Fréttablaðið - 18.02.2010, Side 54

Fréttablaðið - 18.02.2010, Side 54
38 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Rektor LHÍ fagnar því að fagstjóri skólans skuli tjá sig með opinberum hætti. Formaður fatahönnunar- félagsins segir bréf Lindu Bjargar Árnadóttur til Evu Maríu hafa verið óþarfi. Heitar umræður hafa skapast um bréf Lindu Bjargar Árnadótt- ur, fagstjóra fatahönnunarbraut- ar Listaháskóla Íslands, sem hún sendi til sjónvarpskonunnar Evu Maríu Jónsdóttur eftir úrslita- kvöld Söngvakeppni sjónvarps- ins laugardaginn 6. febrúar og Fréttablaðið hefur greint frá. Þar gagnrýndi Linda Björg klæða- burð Evu og Ragnhildar Steinunn- ar harðlega og sagði kjólana sem þær klæddust hafa verið ákaflega ljóta. Birta Björnsdóttir hjá Júní- form, sem hannaði kjólana, sagði gagnrýni Lindu vera bitra og fag- stjórinn væri svekktur yfir því að hennar nemendur hefðu ekki feng- ið verkið. Hjálmar Ragnarsson, rektor Listaháskólans, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hefði enga skoðun á því hvort kjólarnir væru ljótir eða ekki. Hann bæri hins vegar fullt traust til fagstjórans: „Hún hefur sýnt það með störf- um sínum hér að hún er að byggja upp mjög sterka fatahönnunar- braut,“ segir Hjálmar sem þykir mjög mikilvægt að háskólafólk, sama í hvaða fagi það sé, segi hvað því finnist á opinberum vettvangi. „Ég hvet mína fagstjóra til að láta í sér heyra og fagna því að Linda skuli hafa látið sína skoðun í ljós,“ segir Hjálmar en bætir því við að starfsmenn skólans komi fram á eigin ábyrgð. Gunnar Hilmarsson, formað- ur Félags fatahönnuða, segir álit Lindu hafa verið illa rökstutt.„Mér fannst bréfið óþarfi. Birta hefur rekið sitt fyrirtæki í tíu ár og það segir sitt. Ég held að það sé vísinda- lega ómögulegt að sanna hvort kjóll sé ljótur eða flottur,“ segir Gunnar. Hins vegar segir Gunnar að Linda hafi sinnt starfi sínu í Listaháskól- anum ákaflega vel og útskriftar- nemendur hafi aukið fjölbreytnina og gæðin í íslenskri fatahönnun til muna. „Og Linda og skólinn eiga þakkir skilið fyrir það.“ Sjónvarpskonan Eva María Jónsdóttir sagði þetta vera eitt skemmtilegasta erindið sem hún hafi fengið inn á borð til sín. „Ann- ars hef ég bara mjög einfaldan smekk, hann er eflaust ljótur eins og flestra. Ég er bara þessi týpíski lopapeysulúði.“ freyrgigja@frettabladid.is Rektor LHÍ stendur með Lindu í kjólamálinu SKIPTAST Í TVO HÓPA Hjálmar Ragnarsson, rektor LHÍ, segist standa með fag- stjóranum og fagnar því að Linda skuli hafa látið álit sitt í ljós. Gunnar Hilmarsson, formaður Félags fatahönn- uða, telur bréfið hafa verið óþarft. Eva María segist hins vegar bara vera þessi týpíski lopapeysulúði. > FRÚ COLE FLÝR LAND Cheryl Cole er flúin til Bandaríkj- anna og hefur skipt um hring á baugfingri en breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um meint framhjá- hald eiginmanns hennar, knatt- spyrnu skúrksins Ashley Cole hjá Chelsea. Breskir fjölmiðlar hafa séð skilnað í kortunum hjá sér. „Við erum byrjuð að æfa gamla og góða slagara,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Jóhanna Guðrún og Ingólfur Þór- arinsson, best þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, æfa nú saman tón- leikadagskrá sem þau flytja saman í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 10. mars. Miðasala hófst um helgina, en á dagskránni eru bæði frægir dúettar og lög sem þau breyta í dúetta, að sögn Jóhönnu. „Það eru lög eins og Don‘t Go Break- ing My Heart með Elton John og Kiki Dee, lög með Johnny Cash og June Carter; If I were a Carp- enter og It Ain‘t Me Babe, Fever með Elvis Presley, Hit the Road Jack og fleiri,“ segir hún og játar að dag- skráin sé fjörug. „Það þýðir ekkert annað.“ Aðeins þessir einu tón- leikar hafa verið bókaðir, en Jóhanna útilokar ekki að þeir verði fleiri ef áhugi fólks verður mikill. Sam- starf Jóhönnu og Ingós er á byrjunar- stigi og þau segjast ekki vera farin að íhuga plötugerð, þótt ekkert sé útilokað. - afb Jóhanna og Ingó bóka Salinn SAMSTARFIÐ HEFST Jóhanna Guðrún og Ingó eru byrjuð að æfa upp tónleika- dagskrá sem flutt verður í Salnum í Kópavogi í mars. Árskort á 37.990- Einkaþjálfun Boxbrennsla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.