Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FYLGSTU MEÐ ÍSLENSKRI TÓNLIST aðurinn og listamennirnir sjálfir aðlagi sig breyttum tímu LJÓS Í MYRKRINU TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU TÓNLISTAR-VERÐLAUNANNAVERÐLAUNIN VERÐA AFHENT Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Í BEINNI ÚTSENDINGU OG OPINNI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2 LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 13. MARS. SJÁ SÍÐU 2 19 . F EB . 2 01 0 SKRÁNING HAFIN Í MÚSÍKTILRAUNIR GÓÐUR ÁRANGUR Á MIDEM JÓN SIGURJÓNSSON FÉKK NET-DELLU FYRIR 20 ÁRUM OG HEFUR FYLGST MEÐ ÞRÓUNINNI SÝRLAND STÆKKAR FJÖLBREYTNI LYKILL AÐ VELGENGNIÓLAFUR ÓSKAR AXELSSON HUG-LEIÐIR HLUTVERK TÓNLISTARHÚSSINS HÖRPU föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 19. febrúar 2010 UPPGJÖR VERU Vera Pálsdóttir ljósmyndari gerir upp við tískuheiminn og heldur sýningu Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FRUMSÝNING á sýningunni Jón Gnarr – lifandi í Landnámssetri, er í dag í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þar skoðar Jón Gnarr íslenska fyndni í gegnum söguna frá landnámi til dagsins í dag með uppistandi. Hjálmar leikur í Ufsagrýlum eftir Sjón í Hafnarfjarðarleikhúsinu um þessar mundir og þegar æfinga-ferlinu var að ljúka fyrir jól ákvað leikhópurinn að sameinast um að útbúa veislumáltíð með vísun í verkið. „Ég leik skip tjó Hráefnið skiptir mestuÁhugi Hjálmars Hjálmarssonar leikara á matargerð kviknaði á unglingsárunum og hefur hann fylgt hon- um alla tíð. Í dag leggur hann megináherslu á einfalda matargerð og að gott hráefni fái að njóta sín. Hjálmar nostrar við folaldakjötið áður en hann grefur það. Múslígrauturinn gefur honum gott start í morgunsárið en galdurinn er fólginn í því að bæta út á hann nokkrum dropum af hlynsírópi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Múslí-morgungraut-ur (eða uppstrílaður hafragrautur) Folalda-carpaccioFolaldalund (má lík Kjötstykkið sett í f GRAFIN UFSAGRÝLULUND (FOLALDALUND) með hnetusósu og múslígrautur í morgunmat Til Perlunnar kemur ástralinn Glen Ballis sem hefur unnið á Banyan Tree og Shangri-la hótelum á Tælandi ásamt því að vinna í Shanghai, Malasíu og Indónesíu. Hann hefur einnig stjórnað veitingahúsum Harrods í London. Með Glen kemur Kobayashi Katsuhiko, japanskur pastry chef sem er með 20 ára reynslu í sætabrauðsheiminum. Hann hefur m.a. starfað á Laurent (2 Michelin stjörnur), La Bastide (2 Michelin stjörnur) og Marc Meneau (3 Michelin stjörnur). Hann mun sjá um eftirréttinn. 24. - 28. febrúar TÚNFISKTARTARmeð piparrótarkremi og reyktum ál HÖRÐUSKEL TATAKImeð tómat citrus salati, soya marineruðumlaxahrognum og kryddjurtum BRASSERAÐ NAUTmeð portvíns- og engiferleginni andalifurog bauna- og döðluplómu purrée SYKURHÚÐAÐUR ÞORSKUR með kræklingi og kúfskelsalsa, dvergkáli og tom yum froðuKÓKOSHNETU–TAPIOKAmeð steiktu man ói hi Góð tækifærisgjöf! Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7% FÖSTUDAGUR 19. febrúar 2010 — 42. tölublað — 10. árgangur VEÐRIÐ Í DAG VIÐSKIPTI Gengisvísitala krón- unnar endaði í 231 stigi í gær og hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart evru síðan seint í júlí í fyrra. Evran og erlendir gjald- miðlar fasttengdir henni í Evrópu mynda í kringum helming geng- isvísitölu krónunnar. Þar á meðal er danska krónan. Jón Bjarki Bentsson, sérfræð- ingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir þetta jákvæðar fréttir, ekki síst þar sem vörur frá evrusvæð- inu verði ódýrari en áður. Hann bendir á að almennt sé lítið að ger- ast á millibankamarkaði. Seðla- bankinn, sem hafi keypt krónur fyrir um einn milljarð að jafnaði á mánuði í eitt ár eftir að gjald- eyrishöft voru sett í lok nóvember í hittifyrra, hafi haldið sig til hlés frá í nóvember í fyrra. Seðlabankinn líti þróunina jákvæðum augum og ýti það undir frekari lækkun stýrivaxta, að mati Jóns. „Það er erfitt að spá fyrir um gjaldmiðla. En ég tel betri líkur á því nú en fyrir nokkrum mánuðum síðan að krónan muni standa af sér veturinn og þokast upp. Horfurnar eru ekki slæmar á næstunni,“ segir Jón Bjarki. - jab Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara gagnvart evru frá í júlí í fyrrasumar: Gæti leitt til lægri stýrivaxta HJÁLMAR HJÁLMARSSON Útbýr folalda-carpaccio og góðan múslígraut • matur • helgin • konudagur Í MIÐJU BLAÐSINS Birta hannar Euro- vision-kjólinn Hera Björk segir umræðuna hafa engin áhrif á sig. FÓLK 34 Ekki tóm steypa Árlegur steinsteypu- dagur er haldinn í dag af Steinsteypufé- lagi Íslands. TÍMAMÓT 20 SNJÓKOMA EÐA ÉL Í dag verða norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV- og SA-lands. Víða snjókoma eða él en bjart syðra fyrra partinn. Frost víðast 0-5 stig. VEÐUR 4 -4 -4 -1 0 -2 VERA PÁLSDÓTTIR LJÓSMYNDARI Gerir upp við fortíðina með sýningu á Mokka Undirbýr jarðveginn fyrir breytta tíma FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU HLJÓMGRUNNUR Stúdíó Sýrland tekur í notkun nýtt hljóðver Sérblaðið Hljómgrunnur FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG BANDARÍKIN, AP Flugmaður lítillar einkaflugvélar lést þegar hann flaug vélinni á húsnæði skattyf- irvalda í Texas-ríki í Bandaríkj- unum í gær. Eins manns sem var í byggingunni var enn saknað í gærkvöldi og tveir slösuðust. Maðurinn, sem starfaði sem hugbúnaðarhönnuður, hefur átt í deilu við skattyfirvöld í Texas. Talið er víst að hann hafi viljandi flogið vélinni á bygginguna. „Ofbeldi er ekki bara svar- ið, það er eina svarið,“ skrifaði maðurinn meðal annars á vef- síðu sína. Þar sagðist hann ætla að reyna „eitthvað nýtt“ í baráttu sinni við skattinn. - bj Flaug á húsnæði skattsins: Eins saknað og tveir á spítala LOGAR Eldtungur stóðu út um glugga húsnæðis skattyfirvalda í Texas eftir að flugvél var flogið á bygginguna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Evrópudeild UEFA Fyrri leikirnir í 32 liða úrslitum í Evrópudeild UEFA fóru fram í gær. ÍÞRÓTTIR 30 Óhagkvæm einkavæðing Ögmundur Jónasson ræðir galla einkavæðingar heilbrigðisþjón- ustu á Íslandi. Í DAG 16 UTANRÍKISMÁL Sendinefnd Íslend- inga, sem verið hefur í viðræðum við Breta og Hollendinga, sneri heim frá Lundúnum í gær. Hún mun funda með forystumönnum stjórnmálaflokkanna í dag. Óvíst er um framhaldið. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir millibils- ástand ríkja nú og ekki hafi verið forsendur frekari sameiginlegra funda í bili. Hann vildi lítið tjá sig um málið fyrr en eftir fundinn í dag. Spurður hvort lesa megi það út úr stöðunni að Bretar og Hol- lendingar hafi hafnað hugmynd- um Íslendinga sagði hann ekkert um það að segja annað en að ekki hefðu verið forsendur til frekari fundarhalda í bili. Í sama streng tók Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, allar yfirlýsingar verði að bíða fundar með nefndarmönn- um. Bandaríski lögfræðingurinn Lee C. Buchheit, sem er í samn- inganefndinni, mun sitja fundinn í dag, en óvíst er með aðkomu hans í framhaldinu. Forystumenn flokkanna fund- uðu seinnipartinn í gær um stöð- una og í kjölfarið var nefndin kölluð heim. Á þann fund komu Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, og Páll Hreins- son, formaður rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Enn er óljóst hvort skýrsla nefndarinnar kemur út fyrir mánaðamót. Steingrímur segist enn á þeirri skoðun að afar óheppilegt sé að skýrslan og þjóðaratkvæða- greiðslan falli nánast á sama tíma. Bjarni tekur undir það, en segir þó ekki ástæðu til að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni. Samn- ingarnir batni ekkert við það sem stendur í rannsóknarskýrslunni. Spurður hvort enn ríki sam- staða hérlendis segir Steingrím- ur: „Veganestið sem við fórum út með byggði á ákveðinni samstöðu. Hvernig á það reynir í framhald- inu verður að koma í ljós.“ Wikileaks birti í gær skjöl sem sýna að leitað hafi verið eftir stuðningi bandarískra stjórnvalda varðandi Icesave. - kóp/sjá síðu 4 Samninganefndin komin til landsins Hlé verður á viðræðum um upptöku Icesave-samninga um óákveðinn tíma. Óvíst hvort eða hvenær verður fundað á ný. Formaður Sjálfstæðisflokksins seg- ir þjóðaratkvæðagreiðslu ótengda efni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Akur- eyrar vill að flugstöð og flug- hlað á Akureyrarflugvelli verði stækkað sem fyrst og tekur þar með undir áskorun þess efnis frá stjórn Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi. „Millilandaflug á heilsárs- grundvelli kemur til með að skapa ferðaþjónustunni á Norður- og Austurlandi algjörlega nýjan rekstrargrundvöll, efla arðsemi, nýsköpun og þróun í ferðaþjón- ustu og mun hafa jákvæð áhrif á aðra atvinnustarfsemi á lands- byggðinni, sérstaklega yfir vetr- artímann,“ segir bæjarráð sem kveður eðlilegt að framkvæmd- in verði greidd af samgönguáætl- un ríkisins. Ekki sé rétt að leggja kostnaðinn eingöngu á flugrek- endur og þar með notendur mann- virkisins. - gar Bæjarráð Akureyrar: Ríkið láti gera stærri flugstöð BANDARÍKIN, AP Maður að nafni Robin Joshua Hood var kærð- ur á dögunum fyrir að villa á sér heimildir í borginni Denver í Bandaríkjunum. Málið hefur vakið athygli vestra, enda er Robin Hood nafn þjóðsagnapersónunnar Hróa Hattar á frummálinu. Sá banda- ríski stelur þó ekki frá hinum ríku til að gefa fátækum. Að sögn lögreglu fann hann seðlaveski í miðborg Denver og notaði skil- ríki eigandans til að villa á sér heimildir, en Hood var eftirlýstur fyrir fíkniefnabrot. Lögreglan hafði hendur í hári hans þegar hann var gripinn glóðvolgur við búðarhnupl. Gleymdi að gefa fátækum: Hrói Höttur ákærður í Denver ÆTTFRÆÐI OG AÐRAR DYGGÐIR Hvort sem ríkir glys góðærisins eða kreppan ríður húsum breytist áhugi Íslendinga á bókum seint. Þessar frúr voru svo heppnar að komast á foropnun bókamarkaðar Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni, sem opnað- ur verður í dag. Að sjálfsögðu er þar að finna ættfræðibækur, enda ættrakning íþrótt þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.