Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 10
10 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR
VR krefst greiðsluaðlögunar
sem nær til almennra skulda og
veðskulda, þ.e. bæði íbúðalána
og bílalána.
Velvild ykkar og framlög gerðu gæfumuninn.
Bestu þakkir til allra sem lögðu starfsemi
samtakanna lið fyrir jólin.
Reykjavíkurdeild
Hjálparstarf kirkjunnar,
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
og Rauði krossinn í Reykjavík
og styrktaraðilum ómetanlega
hjálp og óeigingjarnt starf við
jólaaðstoðina
UTANRÍKISMÁL „Finnist ekki sann-
gjörn úrlausn í skuldamálum tapa
allir,“ segir breski stjórnmála-
maðurinn Diana Wallis, en hún
er varaforseti Evrópuþingsins.
Wallis hélt erindi í Háskólanum
í gær undir yfirskriftinni „Icesa-
ve, Ísland og Evrópusambandið –
hvers skuld er þetta annars?“
Í máli hennar kom þó fram
að mikilvægt væri að horfa til
ábyrgðar bæði þeirra sem lána
og taka lán þegar tekist er á um
skuldir og kvaðst hún vona að
lausn sem allir gætu sætt sig
við varðandi Icesave væri nú að
verða til í viðræðulotunni í Lund-
únum.
Wallis ræddi einnig um hug-
myndir um að aðild að Evrópu-
sambandinu (ESB) kynni að
hjálpa Íslandi og þá sér í lagi með
upptöku evrunnar. „En ég hef alla
tíð bent á að það sé engin skyndi-
lausn. Og kannski er það ekki einu
sinni lausn. Ef þið viljið ganga til
liðs við okkur þá verður það að
vera af mörgum fjölbreyttum
ástæðum. Ekki bara út af leit að
vari í stormi,“ sagði hún og benti
á fordæmi Grikklands sem nú á í
þrengingum. „Ef evrusvæðið á að
virka þá þarf að framfylgja þar
ströngum reglum.“
Þá sagði Wallis að þótt aðildar-
umsókn Íslands að ESB væri að
forminu til aðskilið mál frá Ice-
save, þá réði það kannski dálítið
stemningunni. Bretar og Hollend-
ingar gætu mögulega beitt neit-
unarvaldi þegar umsókn lands-
ins verður tekin fyrir í mars, en
það taldi hún engu síður ólíklegt
án víðtækara samráðs við önnur
ríki. „Möguleikinn er hins vegar
til staðar og þess vegna vona ég
að skynsamleg lausn finnist í
yfirstandandi viðræðum.“
Ísland segir Wallis hins vegar
hafa forskot því þar er hafið upp-
gjör og endurskoðun vegna fjár-
málakreppunnar. Bretar hafi
frestað slíkri naflaskoðun, þótt
hennar væri sárlega þörf, fram
yfir næstu kosningar. „Erfið
reynsla ykkar kann að vera
öðrum mikils virði og dæmi sem
læra má af,“ sagði hún og kvað
heiminn allan þurfa að endurmeta
áhættumat á fjármálamörkuðum,
jafnt innanlands sem utan.
Wallis sagði hins vegar óþarft
fyrir Íslendinga að bera kvíð-
boga fyrir Evrópusamstarfi.
Kjósi þjóðin að taka þátt hafi hún
margt að bjóða, svo sem sérþekk-
ingu í sjávarútvegi, í orkumálum
og málefnum norðurheimskauts-
ins. „Evrópusambandið bíður hins
vegar ekki með opna arma, þið
þurfið að sýna að þið viljið taka
þátt,“ segir hún og varar við flýti
í aðildarferlinu. „Þið þurfið að
átta ykkur á í hvaða átt er stefnt
og vera sátt við þá stefnu.“
olikr@frettabladid.is
DIANA WALLIS Varaforseti Evrópuþingsins, Diana Wallis, segir að Ísland yrði langt því
frá áhrifalaust á Evrópuþinginu, enda möguleikar þingmanna þar til að vinna málum
brautargengi oft meiri en þingmanna þjóðþinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Varar við miklum
flýti í aðild að ESB
Bretar og Hollendingar gætu beitt neitunarvaldi þegar ESB tekur fyrir aðildar-
umsókn Íslands, segir Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins. Hún segir slíkt þó
ólíklegt og vonast eftir skynsamlegri niðurstöðu í yfirstandandi Icesave-viðræðum.
ALÞINGI Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, segist vera hlynnt því að
allar upplýsingar um aðdraganda
stuðnings Íslands við Íraksstríðið
verði gerðar opinberar. Þetta sé
þó ekki sérlega brýnt, enda liggi
allar upplýsingar um málið þegar
fyrir.
Rætt var um tvær þingsálykt-
unartillögur um málið á Alþingi
í gær. Önnur snýr að opinberun
allra upplýsinga um aðdragand-
ann að ákvörðuninni, sem fyrir
liggur að var tekin af Davíð Odds-
syni og Halldóri Ásgrímssyni. Hin
snýr að skipun þingmannanefndar
sem falið yrði að rannsaka aðdrag-
andann. Að þeirri tillögu standa 27
þingmenn úr öllum flokkum nema
Sjálfstæðisflokki.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
sem mælti fyrir síðari tillögunni,
sagði að mikilvægt væri að fá botn
í það hvernig tveir menn gátu tekið
svo stóra ákvörðun einir síns liðs.
Þorgerður Katrín samsinnti
því, en benti á að það sama þyrfti
að ganga yfir aðrar umdeildar
ákvarðanir sem ekki hefðu verið
bornar undir þing eða þingnefnd-
ir. Tiltók hún Icesave-samningana
í því samhengi.
Þorgerður sagði að á sínum tíma
hefði verið fyllilega eðlilegt að
styðja innrásina, enda hefði hún
verið gerð af okkar helstu banda-
lagsþjóðum. „Allar þær upplýs-
ingar sem við höfum í þessu máli,
það er sjálfsagt og eðlilegt að þær
verði dregnar fram í dagsljósið.
En þær liggja allar fyrir. Það er
búið að ræða þetta út í hið óendan-
lega hér í þinginu fram til þessa
og ef menn vilja einfaldlega fara
í þessa vinnu aftur þá bara gera
menn það.“
Þorgerður furðaði sig á for-
gangsröðinni hjá stjórnarliðum á
þessum umbrotatímum, og sagði
málið smjörklípu, hugsaða til að
dreifa athyglinni frá því að ríkis-
stjórninni gengi illa.
- sh
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir Íraksrannsókn smjörklípu, en vill þó fá allar upplýsingar upp á borðið:
Segir allt um stuðninginn við Íraksstríð liggja fyrir
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill að
allar upplýsingar um aðdragandann að
stuðningi Íslands verði gerðar opinberar.
DÓMSMÁL Erla Hlynsdóttir, blaða-
maður á DV, hefur verið dæmd í
Hæstarétti til að greiða Helgu Har-
aldsdóttur, eiginkonu Guðmundar
Jónssonar, kenndum við Byrgið, 300
þúsund krónur í miskabætur og 100
þúsund til þess að standa straum af
kostnaði við birtingu dómsins. Hér-
aðsdómur Reykjavíkur hafði áður
dæmt Erlu til að greiða Helgu 100
þúsund krónur í miskabætur.
Forsaga þessa er sú, að Helga
höfðaði mál til ómerkingar ummæla
í fjórtán stafliðum, sem birtust
í grein í DV í ágúst 2007. Tilefni
greinarinnar var rannsókn á mál-
efnum Guðmundar, eiginmanns
Helgu, sem var sakfelldur með
dómi Hæstaréttar í desember 2008
fyrir að hafa ítrekað haft kynferð-
ismök við konur, sem á þeim tíma
voru vistmenn á meðferðarheimil-
inu Byrginu, sem Guðmundur veitti
forstöðu.
Viðmælendur DV voru fyrrver-
andi starfsmaður Byrgisins og ein
þeirra kvenna sem hann var dæmd-
ur fyrir að hafa beitt kynferðislegri
misneytingu. Helga stefndi þeim og
blaðamanninum sem viðtalið var
merkt.
Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til
að ómerkja þrettán ummælanna,
sem birtust í viðtalinu. en ómerkti
hin fjórtándu þar sem haft er eftir
fyrrverandi skjólstæðingi Byrgis-
ins að „… ekki við hæfi að sú sem
veiðir fyrir hann vinni við grunn-
skóla“.
Hæstiréttur dæmdi Helgu til að
greiða 600 þúsund í málskostnað í
héraði og fyrir Hæstarétti vegna
viðmælenda DV.
„Þetta eru vonbrigði,“ sagði Erla
um dóminn. Hún kvaðst hafa vænt-
ingar til yfirstandandi endurskoð-
unar menntamálaráðuneytisins á
prentlögunum. - jss
Í DÓMSAL Helgu voru dæmdar 300
þúsund í miskabætur, en var dæmd til
að greiða 600 þúsund í málskostnað.
Ein ummæli af fjórtán um eiginkonu Guðmundar í Byrginu ómerkt í Hæstarétti:
Blaðamaður greiði 400 þúsund
Ef þið viljið ganga til liðs
við okkur þá verður það
að vera af mörgum fjölbreyttum
ástæðum. Ekki bara út af leit að
vari í stormi.
DIANA WALLIS
VARAFORSETI EVRÓPUÞINGSINS
STOLNIR SKÓR Um það bil 1.200
skópör bíða þess á lóð lögreglustöðv-
arinnar í Seúl í Suður-Kóreu, að réttir
eigendur sæki þau. Skónum var stolið
á útfararstofu, en sökudólgurinn
hugðist selja þau í eigin verslun með
notaða skó. Hann hefur verið handtek-
inn. NORDICPHOTOS/AFP