma (Mjanmar) og Víetnam og fátækum héruðum Kína. Konurnar eru svo seldar væntanlegum eiginmönnum. Til marks um eftirspurnina er sagt vera hækkandi verð á eiginkonum, en nú mun hægt að festa kaup á konu fyrir um 38 þúsund júan, eða sem svarar tæpum 700 þús- und íslenskum krónum. Að því er fram kemur í South China Morn- ing Post er vitað um allt að 300 konur sem rænt var í Burma á síðasta ári og seldar voru til Yunnan-héraðs í suðvesturhluta Kína. Fjöldi kvenna sem rænt hefur verið frá land- inu er þó talinn mun meiri. Yfivöld í Burma hafa upplýst að á síðustu tveimur árum hafi tæplega 500 konum verið bjargað úr ánauð. Fréttastofa Malasíu greindi frá því í gær að fimm Kínverjar, karl og fjórar konur, hefðu verið handteknir fyrir mansal í Kúala Lúmp- úr og 39 ára konu bjargað. - óká Atvinnuleit kvenna í Kína getur af sér vandamál þegar konum í sveitum fækkar: Mansal hefur aukist verulega GÖTUMYND Fólk á ferli í Hong Kong í Kína í byrjun vikunnar. NORDICPHOTOS/APF AMSTERDAM, AP Tollverðir í Hol- landi fundu á dögunum fjögur kíló af kókaíni sem höfðu verið falin innan um 20 þúsund rósir. Blómin voru flutt frá Kólumbíu til Hollands í tilefni Valentínus- ardagsins. Kom í ljós að rósailm- urinn er ekki nógu sterkur til að leyna lykt af kókaíni. Tveir Hollendingar voru hand- teknir vegna málsins og við hús- leit hjá þeim fundust um fimm kíló af kókaíni til viðbótar. Áætl- að götuvirði kókaínsins er um 230 milljónir íslenskra króna. - sgá Nýstárleg smyglaðferð: Földu kókaín í rósafarmi BANDARÍKIN, AP Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, kynnti á þriðjudag nýja herferð gegn offitu barna, sem hún ætlar að vera í forsvari fyrir á næstunni. Með herferð- inni vill hún fræða börn um gildi góðrar næringar og líkamshreyfingar. Hún viðurkenndi þó ýmsa lesti sjálf: „Ég er hrifin af hamborg- urum og frönskum, og ég er hrif- in af ís og kökum. Flest börn eru það líka,“ sagði hún, en bætti svo við að herferðin snúist ekki um að útiloka slíkt heldur finna rétta jafnvægið í fæðuvali og hreyf- ingu. - gb Forsetafrú Bandaríkjanna: Í herferð gegn offitu barna MICHELLE OBAMA LEITAÐ AÐ EITURLYFJUM Bandarískir tollverðir kanna farm rósa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið dæmdur í skil- orðsbundið tveggja mánaða fangelsi fyrir að skalla rúmlega tvítugan mann í andlitið. Atvikið átti sér stað fyrir utan skemmti- staðinn 800 Bar á Selfossi í júlí í fyrra. Fórnarlambið fékk tölu- verða áverka í andlitið. Árásarmaðurinn neitaði í fyrstu sök, en breytti síðan fram- burði sínum. Þetta er í annað sinn sem hann er dæmdur fyrir lík- amsárás. Árásin er að mati dóms- ins talin tilefnislaus og hættuleg og er maðurinn dæmdur til að greiða fórnarlambinu 155 þúsund krónur í miskabætur. - jss Tveir mánuðir og skaðabætur: Tilefnislaus og hættuleg árás DÓMSMÁL Maður sem afplánað hefur refsidóm á Litla-Hrauni hefur verið dæmdur í eins mán- aðar fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum inn í fangelsið í sjónvarpsflakkara. Maðurinn reyndi að smygla nokkru magni af amfetamíni, maríjúana og e-töflum inn í fang- elsið, en fangaverðir fundu þau við leit. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi. Sakaferill hans er alllang- ur. Frá árinu 2002 og fram á árið 2009 hefur honum ellefu sinnum verið gerð refsing fyrir fíkni- efnabrot. - jss Fangi á Litla-Hrauni: Smyglaði efn- um í flakkara F í t o n / S Í A FARÐU YFIR MÁLIN Arnar Grant og Ívar Guðmundsson verða á N1 Hringbraut í dag og ráðleggja viðskiptavinum varðandi hollt og gott mataræði. Komdu og fáðu góð ráð til að halda þér í góðum málum á N1. MEÐ ARNARI OG ÍVARI N1 H ringb raut kl. 12 -15 í dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.