Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 54
26 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > PACINO Í STAÐ DE NIRO Al Pacino hefur tekið við af Robert De Niro sem aðalleik- ari spennumyndarinnar Son of No One. Myndin fjallar um unga löggu sem fær það verkefni að starfa í hverfinu þar hún ólst upp. De Niro var orðaður við hlutverkið en Pacino hlaut það á endanum. Aðalleikkona mynd- arinnar verður Katie Holm es. Söngkonan Cheryl Cole flúði Bretland í vikunni eft- ir að fjölmiðlar greindu frá framhjáhaldi eiginmanns hennar, Ashley Cole. Breska þjóðin stendur þétt við bakið á sinni konu og hvetur hana til að skilja. Cheryl og Ashley Cole eru meðal frægustu para Bretlands. Hann er leikmaður Lundúnaliðsins Chelsea og enska landsliðsins, hún er dóm- ari í vinsælu þáttunum X-Factor og syngur með stúlknasveitinni Girls Aloud. En Ashley hefur hrapað hratt niður vinsældalista bresku þjóðarinnar eftir að götublaðið The Sun greindi frá framhjáhaldi hans á þriðjudaginn. Skömmu áður hafði nektarmyndum af þessum bakverði Chelsea verið lekið til fjölmiðla en þær átti hann að hafa sent til íturvaxinnar undirfatafyr- irsætu. Ashley neitaði öllum sak- argiftum, viðurkenndi vissulega að hafa tekið af sér myndir en ein- hverjir óprúttnir náungar, vinir vina hans eins og hann komst að orði, hefðu komist yfir símann og sent myndirnar. En heldur syrti í álinn hjá Ashley þegar ung ljós- hærð snót bankaði upp hjá The Sun og upplýsti í blaðaviðtali að hún hefði fengið erótísk sms-skila- boð frá knattspyrnuhetjunni og að þau hefðu átt stundargaman uppi á hótelherbergi landsliðsmannsins, oftar en einu sinni. The Sun gerði nýverið könn- un meðal lesenda sinna og nið- urstaða hennar var nánast ein- róma; Cheryl ætti að losa sig við Ashley fyrir fullt og allt. Aðeins fimm prósent þeirra sem tóku þátt vildu að Cheryl og Ashley ættu að vinna í sínum málum. 25 prósent tóku ekki afstöðu. Málið er allt hið vandræðalegasta fyrir Chelsea og jafnvel enska landsliðið því fyrir skömmu var greint frá því að fyr- irliði liðanna tveggja, John Terry, hefði verið konu sinni ótrúr með fyrrum kærustu samherja síns. Carlo Ancelotti, framkvæmda- stjóri Chelsea, sagði í fjölmiðlum að honum væri sama hvar sínir menn svæfu á næturnar. Fabio Capello var ekki á sama máli og hefur svipt John Terry fyrirliða- stöðunni hjá enska landsliðinu. Bretar standa við bakið á Cheryl SKILNAÐUR Í UPPSIGLINGU Víst er að breskir fjölmiðlar eiga eftir að fylgja eftir hverju spori sem Ashley og Cheryl Cole taka á næstunni. Daily Mail spáir því að skilnaður sé á næsta leiti. Hátíðin Aldrei fór ég suður fer að vanda fram á Ísafirði um páskana. Tilkynnt hefur verið um fyrsta holl skemmti- krafta sem fram kemur. Þar á meðal er hljómsveitin Sólinn frá Sandgerði, sem varð fræg í Vaktarþáttunum. Ólafur Ragnar var umboðsmaður sveitarinnar á tímabili og hafði stórar vænt- ingar. Nú kemur Sólinn fram í fyrsta skipti opin- berlega. „Þeir hjá hátíðinni höfðu nú bara sam- band og vildu að Sólinn tæki lagið, það var ekk- ert flóknara en það,“ segir Kiddi Casio, e.þ.s. Halldór Gylfason, söngv- ari sveitarinnar og aðal- sprauta. „Þetta er kærkomið því Sólinn er frábær hljómsveit og það er gott fyrir þennan grænmetisétandi lopapeysuskríl sem verður þarna, að sjá einu sinni almennilega hljómsveit sem FÓLK- IÐ fílar.“ Júlíus Brjánsson á yfir höfði sér lögbann vegna auglýsinga sem hann lék í því karakterinn þótti minna of mikið á pabba Ólafs Ragnars í Vaktarseríunni. Halldór seg- ist ekki vera búinn að fá leyfi til að koma fram með Sólinni. „Kannski verður Sólinn stöðv- aður af, ég bara veit það ekki. Ég spurði Jörund um leyfi og hann gaf allavega grænt ljós. Ég þarf að spyrja Jón Gnarr líka næst þegar ég hitti hann. En ef þetta gengur vel þá verður náttúrlega leigð rúta í sumar, gefin út plata og jólalag og lokatakmarkið er svo auðvitað að fara í Eurovision.“ Aldrei fór ég suður-hátíðin mun í ár teygja sig út um allan bæ og myndlist, uppistand og fleiri viðburðir verða um allan Ísafjörð. Uppistandshópurinn Mið- Ísland mætir, en rokkið verður sem fyrr mest áberandi. Grugg-hljómsveitin Urm- ull kemur fram í fyrsta skipti síðan um miðjan 10. áratuginn, en í bandinu voru gaurar sem síðar áttu eftir að láta til sín taka í hljómsveitunum Buttercup, Ampop, Dimma og Reykjavík! Í fyrsta hollinu var einnig tilkynnt um að Bloodgroup, Hjalta- lín, Morðingjarnir, Rúnar Þór, Dikta, Pollapönk, Ólöf Arnalds og Hudson Wayne kæmu fram. - drg Sólinn frá Sandgerði á svið HALLDÓR GYLFASON Eða Kiddi Casio, söngvari Sólans frá Sandgerði. Fyrsta lífvarðanámskeið á Íslandi Öryggisvarðaskólinn 14 til 28 Nóvember 2009 Sími: 698 1666 k li i Lífvarðanámskeið á Íslandi í mars Terr security býður upp á starfsmöguleika á heimsvísu VÍGAMENN Í VONDUM MÁLUM Stórvirki Halldórs Laxness um fóst- bræðurna Þormóð og og Þorgeir er meistaralega skrifuð hetjuharmsaga og bráðfyndin ádeila á hetjudýrkun að fornu og nýju. Leikverk byggt á bókinni er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Í KILJU MEÐ NÚTÍM A- STAFSETNI NGU SiÐblint ljúfmenni eÐa auÐmjúkur fantur? Snilldarlega skrifuð k um nap veruleika Indlands „Þetta er æsileg lesning, krassandi og kaldhæðin …“ Egill Helgason / Silfur Egils „… klárlega ein af bókum ársins.“ Hrafn Jökulsson / Viðskiptablaðið BOOKER- VERÐLAUNIN 2008 KOMIN Í KILJU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.