Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2010 7 Núna þegar við höfum feng- ið rækilega á baukinn orkar margt sem við vorum að bard- úsa við síðustu árin tvímælis. Bygging tónlistarhúss var sjálf- sögð í góðærinu, í kreppunni vakna spurningar. Hvort húsið sé of stórt, að menn hafi ekki lagt það nægilega niður fyrir sér hvað ætti að gerast þarna. Og svo hitt hvort rétt hafi verið að halda byggingu þess áfram. Kannski er frjórra að snúa þess- ari pælingu við. Húsið er komið til að vera, við hættum ekki við það héðan af. Tilhugsunin um drauga- hús á þessum stað er ómöguleg. Og sagan segir okkur að ekki sé sjálf- gefið að það verði „of stórt“ mjög lengi. Það verður fullnýtt fyrr en við höldum. Lykillinn að velgengni hússins er fjölbreytni, að húsið verði „í alfara- leið“. Fyrstu starfsárin gefa tón- inn. Eftirvæntingin skapar tæki- færi, allir vilja hafa komið í húsið. Sinfóníuhljómsveitin verður í far- arbroddi og fær loksins að hljóma eins og hún á skilið. Hljómsveitin hefur verið í mikilli sókn svo eftir er tekið og nú er fyrir öllu að hún njóti sín á nýjum stað. Þetta er ekki tíminn til að skammta henni naumt, þar á bæ eru menn tilbúnir í stór- ræðin. Nú ræðst hún á stórvirk- in um leið og hún flytur ný verk okkar fremstu manna. Íslenska óp- eran verður þarna líka og fólk þarf ekki að fara í Sambíóin til þess að hlusta á Kristin syngja Ochs barón. Kannski eignumst við okkar eigin óborganlegu útgáfu af söngleiknum Enron um fjármálahrunið. En það er jafn mikilvægt að aðrar greinar tónlistarinnar finni sig velkomnar. Og þá ekki síður að innlendum listamönnum verði gert hátt undir höfði. Það skiptir máli að allt frá byrjun hljómi þarna öll góð tónlist hverju nafni sem hún nefn- ist. Að okkar besta fólki detti eng- inn betri staður í hug þegar mikið stendur til. Björk, Tómas R., Megas, Stórsveit Reykjavíkur, Hjaltalín og Singapore Sling ríða á vaðið. Ef við sjálf gerum okkar besta verður húsið um leið aðdráttarafl fyrir er- lenda listamenn í fremstu röð. Síðast en ekki síst, húsið er ekki bara salirnir á tónleikakvöldum. Það er mikilvægt að þarna sé opið allan daginn. Það er auðvelt að sjá forsalinn fyrir sér sem vettvang daglegra kynninga fyrir skóla og almenning. Þarna yrðu áhugaverð- ar sýningar, fyrirlestrar og tónleik- ar í anda Bernsteins þar sem galdr- ar tónlistar yrðu krufnir og hlutirn- ir settir í óvænt samhengi. Það er úrslitaatriði fyrir framtíð hússins að sem flestir eigi þangað erindi. Aðeins þannig rætist draumurinn. Fjölbreytni lykillinn að velgengni ● Ólafur Óskar Axelsson, arkitekt og tónskáld, hugleiðir framtíðarhlutverk tónlistarhússins Hörpu. Ólafi finnst mikilvægt að innlendum tón- listarmönnum sé gert hátt undir höfði. Lykillinn að velgengni hússins er fjölbreytni, að húsið verði „í alfaraleið“ að mati Ólafs Óskars Axelssonar, arkitekts og tónskálds. FRÉTABLAÐIÐ/ANTON PISTILL ● SATT EÐA LOGIÐ Ungur námsmaður hafði sparað sumarhýruna til að geta keypt sér saxófón. Upphæðin var ekki sérlega há og því varð hljóðfæra- salinn að draga fram ómerkilegasta hljóðfærið sem til var. Svo ódýr var saxófónninn að honum fylgdi ekki einu sinni taska. Ungi maðurinn fékk því hljóðfærið af- hent í plastpoka, sem hann kom fyrir á bögglaberanum á hjólinu sínu. Í þann mund sem hann lagði af stað vildi ekki betur til en svo að pokinn með saxófóninum losnaði af bögglaberanum og féll til jarðar. Og til að bæta gráu ofan á svart dreif að í sama mund valtara sem ók yfir saxófóninn. Ungi maðurinn stóð hjá og horfði á sumarhýruna fletjast út eins og pönnuköku. Í örvæntingu sinni fór hann aftur með hinn útflatta saxófón til hljóðfærasalans og spurði hvort gera mætti við hljóðfærið. Hljóðfærasalinn, sem var ýmsu vanur hafði þó aldrei augum litið flatari saxófón. Hann bauðst til að endurgreiða unga manninum hljóðfærið. Ungi maðurinn þóttist himin höndum hafa tekið og þáði þetta góða boð. Um leið og hann hvarf á braut hengdi hljóðfærasalinn hinn flata saxófón til sýnis í búðarglugga sínum yfir skilti sem á stóð: „Það á að blása, ekki sjúga.“ Í kreppunni telur Hljómgrunnur það vera hlutverk sitt að benda á ódýrar leiðir til tónlistariðkunar. Enginn grunnur er byggður án þess að til komi sög af einhverju tagi. Hljómgrunnur er engin undantekn- ing. Sögurnar af því hvernig hann er að pluma sig ganga nú eins og eldur í sinu. Við fengum Eggert Pálsson pákuleikara, söngvara og áhugamann um óvenjuleg hljóðfæri til að sýna okkur frumtökin. Ódýr leið til tónlistariðkunar Sitjið í stól með beinu baki og haldið söginni í lóðréttri stellingu. Látið tennurnar snúa að yður. Ef þér eruð klaufi í meðferð verkfæra klæðist þá endilega viðeigandi hlífðarfatnaði. Skorðið sögina vand- lega milli fóta yðar og grípið með vinstri hönd um efsta hluta hljóðfærisins og beyg- ið til vinstri um 20 cm frá efsta hluta þess. Rennið boganum rólega eftir söginni og breytið tóninum með því að stækka og minnka stærri beygjuna á meðan þér gætið þess að halda beygjunni á efri hlutanum stöðugri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.