Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2010 Tíu manns nýttu sér aðstöðuna á MIDEM-básnum sem ÚTÓN stóð fyrir, þar af voru fulltrúar frá fimm fyrirtækjum. Sú nýbreytni var á MIDEM núna að vörusýning- in og Midem voru sameinuð. Þessi ákvörðun var tekin með það í huga að mæta nýjum tímum í tónlistar- viðskiptum þar sem stafræn við- skiptamódel skipa sífellt stærri sess. Aukin bjartsýni ríkir og var meðal annars bent á að tekjur af sölu í gegnum stafræna miðla hefðu aukist um 12 prósent. Svíþjóð og streymi var sérstaklega nefnt en Spotify hefur fengið vind í seglinn. Talað var um að stafræn sala og tekjur af streymi hefðu aukist 10,2 prósent í Svíþjóð á síðasta ári. Þrátt fyrir að heildarvelta hafi minnkað á undanförnum árum gefur þróun stafrænna viðskiptamódela og vöxt- ur fyrirtækja í þeim geira ástæðu til ákveðinnar bjartsýni. BREYTINGAR KALLA Á NÝJA NÁLGUN Um 7.000 manns alls staðar að úr heiminum sækja Midem sem er mikil fækkun frá því sem var fyrir átta árum. Hins vegar er það mál manna að Midem eigi áfram eftir að skipa mikilvægan sess í tón- listarviðskiptum. Ýmsar breyting- ar hafa átt sér stað sem auðvelda fólki tengslamyndun og aðgang að þeim nýju fyrirtækjum sem eru að koma á markaðinn. Meðal ann- ars eru fimmtán nýsköpunarfyrir- tæki kynnt sérstaklega sem hafa þróað stafræna þjónustu. Lögð var áhersla á að framtíðin bæri í skauti sér fjölþættar lausnir þar sem hvorki streymi né greitt niðurhal yrðu einu kostirnir heldur þyrftu þeir sem vilja selja og dreifa tón- list að venjast því að nýta margar ólíkar leiðir og snið. HAFDÍS HULD VEKUR ATHYGLI Midem hefur einnig aukið áherslu á lifandi flutning. Ráðstefnan var áður hefðbundin framsalsráðstefna þar sem menn versluðu með upp- töku- og útgáfurétt. Á sama tíma og sá geiri hefur dregist saman hefur orðið veruleg tekjuaukning í lifandi flutningi. Samstarfsaðilar Midem um tónleikahald eru Son- icbids og völdu þeir meðal annars Hafdísi Huld til að koma fram á einu af kvöldunum sem þeir stóðu fyrir. Midem hefur staðið fyrir slík- um kvöldum sl. þrjú ár og greini- legt er að þau hafa þróast á jákvæð- an hátt. Hins vegar er enn ekki ljóst hvort Midem verður fýsilegur stað- ur fyrir tónleikabókara og hátíðir að koma saman. Þar keppir ráð- stefnan bæði við Eurosonic sem fram fer í Hollandi í byrjun jan- úar og ILMC sem fram fer í Lond- on í mars. Báðar ráðstefnurnar eru rótgrónar og vel heppnaðar og gæti verið erfitt fyrir þá sem starfa í tón- leikahaldi að sjá sér hag í að bæta við nýrri ráðstefnu eða markaði í þessum efnum. Tónleikar Hafdísar Huldar tók- ust hins vegar mjög vel. Hún hafði fyrr um daginn komið fram á ís- lenska básnum í sýningarhöllinni þar sem góður rómur var gerður að tónlist hennar. Kerry Harvey-Piper, sem er breskur umboðsmaður Hafdísar, var með í för og sagðist hafa átt fjölda jákvæðra funda um dreifingar- og framsalssamninga. Fulltrúar þeirra fyrirtækja sem sýndu Hafdísi Huld áhuga töldu það mikinn kost að geta séð listamanninn á tónleikum sam- hliða kynningarfundum sem stað- ið var fyrir. Kerry segir eftirfylgni eftir fundina ganga vel og sameigin- leg kynning sem ÚTÓN stóð fyrir á básnum hafi verið góður stuðningur við verkefni þeirra. Í sama streng tóku fulltrúar Gogoyoko, Kima Rec- ords og Smekkleysu sem sögðust allir hafa getað nýtt sér aðstöðuna vel og náð árangri á þeim fundum sem þeir áttu. Góður árangur á MIDEM ● Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÚTON, segir Íslendingum hafa verið vel tekið á MIDEM. Að sögn Önnu var góður rómur gerður að tónleikum Hafdísar Huldar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tónastöðin er með frábært úrval slagverks og trommusetta og þar á meðal hin einstöku Gretsch trommusett Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. ÓT NLISTA SKÓL PISTILL ● RAFRÆN TÓNLISTARVERÐLAUN Íslensku tónlistarverðlaunin hafa tekið upp samstarf við tónlistarvefinn tónlist.is <http://xn--tnlist-bxa.is> sem er ætlað að auðvelda öllum sem gefa út tónlist að leggja fram efni og þeim, sem fjalla síðan um innsent efni, að gaumgæfa það. Skráning efnis fyrir Íslensku tónlistarverðlaunin fer nú fram í gegnum tónlist.is <http://xn--tnlist-bxa.is> og þangað fara þeir sem vilja taka þátt, skrá verk sín og senda í framhaldinu diska til Tónlistarverðlaunanna á skrif- stofu FÍH. Skráningin stendur yfir allt árið og það er von aðstandenda verðlaunanna að þannig verði það sjálfsagður hluti af útgáfu diska og annarra hljóðrita að koma þeim á framfæri við verðlaunin. Nú þegar hefur umtalsverð aukning orðið á því sem lagt er fram til verðlaunanna. Þegar þetta fyrirkomulag nær fótfestu er það von aðstandenda að allt útgefið efni verði lagt fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.