Fréttablaðið - 19.02.2010, Side 1

Fréttablaðið - 19.02.2010, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FYLGSTU MEÐ ÍSLENSKRI TÓNLIST aðurinn og listamennirnir sjálfir aðlagi sig breyttum tímu LJÓS Í MYRKRINU TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU TÓNLISTAR-VERÐLAUNANNAVERÐLAUNIN VERÐA AFHENT Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Í BEINNI ÚTSENDINGU OG OPINNI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2 LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 13. MARS. SJÁ SÍÐU 2 19 . F EB . 2 01 0 SKRÁNING HAFIN Í MÚSÍKTILRAUNIR GÓÐUR ÁRANGUR Á MIDEM JÓN SIGURJÓNSSON FÉKK NET-DELLU FYRIR 20 ÁRUM OG HEFUR FYLGST MEÐ ÞRÓUNINNI SÝRLAND STÆKKAR FJÖLBREYTNI LYKILL AÐ VELGENGNIÓLAFUR ÓSKAR AXELSSON HUG-LEIÐIR HLUTVERK TÓNLISTARHÚSSINS HÖRPU föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 19. febrúar 2010 UPPGJÖR VERU Vera Pálsdóttir ljósmyndari gerir upp við tískuheiminn og heldur sýningu Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FRUMSÝNING á sýningunni Jón Gnarr – lifandi í Landnámssetri, er í dag í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þar skoðar Jón Gnarr íslenska fyndni í gegnum söguna frá landnámi til dagsins í dag með uppistandi. Hjálmar leikur í Ufsagrýlum eftir Sjón í Hafnarfjarðarleikhúsinu um þessar mundir og þegar æfinga-ferlinu var að ljúka fyrir jól ákvað leikhópurinn að sameinast um að útbúa veislumáltíð með vísun í verkið. „Ég leik skip tjó Hráefnið skiptir mestuÁhugi Hjálmars Hjálmarssonar leikara á matargerð kviknaði á unglingsárunum og hefur hann fylgt hon- um alla tíð. Í dag leggur hann megináherslu á einfalda matargerð og að gott hráefni fái að njóta sín. Hjálmar nostrar við folaldakjötið áður en hann grefur það. Múslígrauturinn gefur honum gott start í morgunsárið en galdurinn er fólginn í því að bæta út á hann nokkrum dropum af hlynsírópi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Múslí-morgungraut-ur (eða uppstrílaður hafragrautur) Folalda-carpaccioFolaldalund (má lík Kjötstykkið sett í f GRAFIN UFSAGRÝLULUND (FOLALDALUND) með hnetusósu og múslígrautur í morgunmat Til Perlunnar kemur ástralinn Glen Ballis sem hefur unnið á Banyan Tree og Shangri-la hótelum á Tælandi ásamt því að vinna í Shanghai, Malasíu og Indónesíu. Hann hefur einnig stjórnað veitingahúsum Harrods í London. Með Glen kemur Kobayashi Katsuhiko, japanskur pastry chef sem er með 20 ára reynslu í sætabrauðsheiminum. Hann hefur m.a. starfað á Laurent (2 Michelin stjörnur), La Bastide (2 Michelin stjörnur) og Marc Meneau (3 Michelin stjörnur). Hann mun sjá um eftirréttinn. 24. - 28. febrúar TÚNFISKTARTARmeð piparrótarkremi og reyktum ál HÖRÐUSKEL TATAKImeð tómat citrus salati, soya marineruðumlaxahrognum og kryddjurtum BRASSERAÐ NAUTmeð portvíns- og engiferleginni andalifurog bauna- og döðluplómu purrée SYKURHÚÐAÐUR ÞORSKUR með kræklingi og kúfskelsalsa, dvergkáli og tom yum froðuKÓKOSHNETU–TAPIOKAmeð steiktu man ói hi Góð tækifærisgjöf! Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7% FÖSTUDAGUR 19. febrúar 2010 — 42. tölublað — 10. árgangur VEÐRIÐ Í DAG VIÐSKIPTI Gengisvísitala krón- unnar endaði í 231 stigi í gær og hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart evru síðan seint í júlí í fyrra. Evran og erlendir gjald- miðlar fasttengdir henni í Evrópu mynda í kringum helming geng- isvísitölu krónunnar. Þar á meðal er danska krónan. Jón Bjarki Bentsson, sérfræð- ingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir þetta jákvæðar fréttir, ekki síst þar sem vörur frá evrusvæð- inu verði ódýrari en áður. Hann bendir á að almennt sé lítið að ger- ast á millibankamarkaði. Seðla- bankinn, sem hafi keypt krónur fyrir um einn milljarð að jafnaði á mánuði í eitt ár eftir að gjald- eyrishöft voru sett í lok nóvember í hittifyrra, hafi haldið sig til hlés frá í nóvember í fyrra. Seðlabankinn líti þróunina jákvæðum augum og ýti það undir frekari lækkun stýrivaxta, að mati Jóns. „Það er erfitt að spá fyrir um gjaldmiðla. En ég tel betri líkur á því nú en fyrir nokkrum mánuðum síðan að krónan muni standa af sér veturinn og þokast upp. Horfurnar eru ekki slæmar á næstunni,“ segir Jón Bjarki. - jab Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara gagnvart evru frá í júlí í fyrrasumar: Gæti leitt til lægri stýrivaxta HJÁLMAR HJÁLMARSSON Útbýr folalda-carpaccio og góðan múslígraut • matur • helgin • konudagur Í MIÐJU BLAÐSINS Birta hannar Euro- vision-kjólinn Hera Björk segir umræðuna hafa engin áhrif á sig. FÓLK 34 Ekki tóm steypa Árlegur steinsteypu- dagur er haldinn í dag af Steinsteypufé- lagi Íslands. TÍMAMÓT 20 SNJÓKOMA EÐA ÉL Í dag verða norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV- og SA-lands. Víða snjókoma eða él en bjart syðra fyrra partinn. Frost víðast 0-5 stig. VEÐUR 4 -4 -4 -1 0 -2 VERA PÁLSDÓTTIR LJÓSMYNDARI Gerir upp við fortíðina með sýningu á Mokka Undirbýr jarðveginn fyrir breytta tíma FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU HLJÓMGRUNNUR Stúdíó Sýrland tekur í notkun nýtt hljóðver Sérblaðið Hljómgrunnur FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG BANDARÍKIN, AP Flugmaður lítillar einkaflugvélar lést þegar hann flaug vélinni á húsnæði skattyf- irvalda í Texas-ríki í Bandaríkj- unum í gær. Eins manns sem var í byggingunni var enn saknað í gærkvöldi og tveir slösuðust. Maðurinn, sem starfaði sem hugbúnaðarhönnuður, hefur átt í deilu við skattyfirvöld í Texas. Talið er víst að hann hafi viljandi flogið vélinni á bygginguna. „Ofbeldi er ekki bara svar- ið, það er eina svarið,“ skrifaði maðurinn meðal annars á vef- síðu sína. Þar sagðist hann ætla að reyna „eitthvað nýtt“ í baráttu sinni við skattinn. - bj Flaug á húsnæði skattsins: Eins saknað og tveir á spítala LOGAR Eldtungur stóðu út um glugga húsnæðis skattyfirvalda í Texas eftir að flugvél var flogið á bygginguna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Evrópudeild UEFA Fyrri leikirnir í 32 liða úrslitum í Evrópudeild UEFA fóru fram í gær. ÍÞRÓTTIR 30 Óhagkvæm einkavæðing Ögmundur Jónasson ræðir galla einkavæðingar heilbrigðisþjón- ustu á Íslandi. Í DAG 16 UTANRÍKISMÁL Sendinefnd Íslend- inga, sem verið hefur í viðræðum við Breta og Hollendinga, sneri heim frá Lundúnum í gær. Hún mun funda með forystumönnum stjórnmálaflokkanna í dag. Óvíst er um framhaldið. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir millibils- ástand ríkja nú og ekki hafi verið forsendur frekari sameiginlegra funda í bili. Hann vildi lítið tjá sig um málið fyrr en eftir fundinn í dag. Spurður hvort lesa megi það út úr stöðunni að Bretar og Hol- lendingar hafi hafnað hugmynd- um Íslendinga sagði hann ekkert um það að segja annað en að ekki hefðu verið forsendur til frekari fundarhalda í bili. Í sama streng tók Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, allar yfirlýsingar verði að bíða fundar með nefndarmönn- um. Bandaríski lögfræðingurinn Lee C. Buchheit, sem er í samn- inganefndinni, mun sitja fundinn í dag, en óvíst er með aðkomu hans í framhaldinu. Forystumenn flokkanna fund- uðu seinnipartinn í gær um stöð- una og í kjölfarið var nefndin kölluð heim. Á þann fund komu Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, og Páll Hreins- son, formaður rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Enn er óljóst hvort skýrsla nefndarinnar kemur út fyrir mánaðamót. Steingrímur segist enn á þeirri skoðun að afar óheppilegt sé að skýrslan og þjóðaratkvæða- greiðslan falli nánast á sama tíma. Bjarni tekur undir það, en segir þó ekki ástæðu til að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni. Samn- ingarnir batni ekkert við það sem stendur í rannsóknarskýrslunni. Spurður hvort enn ríki sam- staða hérlendis segir Steingrím- ur: „Veganestið sem við fórum út með byggði á ákveðinni samstöðu. Hvernig á það reynir í framhald- inu verður að koma í ljós.“ Wikileaks birti í gær skjöl sem sýna að leitað hafi verið eftir stuðningi bandarískra stjórnvalda varðandi Icesave. - kóp/sjá síðu 4 Samninganefndin komin til landsins Hlé verður á viðræðum um upptöku Icesave-samninga um óákveðinn tíma. Óvíst hvort eða hvenær verður fundað á ný. Formaður Sjálfstæðisflokksins seg- ir þjóðaratkvæðagreiðslu ótengda efni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Akur- eyrar vill að flugstöð og flug- hlað á Akureyrarflugvelli verði stækkað sem fyrst og tekur þar með undir áskorun þess efnis frá stjórn Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi. „Millilandaflug á heilsárs- grundvelli kemur til með að skapa ferðaþjónustunni á Norður- og Austurlandi algjörlega nýjan rekstrargrundvöll, efla arðsemi, nýsköpun og þróun í ferðaþjón- ustu og mun hafa jákvæð áhrif á aðra atvinnustarfsemi á lands- byggðinni, sérstaklega yfir vetr- artímann,“ segir bæjarráð sem kveður eðlilegt að framkvæmd- in verði greidd af samgönguáætl- un ríkisins. Ekki sé rétt að leggja kostnaðinn eingöngu á flugrek- endur og þar með notendur mann- virkisins. - gar Bæjarráð Akureyrar: Ríkið láti gera stærri flugstöð BANDARÍKIN, AP Maður að nafni Robin Joshua Hood var kærð- ur á dögunum fyrir að villa á sér heimildir í borginni Denver í Bandaríkjunum. Málið hefur vakið athygli vestra, enda er Robin Hood nafn þjóðsagnapersónunnar Hróa Hattar á frummálinu. Sá banda- ríski stelur þó ekki frá hinum ríku til að gefa fátækum. Að sögn lögreglu fann hann seðlaveski í miðborg Denver og notaði skil- ríki eigandans til að villa á sér heimildir, en Hood var eftirlýstur fyrir fíkniefnabrot. Lögreglan hafði hendur í hári hans þegar hann var gripinn glóðvolgur við búðarhnupl. Gleymdi að gefa fátækum: Hrói Höttur ákærður í Denver ÆTTFRÆÐI OG AÐRAR DYGGÐIR Hvort sem ríkir glys góðærisins eða kreppan ríður húsum breytist áhugi Íslendinga á bókum seint. Þessar frúr voru svo heppnar að komast á foropnun bókamarkaðar Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni, sem opnað- ur verður í dag. Að sjálfsögðu er þar að finna ættfræðibækur, enda ættrakning íþrótt þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.