Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 2
2 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR KAREN Í 4 . SÆTI KÓPAVOGUR - GERUM ENN BETUR P R Ó F K J Ö R S J Á L F S T Æ Ð I S F L O K K S I N S 2 0 . F E B R Ú A R K A R EN E . H A LL D Ó R SD Ó T T IR B A í s ál fr æ ði • M S í m an na uð ss tjó rn un • K os ni ng as kr ifs to fa B æ ja rli nd 1 4- 16 . K om du í ka ffi REYKJAVÍKURBORG „Á meðan við erum að forgangsraða í þágu grunn- þjónustu og annars sem mestu máli skiptir getum við auðvitað ekki varið það að endurgreiða lóðir nema það sé alveg skýrt að það sé okkar skylda,“ segir Hanna Birna Kristj- ánsdóttir borgarstjóri. Meirihlutinn í borgarráði Reykja- víkur samþykkti í gær bókun um að úrskurðir samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytisins þess efnis að borgin ætti að taka aftur við seldum lóðum væru byggðir á röngum for- sendum og því rangir. Uppi sé laga- leg óvissa því Héraðsdómur Reykja- víkur hafi í desember komist að þveröfugri niðurstöðu en ráðuneyt- ið. „Reykjavíkurborg hefur ekki í sínum samþykktum viðurkennt að til staðar hafi verið einhliða skila- réttur hjá lóðarhöfum íbúðahúsa- lóða, þar sem byggingarréttur var seldur í kjölfar útboðs, eða atvinnu- húsalóða,“ ítrekar meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks í bókun. Samkvæmt framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar frá í júní 2009 gátu hugsanleg fjárútlát borgarinnar vegna lóðaskila í Úlf- arsárdal og á Sléttuvegsreit numið þremur milljörðum króna með verð- bótum. Þar af hafi verið gerð krafa um 365 milljónir. Þessar upplýsing- ar fengust ekki uppfærðar í gær og ekki reyndist unnt að fá samsvar- andi upplýsingar um atvinnulóðir. En ljóst er að upphæðin sem um er að tefla skiptir milljörðum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúar meirihlutans skiptust á bókunum um málið í borgarráði en Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG, sat hjá. „Þetta er mál sem verð- ur leitt til lykta í Hæstarétti,“ segir Þorleifur við Fréttablaðið. Dagur B. Eggertsson og aðrir fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði segjast byggja afstöðu sína á sjónarmiðum jafnræðis og sanngirni. Uppi sé lagaleg óvissa og spurningar um óvandaða stjórn- sýslu. Dráttur á niðurstöðu geti verið afar afdrifaríkur fyrir við- komandi fjölskyldur. Þótt staða borgarsjóðs sé erfið sé það „þó ekki síður ábyrgðarhluti hjá borg- arstjóra og meirihluta borgarstjórn- ar á láta viðkomandi fjölskyldunum einum eftir að axla ábyrgð,“ eins og segir í bókun. Hanna Birna segir að á meðan uppi sé lagaleg óvissa fylgi borg- aryfirvöld lögfræðilegri ráðgjöf. Bæði borgarlögmaður og aðrir lögmenn sem vinni fyrir borgina í þessu málum telji að ekki hvíli á borginni skylda til að taka við lóð- unum. „Það er ekkert í samþykkt- um borgarinnar sem gerir ráð fyrir svona einhliða skilum á lóðum. Í þeim tilvikum sem borgin endur- greiddi atvinnulóðir án þess að vera skyldug til þess var það vegna þess að borgin taldi sig afdráttarlaust geta endurselt þær lóðir,“ segir borgarstjórinn. gar@frettabladid.is Milljarða útgreiðsla hangir yfir borginni Borgarsjóður gæti þurft að greiða milljarða króna ef dómstólar segja að borg- inni beri að taka aftur við lóðum og endurgreiða þeim lóðarhöfum sem það kjósa. Ábyrgðarlaust að greiða ef það er ekki okkar skylda, segir borgarstjórinn. ÚLFARSÁRDALUR Eigendum lóða er neitað um að skila þeim og fá endurgreitt eins og tíðkaðist hjá borginni fyrir hrun fjármálakerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er ekkert í samþykkt- um borgarinnar sem gerir ráð fyrir svona einhliða skilum á lóðum. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR BORGARSTJÓRI LÖGREGLUMÁL Karlmaður hefur verið yfirheyrður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna nauðgunar sem kærð var eftir síð- ustu helgi. Þá kannar lögregla vís- bendingar varðandi annan meint- an nauðgara. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni kærðu tvær stúlk- ur nauðgun eftir síðustu helgi. Önnur þeirra er sautján ára og hin um tvítugt. Samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins kærði sú sautján ára nauðgun sem átti sér stað á skemmtistað í borginni. Eldri stúlkan kærði mann fyrir að nauðga sér í bíl. Eftir því sem næst verður komist ók hún nokkr- um piltum, þar af einum sem hún þekkti. Piltarnir tíndust úr bíln- um, þar til einungis einn var eftir. Hann er kærður fyrir að hafa nauðgað stúlkunni. Báðar stúlkurnar leituðu á neyð- armóttöku Landspítala - háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi fyrir þol- endur kynferðisofbeldis eftir árásirnar. Þær voru báðar með áverka eftir ofbeldið. Hvorug stúlknanna mun hafa þekkt ofbeldismanninn sem þær urðu fyrir barðinu á. Kynferðisbrotadeild lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu hefur rannsókn málsins með höndum. - jss LÖGREGLUSTÖÐIN Lögregla hefur yfirheyrt karlmann vegna nauðgunar um síðustu helgi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tvö nauðgunarmál: Yfirheyrður vegna nauðgunar VIÐSKIPTI JP Lögmönnum hefur verið falið að annast formlegt ferli á öryggisvörslufyrirtækinu Securitas. Fyrirtækið er helsta eign þrotabús Fons, félags áður í meirihlutaeigu Pálma Haralds- sonar. Stefnt er að því að nýir eigendur taki við Securitas í kringum 20. mars næstkomandi. Securitas var auglýst til sölu í dagblöðum í gær. Þar kemur fram að allir sem geti sýnt fram á að þeir eigi þrjú hundr- uð milljónir króna eða meira geti lagt fram tilboð í félagið. Þá geta fjármögnunarvilyrði frá fjármálastofnun, sem metið er fullnægjandi af seljanda, tal- ist gilt, samkvæmt því sem þar segir. - jab Securitas sett í söluferli: Stærsta eignin seld úr búi Fons SAMGÖNGUMÁL Samtök ferða- þjónustunnar lýsa yfir miklum áhyggjum vegna boðaðs verkfalls flugvirkja, sem að óbreyttu hefst á mánudag. Ef af verkfalli verður mun flug til landsins stöðvast, og mikil viðskipti fara forgörðum, með tilheyrandi tapi fyrir fyrir- tæki og þjóðarbúið, segir í yfir- lýsingu frá samtökunum. Þar segir enn fremur að verk- föll sem stöðvi flug til landsins séu slæm fyrir orðspor Íslands og fæli ferðamenn frá landinu. Kristján Kristinsson, formað- ur samninganefndar Félags flug- virkja, sagði í gær ágætan gang í samningaviðræðum. - bj Fyrirhugað verkfall flugvirkja: Óttast að ferða- menn fælist frá VERKFALL Boðað verkfall flugvirkja á að standa frá 22. til 28. febrúar. MYND/VÍKURFRÉTTIR SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Yfir- maður loftslagsmála hjá Samein- uðu þjóðunum, Yvo de Boer, til- kynnti í gær um afsögn sína, frá og með 1. júlí. De Boer hefur gegnt stöðunni í fjögur ár og er fyrir mörgum andlit loftslags- viðræðna. Þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða leiða menn líkur að því að óánægja með útkomu ráðstefn- unnar í Kaupmannahöfn hafi haft sitt að segja um ákvörðunina. Óttast menn nú að snurða geti hlaupið á þráðinn í viðræðum, en enginn augljós eftirmaður er til staðar. Tilkynningin kemur fimm mánuðum áður en fulltrúar 193 ríkja munu þinga um loftslagsmál í Cancun í Mexíkó. - kóp Yfirmaður loftslagsmála SÞ: Yvo de Boer segir af sér YVO DE BOER SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason sjáv- arútvegsráðherra gefur í dag út reglugerð um að auka loðnukvóta um 20 þúsund tonn. Er það gert að tillögu Hafrann- sóknastofnunar sem fram kom í gær. Mælingar Hafró sýna 505 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Áður en þær fóru fram höfðu 45 þúsund tonn verið veidd, þannig að áætluð stærð stofns, að meðtöldum afla, er um 550 þúsund tonn. Gildandi aflaregla gerir ráð fyrir að 400 þúsund tonn séu skil- in eftir til hrygningar og því lagði Hafró til leyfilegan hámarksafla 150 þúsund tonn, 20 þúsund tonna aukningu frá fyrri tillögu. Jón Bjarnason segir loðnuna á besta stigi núna, fulla af hrognum og því afar dýrmæta. Með aukn- ingu kvótans fáist upp í hrognasölu- samninga. „Ég gef út í fyrramálið [í dag] reglugerð um 20 þúsund tonna aukningu. það er mjög ánægjulegt að geta gert það,“ segir ráðherra. Af þessum 20 þúsund tonnum koma 18 þúsund í hlut Íslendinga, en afgangurinn fer til Færeyinga og Grænlendinga samkvæmt samn- ingum. Aflaverðmæti gæti numið um 1,5 milljörðum. Nokkuð hefur verið þrýst á um að auka þorskkvóta, jafnvel um 40 þúsund tonn. Jón segir það ekki til skoðunar hjá ráðuneytinu. - kóp Ráðherra gefur út reglugerð um 20 þúsund tonn aukreitis: Loðnukvóti aukinn í dag DREKKHLAÐIN SUÐUREY Talið er að aukning loðnukvótans skili um 1,5 milljarða króna í aflaverðmæti. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON JÓN BJARNASON DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir Héraðs- dómi Suðurlands fyrir að afhenda varning út um lúgu söluskála Olís á Selfossi án þess að taka greiðslu fyrir. Þannig rétti maðurinn óþekkt- um manni eða konu tvö karton af sígarettum út um lúguna. Næsti „viðskiptavinur“ fékk kók og sæl- gæti án greiðslu þegar hann leit við. Þá bar að sjoppunni stúlku um tvítugt. Hún fékk kók, en þar að auki renndi sjoppumaðurinn korti í gegnum kortalesara og tók pen- ingaupphæð úr afgreiðslukassan- um sem hann lét stúlkuna hafa. Maðurinn hefur játað brotin. - jss Héraðsdómur Suðurlands: Gaf fólki varn- ing úr sjoppu AFGANISTAN, AP „Ég myndi segja að við séum með hryggjar- stykkið úr bænum á okkar valdi,“ segir Larry Nicholson, herforingi í fjölþjóðaliði NATO og Bandaríkjanna í Afganistan. Fimmtán þúsund manna her- lið réðist á bæinn Marja í Helm- and-héraði í síðustu viku. Tali- banar hafa haft bæinn og næsta nágrenni á valdi sínu undan- farin ár, en innrásarliðið hefur nú náð helstu götum og stjórn- sýslubyggingum bæjarins á sitt vald. „Við erum þar sem við viljum vera,“ segir Nicholson. - gb Barátta gegn talibönum: Marja að mestu á valdi Natóliðs Gunnlaugur, berjast menn alltaf í boltanum? „Við kýlum alltaf á þetta.“ Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals í fót- bolta, segir slagsmál tveggja leikmanna liðsins hafa verið léttar ryskingar enda hlaupi fótboltamönnum gjarnan kapp í kinn. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.