Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 12
12 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR ÞJÓNUSTA Stjórn Íslandspósts hefur samþykkt fyrir sitt leyti að flytja póstdreifingarmiðstöðina á Hvols- velli til nágrannabæjarins Hellu. Guðmundur Oddsson, formaður stjórnarinnar, segir endanlega ákvörðun vera í höndum Ingi- mundar Sigurpálssonar, forstjóra Íslandspósts. Ástæða fyrirhugaðs flutnings er sú að á Hvolsvelli hefur Íslands- póstur deilt húsnæði með Eld- stó Café & Hús leirkerasmiðsins, sem hefur gert kauptilboð í allt húsnæðið. Guðmundur segir að flutningur- inn á Hellu muni ekki koma niður á þjónustunnni á Hvolsvelli. Íslands- póstur verði áfram með afgreiðslu þar og hafi náð samkomulagi við Landsbankann um að hún verði í húsnæði bankans á Austurvegi. Hann segist telja að flutningur- inn á Hellu sé besti kosturinn en tekur fram að um tímabundna lausn sé að ræða, hugsaða til um það bil þriggja ára. Fyrri sam- þykktir stjórnar Íslandspósts um að vera með póstdreifingarmið- stöð á Hvolsvelli standi. Íslandspóstur hefur átt í við- ræðum við eigendur fyrirtækis- ins Raffoss á Hellu um að leigja af þeim húsnæði. Þorgils Gunn- arsson, hjá Raffoss, segir að gerð hafi verið drög að leigusamningi þó ekkert hafi verið undirritað. Hann hafi byrjað að innrétta húsið fyrir nokkrum vikum en nú sé allt stopp því hann hafi ekkert heyrt frá Íslandspósti í þrjár vikur. Örn Þórðarson, sveitarstjóri Rangárþings ytra á Hellu, seg- ist vonast til að málið fái farsæla lausn. Hann telji að tímabundið sé best að hafa póstdreifingarmið- stöðina á Hellu. „Ég vona að þetta mál fái far- sæla lendingu,“ segir Örn. Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra á Hvolsvelli, segir að sveitarstjórnin hafi bent Íslandspósti á hentugt húsnæði á Hvolsvelli en engin svör hafi bor- ist. Hann segir vissulega bagalegt að missa póstdreifinguna á Hellu, jafnvel þó að flutningurinn sé hugsaður til skamms tíma. „Það er klúður ef þeir ætla að flytja á Hellu og koma síðan aftur á Hvolsvöll seinna,“ segir Elvar. „Auðvitað er maður hræddur um að starfsemin komi ekki aftur en við verðum að treysta því að Íslandspóstur standi við orð sín og byggi upp á Hvolsvelli í fram- tíðinni.“ trausti@frettabladid.is Póstdreifingarmiðstöð flutt frá Hvolsvelli til Hellu Formaður stjórnar Íslandspósts telur best að flytja póstdreifingarmiðstöð Íslandspósts frá Hvolsvelli til Hellu. Tímabundin lausn. Sveitarstjórinn á Hvolsvelli segist hræddur um að missa starfsemina alfarið. HELLA Útlit er fyrir að póstdreifingarmiðstöð Íslandspósts flytji frá Hvolsvelli á Hellu. GUÐMUNDUR ODDSSON ÖRN ÞÓRÐARSON FLÓÐ Í GRIKKLANDI Viðvörunarskilti á mótum járnbrautarteina og akvegar rétt stóð upp úr vatnsflóðinu í þorpinu Lavara á Grikklandi, þar sem áin Evros hafði flætt yfir bakka sína. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Sala á sýklalyfjum hérlendis dróst saman um 5,6 pró- sent í fyrra. Þetta kemur fram í grein Haraldar Briem sóttvarna- læknis í nýju hefti Farsóttafrétta. Í grein sinni segir Haraldur skýringar á samdrættinum í sýkla- lyfjasölunni ekki vera að fullu ljós- ar. „Hafa þarf í huga að sýklalyf eru almennt ekki niðurgreidd af hinu opinbera – sem kann að leiða til minni notkunar lyfjanna. Einnig kann að skipta máli aukin vitund um mikilvægi skynsam- legra notkunar sýklalyfja meðal lækna og almennings,“ leggur Har- aldur fram í Farsóttafréttum sem hugsanlega ástæðu fyrir minnk- andi notkun sýklalyfjanna. Þá ítrekar Haraldur að ónæmi fyrir sýklalyfjum sé vaxandi vanda- mál. Þótt mikil notkun sýklalyfja tengist útbreiðslu ónæmisins sé þó enn margt á huldu um ástæð- ur útbreiðslunnar. Mikilvægt sé að fylgjast með notkun lyfjanna. „Sýklalyf gegna mikilvægu hlut- verki í meðhöndlun alvarlegra sjúkdóma. Því er mikilvægt að þau sé notuð á ábyrgan hátt og á rétt- um forsendum,“ segir sóttvarna- læknir. Enn fremur kemur fram að notkun sýklalyfja á Íslandi sé nokkuð mikil í alþjóðlegum saman- burði, einkum ef miðað sé við hin Norðurlöndin. - gar Dýr lyf og aukinn skilningur á mikilvægi skynsamlegrar notkunar talin hjálpast að: Minni sala sýklalyfja á Íslandi HARALDUR BRIEM Sóttvarnalæknir segir enn margt á huldu um útbreiðslu ónæmis fyrir sýklalyfjum og undirstrikar nauðsyn á ábyrgri notkun þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INDÓNESÍA, AP Kýr af kyni Súm- ötru-nashyrnings ber kálf í grið- landi á samnefndri eyju í Indónes- íu í maí. Súmötru-nashyrningurinn er í útrýmingarhættu og segja vísindamenn að þetta verði aðeins fjórði kálfurinn af þessari tegund sem borinn verður í griðlandi eða dýragarði undanfarin 112 ár. Kýrin á að bera 15. maí. Súmötrunashyrningar eru minnsta nashyrningategund heims og ná ekki nema 120 til 145 senti- metra hæð. Villtum dýrum af þess- ari tegund hefur fækkað um helm- ing á undanförnum árum og eru nú um 200 talsins. Að auki hafast tíu skepnur við í griðlöndum. - bs Nashyrningskýr kálffull: Fjórði kálfurinn á rúmri öld Ryksugur - fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir. Hátúni 6a . 105 Reykjavík Sími 552 4420 . www.fonix.is Hafðu samband sími Arion banki frestar öllum uppboðsbeiðnum út árið 2010 Arion banki mun fresta öllum uppboðsbeiðnum vegna íbúðalána til sýslumanna út árið 2010. Þannig gefst fleiri viðskiptavinum okkar færi á að greiða úr málum sínum. Íbúðalán Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér fjölmargar lausnir okkar í lánamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.