Fréttablaðið - 18.02.2010, Page 30

Fréttablaðið - 18.02.2010, Page 30
 18. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUR Ultra Ripped (90 hylki) Brennslutöflur sem virka gríðarlega. Ultra Ripped eykur hitastig líkamanns þannig þú brennir allan daginn, þó þú sért ekki einu sinni á æfingu. Það dregur einnig úr matar- lyst og eykur orku. CLA & Green Tea (90 hylki) Taktu CLA og grænt te töflurnar til að auka fitu- brennsluna. Þær auka bæði við fitubrennslu og eru líka vatnslosandi. Blanda sem virkar! Muscle Juice 4,75 kg MuscleJuice þyngingarblandan frá Ultimate Nutrition. 55 gr af próteinum og 152gr af kolvetnum í herjum skammti. Tilvalið fyrir alla sem eur að þyngja sig og byggja upp vöva. Prostar Whey 2.4 kg Sennilega allra besta hreina próteinið á markaðnum í dag. 25 gr hreint prótein af 30gr. Yfir 6 gr af BCaa og blandast strax og vel. Inniheldur einnig vítamín, amínósýrur og glútamín sem kemur í veg fyrir vöðvaniðurbrot. Red Faster Orka og endurhleðsla. Orkusprengja frá Trec Nutrition. Tilvalið til að drekka fyrir eða meðan á æfingu stendur! ● VIÐMIÐUNARGILDI FYRIR HOLLT FÆÐI Ráðlagðir dagskammtar (RDS) er það magn nauðsynlegra vítamína og steinefna sem talið er fullnægja þörfum alls þorra heilbrigðs fólks. Þarfir fólks fyrir næringarefni eru mjög breytilegar og því getur RDS ekki sagt til um einstakl- ingsbundnar þarfir. Skammtarnir koma þannig fyrst og fremst að notum við að skipuleggja matseðla og meta næringargildi fæðis fyrir hópa fólks eða sem viðmiðunargildi fyrir hollt fæði. RDS-gildin eru nokkru hærri en flestir heilbrigðir einstaklingar þurfa á að halda, í einstaka tilfellum getur ein- staklingur þó þurft meira af næringarefnum en gildin segja til um. Sjá www.lydheilsustod.is. Sportlíf í Glæsibæ selur fæðu- bótarefni undir bandarísku merkjunum Ultimate Nutrit- ion og Trec Nutrition. Sportlíf heldur einnig úti netverslun og sendir út um allt land. Hallgrímur Andri Ingvarsson, framkvæmdastjóri Sportlífs, hefur góða reynslu af fæðubótar- efnum enda hefur hann sjálfur nýtt sér þau. Hann hefur stundað æfingar í tíu ár, stundar nú kraft- lyftingar og á tvö Íslandsmet í bekkpressu. „Ég nota fæðubótar- efni til að byggja upp vöðva og ná í styrk,“ segir hann. Inntur eftir því hvort eitthvað sé vinsælla hjá honum en annað segir hann: „Allir sem eru að æfa ættu að taka hreint prótín eftir æfingar, það er mikil- vægasta byggingarefni vöðvanna. Annars erum við með skemmti- lega kreatínblöndu sem heitir Ni- trobolon sem er í miklu uppáhaldi hjá mér en það er tekið til að fá aukinn styrk og sprengikraft og það byggir upp vöðva.“ Hallgrímur hefur, auk þess að nota efnin sjálfur, aflað sér tölu- verðra upplýsinga um fæðubótar- efni sem hann notar til að leið- beina fólki sem kemur til hans í verslunina í Glæsibæ. „Við erum með fæðubótarefni frá vöru- merki sem heitir Ultimate Nutrit- ion og vorum að bæta við vörum úr merkinu Trec Nutrition. Þau eru bæði bandarísk en Ultimate Nutrition er rótgróið og þekkt vörumerki með yfir þrjátíu ára reynslu,“ segir hann og nefnir að í þeirri línu megi meðal annars finna Ultra rip-brennslutöflurnar sem séu mjög vinsælar. „Þá erum við líka með eitt besta hreina prót- ínið á landinu, en það inniheldur afar mikið af amínósýrum,“ bætir hann við. Viðskiptavinir Sportlífs eru á öllum aldri og með misjafnar þarf- ir. „Við erum með rétta efnið fyrir fólk hvort sem það vill byggja upp vöðva, tóna sig til, skera niður eða ná upp betra þoli,“ segir Hallgrím- ur en ráðgjöf er stór hluti af starf- semi Sportlífs. Á heimasíðu verslunarinnar www.sportlif.is er bæði hægt að kaupa fæðubótarefni og fá sent um allt land, en einnig er hægt að senda þangað inn fyrirspurn- ir og fá ókeypis ráðleggingar. „Þorgrímur Fannar Hjálmtýs- son, einkaþjálfari úr WorldClass, svarar öllum fyrirspurnum. Hann býr til æfingaprógrömm, matar- áætlanir, svarar því hvernig sé best að taka á því í ræktinni og síðan hvaða fæðubótarefni sé best að taka,“ upplýsir Hallgrím- ur. Hann tekur fram að vissulega sé ekki nóg að taka fæðubótarefni ein og sér, nauðsynlegt sé einnig að borða rétt. Verslun Sportlífs í Glæsibæ er opin milli 11 og 19 alla virka daga og frá klukkan 13 til 16 á laugar- dögum. Sama verð gildir í versl- uninni og netversluninni. Prótín er mikilvægasta byggingarefni vöðvanna Hallgrímur Andri hefur sjálfur góða reynslu af því að nota fæðubótarefni enda æfir hann kraftlyftingar og er með tvö Íslandsmet í bekkpressu. Hann er til hægri á myndinni en með honum er Georg Sankovic, starfsmaður í Sportlífi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● REYKJAVÍK GRAND PRIX Alþjóðasamband lík- amsræktarmanna heldur alþjóðlegt stórmót í Háskólabíói laugardaginn 10. apríl sem kallast Reykjavík Grand Prix. Keppt verður í fitness, módelfitness og vaxtarrækt. Búist er við erlendum keppendum á mótið, en íslenskir kepp- endur eiga einnig kost á að keppa á þessu móti. Keppt er í eftirfarandi flokkum: - Bodyfitness Women -163 cm, +163 cm - Classic Bodybuilding Men -180 cm, +180 cm - Classic Bodybuilding Women -163 cm, +163 cm - Bodybuilding Women one category - Bodybuilding Men -80 kg, -90 kg, -100 kg, +100 kg - Overall & Best poser - Modelfitness Women Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5471

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.