Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2010, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 18.02.2010, Qupperneq 42
26 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Jón Jóhannsson Skipalóni 20, Hafnarfirði, áður Hellubraut 7, lést á deild 11E Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 14. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Friðbjörg Kristjana Ragnarsdóttir Jóhann Þór Jóhannsson Rúna Baldvinsdóttir Ragnar Steinþór Jóhannsson Friðjón Viðar Jóhannsson Edda Sigurbjörg Jóhannsdóttir Rúnar Páll Brynjúlfsson börn og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, Steingrímur Þórðarson frá Ljósalandi í Vopnafirði, til heimilis að Hraunbæ 86, Reykjavík, lést þriðjudaginn 16. febrúar. Halla Eiríksdóttir Eiríkur Steingrímsson Sigríður Sigurjónsdóttir Þórður Steingrímsson Guðbjörg Eysteinsdóttir Elsa Albína Steingrímsdóttir Hans Guttormur Þormar og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Bjarnadóttir Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, áður hús- móðir á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði, mánudaginn 15. febrúar. Amalía Stefánsdóttir Leif Bryde Páll Stefánsson Natalí Stefánsson Guðný Stefánsdóttir Hafsteinn Stefánsson Sigrún Óla barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Guðlaug Bárðardóttir Stífluseli 8, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, þriðjudaginn 16. febrúar. Símon V. Gunnarsson Eygló Andrésardóttir Jóna Guðrún Gunnarsdóttir Jón Sveinn Friðriksson Matthías Gunnarsson Katrín Eiríksdóttir Dagný D. Gunnarsdóttir Halldór D. Guðbergsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur móðurbróðir, bróðir, mágur og frændi, Sigurjón Ólafsson frá Hlaðhamri Hrútafirði, verður jarðsunginn í Guðríðarkirkju, Grafarholti, föstu- daginn 19. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakk- aðir. Þeim sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Ólafur Hjálmarsson Emilía Karlsdóttir Þorsteinn Ólafsson Ólöf Pétursdóttir Kjartan Ólafsson Ingibjörg Jóhannesdóttir Ólöf Björnsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður, faðir, bróðir, afi og langafi, Erlingur Guðmundur Axelsson Brekkustíg 14, Reykjavík, lést á líknardeild Landakots þann 16. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólöf Snorradóttir Lára Erlingsdóttir Guðmundur Ólafsson Gunnar Rafn Erlingsson Guðbjörg Axelsdóttir Skarphéðinn Guðmundsson Richard Axelsson Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.750 kr. á mann. ERFIDRYKKJUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. MERKISATBURÐIR 1145 Evgeníus 3. verður páfi. 1878 Alþýðuskólinn í Flensborg í Hafnarfirði er stofnaður 1930 Clyde Tombaugh finn- ur Plútó þegar hann er að skoða myndir sem hann tók í janúar sama ár. 1930 Elm Farm Ollie er fyrsta kýrin sem flýgur í flugvél. Hún var mjólkuð í háloft- unum. 1934 Sjúkrahús Hvítabandsins í Reykjavík er vígt. 1965 Gambía fær sjálfstæði frá Breska samveldinu. 1959 Fidel Castro verður for- sætisráðherra Kúbu. 1967 Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði er stofnaður. 1974 KISS sendir frá sér sam- nefnda plötu, þeirra fyrstu. Nýr stjórnmálaskóli hefur göngu sína 1. mars næstkomandi en hann er ætl- aður öllum sem hafa áhuga á að taka þátt í þjóðmálaumræðu og stjórnmál- um. Skólinn er óháður stjórnmálasam- tökum og nýtist einnig þeim sem hafa hug á þátttöku í öðrum félagsmálum,“ segir ráðgjafinn Gísli Blöndal sem rekur skólann ásamt Þórdísi K. Pét- ursdóttur. „Á námskeiðum skólans, sem bæði verða haldin í Reykjavík og úti á lands- byggðinni, verður kynning frá öllum stjórnmálaflokkum og er ekki ætlun- in að predika ákveðna stefnu. Þátttak- endur fá þjálfun í að tjá sig í ræðu og riti, fá leiðsögn í að hafa samskipti við fjölmiðla og stjórna fundum. Þá er lagt upp með að efla sjálfstraust þátttak- enda en allt miðar að því að þeir geti gert sig gildandi í þjóðmálaumræðu,“ segir Gísli. Hann segir skólann fyrir fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfé- lagshópum. Hann hefur áður kennt við stjórnmálaskóla og á það sama við um Þórdísi. „Ég kenndi við Stjórnmála- skóla Sjálfstæðisflokksins í ein tuttugu ár en í ljósi breyttra aðstæðna í þjóð- félaginu fannst okkur vera rík ástæða til að fara af stað með skóla sem væri ótengdur ákveðnum stjórnmálaöfl- um.“ Gísli telur það ekki koma til með að standa sér fyrir þrifum að hafa áður verið tengdur ákveðnum flokki. „Ég var fyrst og fremst að leiðbeina við Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokks- ins og hef sjálfsagt verið kenndur við hann. Það er hins vegar ýmislegt að breytast í pólitíkinni og við fáum inn vigt úr öllum áttum. Gísli reiknar með því að starfrækja skólann vor og haust og bjóða námskeið sem víðast á lands- byggðinni. „Á landsbyggðarnámskeið- in munum við fá til okkar fjölmiðlafólk og stjórnmálamenn frá hverjum stað fyrir sig til að leggja sitt af mörkum.“ Einungis er gert ráð fyrir tuttugu þátt- takendum á hvert námskeið til að hver og einn fái notið sín en áhugasömum er bent á slóðina www.stjornmalaskolinn. webs.com. vera@frettabladid.is STJÓRNMÁLASKÓLINN: HEFUR GÖNGU SÍNA Óháður stjórnmálasamtökum FER AF STAÐ MEÐ FARANDSSKÓLA Stjórnmálaskólinn mun bæði bjóða upp á námskeið í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM YOKO ONO ER 77 ÁRA Í DAG. „Listin er mitt líf, og líf mitt er list.“ Japanska mynd- og tón- listarkonan Yoko Ono var gift Bítlinum John Lennon. Hún lét reisa friðarsúluna í Viðey árið 2007. Í dag eru áttatíu ár liðin frá því stjörnufræðingur- inn Clyde W. Tombaugh uppgötvaði Plútó sem hann taldi vera níundu reikistjörnuna í sólkerf- inu. Nafnið valdi hann eftir uppástungu ellefu ára stúlku, Venetiu Burney. Löngu síðar, eða í desember 2006, kom í ljós að Plútó var hreint ekki níunda reikistjarna sólkerf- isins heldur dvergreikistjarna. Var það samþykkt eftir heitar umræður á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga að telja Plútó ekki lengur reiki- stjörnu. Ástæðan var meðal annars sú að Plútó er aðeins einn af þúsundum þekktra geimfyrir- bæra í Kuiper-beltinu og sum eru líklega stærri en hann. Einnig er sporbaugur Plútós talsvert frá- brugðinn sporbaugum reikistjarnanna. Plútó er 2300 km í þvermál. Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um 4290 milljón kílómetr- ar og sú mesta um 7530. Plútó hefur þrjá fylgi- hnetti. Sá fyrsti sem fannst nefnist Karon. Hann er 900 km í þvermál og um sex daga á leið sinni kringum Plútó. Hinir tveir fylgihnettirnir heita Nix og Hýdra. Þeir fundust í maí 2005 og tilvist þeirra var staðfest í febrúar 2006. Árið 1988 uppgötv- uðu vísindamenn hjá NASA að birta Plútós dofn- aði hægt þegar hann bar við stjörnu, en það var talið sanna að Plútó hefði lofthjúp. ÞETTA GERÐIST: 18. FEBRÚAR 1930 Plánetan Plútó uppgötvuð AFMÆLI GARY NEVILLE knattspyrnu- maður er 35 ára. HALLGRÍMUR HELGASON rithöfundur er 51 árs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.