Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FRUMSÝNING á sýningunni Jón Gnarr – lifandi í Landnámssetri, er í dag í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þar skoðar Jón Gnarr íslenska fyndni í gegnum söguna frá landnámi til dagsins í dag með uppistandi. Hjálmar leikur í Ufsagrýlum eftir Sjón í Hafnarfjarðarleikhúsinu um þessar mundir og þegar æfinga- ferlinu var að ljúka fyrir jól ákvað leikhópurinn að sameinast um að útbúa veislumáltíð með vísun í verkið. „Ég leik skipstjóra á björgunar- skipi sem bjargar sökkvandi þjóð- arskútum og hann á að hafa gert óviðjafnanlega flugfiskasúpu sem okkur langaði til að prófa. Það var að vísu erfitt að finna hráefnið en hafðist fyrir rest. Í forrétt vorum við svo með grafna folaldalund og í aðalrétt bjórsoðna lambaskanka. Í eftirrétt var frönsk-íslensk súkk- ulaðikaka sem minnti óþyrmilega á meginumfjöllunarefni leikritsins sem kemur úr þörmum manna en verkið fjallar um bankamenn sem fara í keppni um það hverjir geti kúkað stærsta gullkúknum. Þeir háma í sig gull á hverjum degi en þegar þeir ætla að skila því á degi hrunsins gengur það ekki eftir.“ Hjálmar gefur lesendum upp- skrift að grafinni folaldalund og uppáhaldsmorgunmatnum sínum. vera@frettabladid.is Hráefnið skiptir mestu Áhugi Hjálmars Hjálmarssonar leikara á matargerð kviknaði á unglingsárunum og hefur hann fylgt hon- um alla tíð. Í dag leggur hann megináherslu á einfalda matargerð og að gott hráefni fái að njóta sín. Hjálmar nostrar við folaldakjötið áður en hann grefur það. Múslígrauturinn gefur honum gott start í morgunsárið en galdurinn er fólginn í því að bæta út á hann nokkrum dropum af hlynsírópi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Múslí-morgungraut- ur (eða uppstrílaður hafragrautur) Múslí Vatn Gott salt Mjólk/rjómi Hlynsíróp (eða púður- sykur) Múslíið soðið eins og hafragrautur og þykktin höfð eftir smekk. Ef það er fátæklegt má henda maísflögum (kornflexi), hafrahringjum (Cheer- iosi) og súkkulaðikúlum (Cocoa Puffsi), þurrk- uðum smátt skornum ávöxtum, eplum, döðl- um, hnetum, rúsínum eða bara hverju sem er út í. Toppað með hlynsírópi og mjólk eða rjóma. Folalda-carpaccio Folaldalund (má líka vera nauta- eða lambalund) Gróft salt Fennel Svartur, rauður og grænn pipar (mulinn) dill (og/eða annað krydd eftir smekk) Lundin er hreinsuð. Mesta fitan er skorin af og himnan numin brott. Kjötið er hulið með grófu salti og látið standa þannig í klukku- stund til tvær (fer eftir þykkt). Sumir bæta við sykri til að vega upp á móti saltinu. Saltið skol- að af og kjötið þerr að. Kjötinu velt upp úr kryddinu og því síðan vafið þétt inn í plast- filmu og grafið með því að láta það standa í kæli í tvo sólarhringa. Kjötstykkið sett í frysti í dágóða stund og skorið frosið í eins þunnar sneiðar og mögulegt er. Borið fram sem forrétt- ur með hnetusósu og klettasalati. Hnetusósa 50/50 ólívuolía og bals- amik-edik Muldar pecan-hnetur og valhnetur (eða aðrar hnetur eftir smekk) Smakkað til með hlyn- sírópi eða sykri. Olían og edikið soðið saman, muldum hnet- um og sírópi bætt út í og skvett yfir kjötið. GRAFIN UFSAGRÝLULUND (FOLALDALUND) með hnetusósu og múslígrautur í morgunmat Til Perlunnar kemur ástralinn Glen Ballis sem hefur unnið á Banyan Tree og Shangri-la hótelum á Tælandi ásamt því að vinna í Shanghai, Malasíu og Indónesíu. Hann hefur einnig stjórnað veitingahúsum Harrods í London. Með Glen kemur Kobayashi Katsuhiko, japanskur pastry chef sem er með 20 ára reynslu í sætabrauðsheiminum. Hann hefur m.a. starfað á Laurent (2 Michelin stjörnur), La Bastide (2 Michelin stjörnur) og Marc Meneau (3 Michelin stjörnur). Hann mun sjá um eftirréttinn. 24. - 28. febrúar Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is TÚNFISKTARTAR með piparrótarkremi og reyktum ál HÖRÐUSKEL TATAKI með tómat citrus salati, soya marineruðum laxahrognum og kryddjurtum BRASSERAÐ NAUT með portvíns- og engiferleginni andalifur og bauna- og döðluplómu purrée SYKURHÚÐAÐUR ÞORSKUR með kræklingi og kúfskelsalsa, dvergkáli og tom yum froðu KÓKOSHNETU–TAPIOKA með steiktu mangói, hindberjum og lychee–sorbet 5 rétta seðill á aðeins 6.900 kr. Góð tækifærisgjöf ! Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.